Skuldum við eldra fólki eitthvað? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 25. október 2016 13:58 Það er von að sé spurt. Í aðdraganda kosninganna hefur komið fram að kjósendur telja málefni eldra fólks með þeim mikilvægustu fyrir kosningar. Fólk er greinilega að velta fyrir sér hvort staðan í málefnum aldraðra sé náttúrulögmál. Hvort það sé sjálfsagt að vanvirða eldra fólk með því að þvæla því á milli staða og jafnvel landshluta í leit að úrræðum, og hvort það sé bara allt í lagi að eldra fólk bíði lengur en aðrir eftir sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að snúa af þeirri braut að líta á þjónustu eða búsetuúrræði fyrir eldra fólk sem ölmusu. Við þurfum að endurforrita okkur sjálf. Við þurfum að skilja að eldra fólk er fólk alveg eins og aðrir, með væntingar, vonir og þrár. Kynslóðin sem fæddist milli heimsstyrjalda er sú sem byggði upp heilbrigðiskerfið, menntakerfið og almanntryggingakerfið. Sú sem skilaði samfélaginu til okkar hinna þannig að við gætum haldið áfram að gera það betra. Allar kynslóðir eiga að tryggja að þær sem á undan komu geti búið með reisn og notið þess að vera hluti af samfélagi. Geti tekið þátt, en upplifi sig ekki sem byrði. Hafi aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að samfélagsleg staða þeirra ráði því ekki hvort þau fái hana eða ekki. Það er mikilvægt, alveg eins og allir eru sammála um mikilvægi þess að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Samfélag sem ekki ber virðingu fyrir og hefur skilning á hvaðan það kemur, mun á endanum ekki vita hvert það er að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Það er von að sé spurt. Í aðdraganda kosninganna hefur komið fram að kjósendur telja málefni eldra fólks með þeim mikilvægustu fyrir kosningar. Fólk er greinilega að velta fyrir sér hvort staðan í málefnum aldraðra sé náttúrulögmál. Hvort það sé sjálfsagt að vanvirða eldra fólk með því að þvæla því á milli staða og jafnvel landshluta í leit að úrræðum, og hvort það sé bara allt í lagi að eldra fólk bíði lengur en aðrir eftir sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að snúa af þeirri braut að líta á þjónustu eða búsetuúrræði fyrir eldra fólk sem ölmusu. Við þurfum að endurforrita okkur sjálf. Við þurfum að skilja að eldra fólk er fólk alveg eins og aðrir, með væntingar, vonir og þrár. Kynslóðin sem fæddist milli heimsstyrjalda er sú sem byggði upp heilbrigðiskerfið, menntakerfið og almanntryggingakerfið. Sú sem skilaði samfélaginu til okkar hinna þannig að við gætum haldið áfram að gera það betra. Allar kynslóðir eiga að tryggja að þær sem á undan komu geti búið með reisn og notið þess að vera hluti af samfélagi. Geti tekið þátt, en upplifi sig ekki sem byrði. Hafi aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að samfélagsleg staða þeirra ráði því ekki hvort þau fái hana eða ekki. Það er mikilvægt, alveg eins og allir eru sammála um mikilvægi þess að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Samfélag sem ekki ber virðingu fyrir og hefur skilning á hvaðan það kemur, mun á endanum ekki vita hvert það er að fara.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar