Þarf að bíða 100 ár eftir launajafnrétti? Anna Kolbrún Árnadóttir og Sunna Gunnars Marteinsdóttir skrifar 24. október 2016 12:00 Kvennafrídagurinn er í dag mánudaginn 24. október og eru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14.38 og fylkja liði á samstöðufundi sem haldnir eru um allt land. Í þessu sambandi er gott að minnast þess að íslenskar konur vöktu athygli um allan heim 24. október árið 1975 þegar þær lögðu niður vinnu. Segja má að þessi samstöðufundur sem þá var haldinn hafi markað djúp spor í söguna enda setti hann samfélagið nánast á hliðina og muna flestir sem þá voru fæddir hvar þeir voru þennan dag. Á þessum tíma var kallað eftir launajafnrétti og núna er það því miður ennþá sama krafan. Því það hefur gengið hægt að bregðast við launamismun kynjanna. Hófst það árið 1961 þegar samþykkt voru lög um launajöfnuð kvenna og karla sem átti að ná að fullu 1967. Síðan með setningu jafnréttislaga 1976 var kveðið á um sömu laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Samt er töluvert launamisrétti enn staðreynd. Það sem þó hefur breyst er, að í dag verða kynnt fyrstu fyrirtækin og stofnanirnar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar um launajafnrétti með innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Þetta verkfæri er stórt skref í þá átt að eyða kynbundnum launamun með raunverulegum aðgerðum. Jafnlaunastaðalinn hefur það að markmiði að auka gagnsæi og mun vonandi breyta landslaginu á vinnumarkaði til framtíðar. og segja má að nú loksins sé komið fram alvöru tæki sem byggir, m.a. á opinberri staðlavottun. Þessu ber að fagna en á sama tíma þarf að hafa það hugfast að áfram þarf að velta við hverjum steini til þess að jafna kjör kynjanna. Áfram eru þættir sem hafa áhrif, sömu þættir og höfðu áhrif fyrir 41 ári síðan og er kynskiptur vinnumarkaður enn talinn einn af aðal orsakaþáttum launamunar kynjanna. Anna Kolbrún Árnadóttir og Sunna Gunnars Marteinsdóttir, Landssambandi Framsóknarkvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Kvennafrídagurinn er í dag mánudaginn 24. október og eru konur hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14.38 og fylkja liði á samstöðufundi sem haldnir eru um allt land. Í þessu sambandi er gott að minnast þess að íslenskar konur vöktu athygli um allan heim 24. október árið 1975 þegar þær lögðu niður vinnu. Segja má að þessi samstöðufundur sem þá var haldinn hafi markað djúp spor í söguna enda setti hann samfélagið nánast á hliðina og muna flestir sem þá voru fæddir hvar þeir voru þennan dag. Á þessum tíma var kallað eftir launajafnrétti og núna er það því miður ennþá sama krafan. Því það hefur gengið hægt að bregðast við launamismun kynjanna. Hófst það árið 1961 þegar samþykkt voru lög um launajöfnuð kvenna og karla sem átti að ná að fullu 1967. Síðan með setningu jafnréttislaga 1976 var kveðið á um sömu laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Samt er töluvert launamisrétti enn staðreynd. Það sem þó hefur breyst er, að í dag verða kynnt fyrstu fyrirtækin og stofnanirnar sem hafa tekið þátt í tilraunaverkefni stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar um launajafnrétti með innleiðingu jafnlaunastaðalsins. Þetta verkfæri er stórt skref í þá átt að eyða kynbundnum launamun með raunverulegum aðgerðum. Jafnlaunastaðalinn hefur það að markmiði að auka gagnsæi og mun vonandi breyta landslaginu á vinnumarkaði til framtíðar. og segja má að nú loksins sé komið fram alvöru tæki sem byggir, m.a. á opinberri staðlavottun. Þessu ber að fagna en á sama tíma þarf að hafa það hugfast að áfram þarf að velta við hverjum steini til þess að jafna kjör kynjanna. Áfram eru þættir sem hafa áhrif, sömu þættir og höfðu áhrif fyrir 41 ári síðan og er kynskiptur vinnumarkaður enn talinn einn af aðal orsakaþáttum launamunar kynjanna. Anna Kolbrún Árnadóttir og Sunna Gunnars Marteinsdóttir, Landssambandi Framsóknarkvenna.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun