Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Kristján Már Unnarsson skrifar 7. október 2016 21:43 Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld voru sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. Þetta er nýjasta kynslóð af farþegaþotum, hönnuð sérstaklega til að mæta kröfum borgarsamfélaga með minni flugvelli. Framleiðendur segja að hún sé hljóðlátasta farþegaþotan sem framleidd er í heiminum í dag, með fjórfalt minna hljóðspor en eldri vélar. Hún hefur samt sem áður langt flugdrægi, sem gefur henni færi á að þjóna helstu áætlunarleiðum til og frá Íslandi. „Þessi vél er aðeins minni en stærri Boeing- og Airbus-vélarnar. Það er gap á markaðnum milli minni vélanna og Boeing- og Airbus-vélanna og við erum að reyna að brúa það bil,“ segir flugstjórinn Mark Elliot.Flugstjórinn Mark Elliot í viðtali við Stöð 2.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Millilandaflugi var hætt að mestu frá Reykjavík fyrir nærri hálfri öld þar sem þotur þess tíma þóttu of háværar og kröfðust lengri flugbrauta. Þessi nýja kynslóð flugvéla breytir þeim forsendum. Ekki aðeins er Bombardier-þotan sögð afar hljóðlát heldur einnig sparneytin og svo segir flugstjórinn okkur að flugbrautirnar í Reykjavík séu nægilegar langar. „Já, þess vegna erum við að koma hingað í dag og eins og þú veist er nokkuð hvasst hér í dag. Við ráðum vel við brautina. Við verðum með fulla tanka af eldsneyti við flugtak héðan og munum fljúga beint til Wichita í Kansas,“ sagði Mark Elliot fyrir flugtak en flugtíminn þangað var áætlaður um sjö og hálf klukkustund. „Við getum flogið bæði frá Keflavík og Reykjavík beint til Evrópu eða Bandaríkjanna án vandkvæða með fulla vél af farþegum,“ sagði flugstjórinn. Bombardier CS-300 á Reykjavíkurflugvelli í dag. Fulltrúar Icelandair og Flugfélags Íslands voru meðal þeirra sem skoðuðu vélina.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bombardier-þotan er framleidd í tveimur lengdum, CS 100, með sæti fyrir allt að 130 farþega, en hún þarf 1.460 metra langa flugbraut miðað við hámarksflugtaksþyngd. Lengri gerðin, CS 300, með sæti fyrir allt að 160 manns, þarf 1.890 metra flugbraut miðað við hámarksflugtaksþyngd. Þegar við fylgdumst með flugtakinu á Reykjavíkurflugvelli biðum við spenntir að sjá hvort flugstjóranum dygði hálf flugbrautin til að taka hana á loft. Jú, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2 lék hann sér að því og spurning hvort þotur eins og þessar gefi Íslendingum aftur færi á því að ferðast út í heim beint frá Reykjavík. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Stærsta þota Bombardier mátar Reykjavíkurflugvöll Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verða sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. 7. október 2016 15:00 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld voru sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. Þetta er nýjasta kynslóð af farþegaþotum, hönnuð sérstaklega til að mæta kröfum borgarsamfélaga með minni flugvelli. Framleiðendur segja að hún sé hljóðlátasta farþegaþotan sem framleidd er í heiminum í dag, með fjórfalt minna hljóðspor en eldri vélar. Hún hefur samt sem áður langt flugdrægi, sem gefur henni færi á að þjóna helstu áætlunarleiðum til og frá Íslandi. „Þessi vél er aðeins minni en stærri Boeing- og Airbus-vélarnar. Það er gap á markaðnum milli minni vélanna og Boeing- og Airbus-vélanna og við erum að reyna að brúa það bil,“ segir flugstjórinn Mark Elliot.Flugstjórinn Mark Elliot í viðtali við Stöð 2.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Millilandaflugi var hætt að mestu frá Reykjavík fyrir nærri hálfri öld þar sem þotur þess tíma þóttu of háværar og kröfðust lengri flugbrauta. Þessi nýja kynslóð flugvéla breytir þeim forsendum. Ekki aðeins er Bombardier-þotan sögð afar hljóðlát heldur einnig sparneytin og svo segir flugstjórinn okkur að flugbrautirnar í Reykjavík séu nægilegar langar. „Já, þess vegna erum við að koma hingað í dag og eins og þú veist er nokkuð hvasst hér í dag. Við ráðum vel við brautina. Við verðum með fulla tanka af eldsneyti við flugtak héðan og munum fljúga beint til Wichita í Kansas,“ sagði Mark Elliot fyrir flugtak en flugtíminn þangað var áætlaður um sjö og hálf klukkustund. „Við getum flogið bæði frá Keflavík og Reykjavík beint til Evrópu eða Bandaríkjanna án vandkvæða með fulla vél af farþegum,“ sagði flugstjórinn. Bombardier CS-300 á Reykjavíkurflugvelli í dag. Fulltrúar Icelandair og Flugfélags Íslands voru meðal þeirra sem skoðuðu vélina.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bombardier-þotan er framleidd í tveimur lengdum, CS 100, með sæti fyrir allt að 130 farþega, en hún þarf 1.460 metra langa flugbraut miðað við hámarksflugtaksþyngd. Lengri gerðin, CS 300, með sæti fyrir allt að 160 manns, þarf 1.890 metra flugbraut miðað við hámarksflugtaksþyngd. Þegar við fylgdumst með flugtakinu á Reykjavíkurflugvelli biðum við spenntir að sjá hvort flugstjóranum dygði hálf flugbrautin til að taka hana á loft. Jú, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2 lék hann sér að því og spurning hvort þotur eins og þessar gefi Íslendingum aftur færi á því að ferðast út í heim beint frá Reykjavík.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Stærsta þota Bombardier mátar Reykjavíkurflugvöll Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verða sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. 7. október 2016 15:00 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
Stærsta þota Bombardier mátar Reykjavíkurflugvöll Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verða sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. 7. október 2016 15:00