Okkar sameiginlegi sjóður Fjölnir Sæmundsson skrifar 23. september 2016 07:00 Í fréttum undanfarið hefur mátt lesa um vonir margra um betra og réttlátara samfélag. Algeng ósk er að heilbrigðiskerfið verði endurreist og að kostnaður sjúklinga lækki. Margir leggja áherslu á að bætur til eldri borgara og öryrkja verði að hækka til þess að þessir hópar geti lifað mannsæmandi lífi. Margar stofnanir samfélagsins segjast á sama tíma búa við svo alvarlegan fjárskort að þær geti vart rekið sig. Við þessar aðstæður hlýtur maður að spyrja sig hvort það samfélag sem við höfum verið að byggja upp undanfarna áratugi gangi einfaldlega upp. Í þessu ástandi þar sem stór hluti almennings kallar eftir aukinni aðstoð ríkis og sveitarfélaga vekur það furðu mína að á sama tíma séu hópar fólks sem vilji lækka tekjur ríkisins. Talað er um að nauðsynlegt sé að lækka skatta og gjöld hjá atvinnulífinu jafnvel þótt ógnargróði bæði fjármála- og sjávarútvegsfyrirtækja blasi við. Sumir sem gera sig gildandi í umræðunni virðast ekki vilja sjá tengsl á milli skattheimtu og möguleika okkar á því að byggja upp réttlátt samfélag. Margir virðast líta á skatta sem refsingu og vilja ekki átta sig á því að fyrir þá upphæð sem þeir greiða í skatt séu þeir að greiða fyrir þá þjónustu. Þingmenn, varaþingmenn og væntanlega frambjóðendur vara við skattpíningu ef aðrir flokkar en þeir sem nú stjórna komast til valda. Sagt er að skattgreiðendur verði að halda fast um budduna og að ríkið ætli að seilast í vasa þeirra. Þegar fólk sem svona skrifar er spurt hvernig eigi að bæta hag ríkisins eða bæta heilbrigðiskerfið er talað um hagræðingu eða hið útþynnta hugtak að skoða hlutina heildstætt. Því miður er það svo að eina hagræðingin sem ég, sem einn úr hópi skattgreiðenda, man eftir var lækkun auðlindagjalds í sjávarútvegi sem ég sé ekki að hafi skilað sér í bættum hag ríkissjóðs. Það sem truflar mig í umræðunni um vandamál okkar samfélags er skortur á vilja margra að geiða skatta. Viðhorfið til skattheimtu virðist almennt vera að verið sé, með ósanngjörnum hætti, að lækka ráðstöfunartekjur fólks. Mín skoðun er að fólk ætti heldur að sjá það sem fjárfest er fyrir skattfé okkar. Það er borin von að heilbrigðisþjónusta á Íslandi verði ókeypis ef fólk er ekki tilbúið að greiða skatta. Snýst um siðferði Að þessu sögðu blasir við sú sorglega staðreynd að stór hópur fólks reynir með ýmsum ráðum að komast undan skattgreiðslum. Lögmenn og aðrir ráðgjafar hafa látið hafa eftir sér að það sé ekki ólöglegt að komast undan því að greiða skatt með því að nýta sér glufur í skattkerfinu. Það er jafnvel svo að æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafa legið undir grun um að komast hjá skattgreiðslum. Í mínum huga snýst umræðan um skattaundanskot, aflandsfélög eða skattaskjól ekki bara um lög heldur einnig og ekki síður um siðferði. Þetta er spurning um siðferði hvers og eins. Hvort hann er tilbúinn til að taka þátt í að byggja um samfélagið og sjá til þess að þeir sem eru hjálpar þurfi geti lifað með reisn? Ég tel afar mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að afstaða til skattheimtu snýst um lífssýn. Mín lífssýn er sú að mér þykir sanngjarnt að ég greiði hærri skatt en sá sem hefur lægri tekjur en ég. Í stéttarfélagi mínu greiði ég hærri krónutölu í félagsgjöld en þeir sem eru á lægri launum. Mér þykir það sjálfsagt og á undan mér voru aðrir sem greiddu meira. Með því að skila mínu til samfélagsins lít ég þannig á að ég sé að skapa frelsi fyrir marga hópa þess. Góðar tekjur ríkisins skapa aukin gæði í samfélaginu sem í framhaldinu skapa ólíkum hópum frelsi til að standa betur fjárhagslega. Þeir sem segjast vilja auka hagsæld þeirra sem standa höllum fæti geta ekki á sama tíma talað um að lækka tekjur ríkisins eða reynt að koma sjálfum sér undan