Körfubolti

Meistararnir byrja á tveimur sigrum

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron í baráttunni í nótt.
LeBron í baráttunni í nótt. vísir/getty
Meistararnir í Cleveland Cavaliers byrja vel í NBA-deildinni í körfubolta, en þeir hafa unnið tvo fyrstu leikina sína. Í nótt unnu þeir Toronto, 94-91, í Toronto.

Kyrie Irving skoraði 26 stig fyrir Cleveland, en LeBron James tók átta fráköst, skoraði 21 stig og gaf sjö stoðsendingar. Sigurkarfan kom 44 sekúndum fyrir leikslok, en Kyrie Irving negldi þá niður þrist eftir sendingu frá LeBron.

Cleveland er því búið að vinna fyrstu tvo leikina, en þetta var fyrsti leikur Toronto á tímabilinu. Meistararnir fyrir tveimur árum, Golden State Warriors, sem töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu komust á beinu brautina í gær með sigri á New Orleans, 122-114.

Kevin Durant skoraði 30 stig og tók 17 fráköst í liði Golden State, en hann gekk í raðir liðsins í sumar. Anthony Davis átti stórbrotinn leik í liði New Orleans, en hann skoraði 45 stig og tók 17 fráköst.

Russell Westbrook hlóð í rosalega frammistöðu í þriggja stiga sigri Oklahoma á Phoenix í nótt, en lokatölur urðu 113-110. Westbrook gerði 51 stig, tók 13 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Þvílík frammistaða.

LA Lakers tapaði í gærkvöldi gegn Utah, 89-96, en Lakers vann fyrsta leik sinn í deildinni. Lou Williams var atkvæðamestur hjá Lakers, en hann skoraði 17 stig og tók sex fráköst. George Hill gerði 23 stig fyrir Utah og tók þrjú fráköst.

Öll úrslit næturinnar:

Cleveland - Toronto 94-91

Orlando - Detroit 82-108

Indiana - Brooklyn 94-103

Charlotte - Miami 97-91

Phoenix - Oklahoma City 110-113

Houston - Dallas 106-98

LA Lakers - Utah 89-96

Golden State - New Orleans




Fleiri fréttir

Sjá meira


×