skattgreiðslum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í fréttum undanfarið hefur mátt lesa um vonir margra um betra og réttlátara samfélag. Algeng ósk er að heilbrigðiskerfið verði endurreist og að kostnaður sjúklinga lækki. Margir leggja áherslu á að bætur til eldri borgara og öryrkja verði að hækka til þess að þessir hópar geti lifað mannsæmandi lífi. Margar stofnanir samfélagsins segjast á sama tíma búa við svo alvarlegan fjárskort að þær geti vart rekið sig. Við þessar aðstæður hlýtur maður að spyrja sig hvort það samfélag sem við höfum verið að byggja upp undanfarna áratugi gangi einfaldlega upp. Í þessu ástandi þar sem stór hluti almennings kallar eftir aukinni aðstoð ríkis og sveitarfélaga vekur það furðu mína að á sama tíma séu hópar fólks sem vilji lækka tekjur ríkisins. Talað er um að nauðsynlegt sé að lækka skatta og gjöld hjá atvinnulífinu jafnvel þótt ógnargróði bæði fjármála- og sjávarútvegsfyrirtækja blasi við. Sumir sem gera sig gildandi í umræðunni virðast ekki vilja sjá tengsl á milli skattheimtu og möguleika okkar á því að byggja upp réttlátt samfélag. Margir virðast líta á skatta sem refsingu og vilja ekki átta sig á því að fyrir þá upphæð sem þeir greiða í skatt séu þeir að greiða fyrir þá þjónustu. Þingmenn, varaþingmenn og væntanlega frambjóðendur vara við skattpíningu ef aðrir flokkar en þeir sem nú stjórna komast til valda. Sagt er að skattgreiðendur verði að halda fast um budduna og að ríkið ætli að seilast í vasa þeirra. Þegar fólk sem svona skrifar er spurt hvernig eigi að bæta hag ríkisins eða bæta heilbrigðiskerfið er talað um hagræðingu eða hið útþynnta hugtak að skoða hlutina heildstætt. Því miður er það svo að eina hagræðingin sem ég, sem einn úr hópi skattgreiðenda, man eftir var lækkun auðlindagjalds í sjávarútvegi sem ég sé ekki að hafi skilað sér í bættum hag ríkissjóðs. Það sem truflar mig í umræðunni um vandamál okkar samfélags er skortur á vilja margra að geiða skatta. Viðhorfið til skattheimtu virðist almennt vera að verið sé, með ósanngjörnum hætti, að lækka ráðstöfunartekjur fólks. Mín skoðun er að fólk ætti heldur að sjá það sem fjárfest er fyrir skattfé okkar. Það er borin von að heilbrigðisþjónusta á Íslandi verði ókeypis ef fólk er ekki tilbúið að greiða skatta. Snýst um siðferði Að þessu sögðu blasir við sú sorglega staðreynd að stór hópur fólks reynir með ýmsum ráðum að komast undan skattgreiðslum. Lögmenn og aðrir ráðgjafar hafa látið hafa eftir sér að það sé ekki ólöglegt að komast undan því að greiða skatt með því að nýta sér glufur í skattkerfinu. Það er jafnvel svo að æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafa legið undir grun um að komast hjá skattgreiðslum. Í mínum huga snýst umræðan um skattaundanskot, aflandsfélög eða skattaskjól ekki bara um lög heldur einnig og ekki síður um siðferði. Þetta er spurning um siðferði hvers og eins. Hvort hann er tilbúinn til að taka þátt í að byggja um samfélagið og sjá til þess að þeir sem eru hjálpar þurfi geti lifað með reisn? Ég tel afar mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að afstaða til skattheimtu snýst um lífssýn. Mín lífssýn er sú að mér þykir sanngjarnt að ég greiði hærri skatt en sá sem hefur lægri tekjur en ég. Í stéttarfélagi mínu greiði ég hærri krónutölu í félagsgjöld en þeir sem eru á lægri launum. Mér þykir það sjálfsagt og á undan mér voru aðrir sem greiddu meira. Með því að skila mínu til samfélagsins lít ég þannig á að ég sé að skapa frelsi fyrir marga hópa þess. Góðar tekjur ríkisins skapa aukin gæði í samfélaginu sem í framhaldinu skapa ólíkum hópum frelsi til að standa betur fjárhagslega. Þeir sem segjast vilja auka hagsæld þeirra sem standa höllum fæti geta ekki á sama tíma talað um að lækka tekjur ríkisins eða reynt að koma sjálfum sér undan skattgreiðslum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun