Velvildin í vaskinn Ívar Halldórsson skrifar 26. september 2016 13:16 Ég fór í gossjálfssalan og fjárfesti í ískaldri Pepsi Max flösku. Kvikmyndin var að hefjast og ég náði að koma mér fyrir miðsvæðis í salnum fyrir framan hvíta bíótjaldið. Allt var eins og það átti að vera...en þá varð mér ljóst að gosið sem ég keypti var algjörlega goslaust. Flaskan kostaði 340 krónur, sem er mikill peningur fyrir takmarkað magn af köldum vökvanum, en ég ákvað að gera ekkert veður út af þessu. Ég var búinn að drekka rúmlega helminginn af flöskunni þegar hlé var gert á kvikmyndasýningunni og ekki laust við að ég væri svolítið ósáttur við goskaupin. Ég ákvað að kíkja fram með flöskuna og athuga hvort ég gæti höfðað til góðvildar þeirra sem voru að afgreiða svanga bíógesti í hálfleik. Ég var enn staðráðinn í að gera ekkert mál út af þessu, enda búinn að drekka mikið af innihaldinu. Ung afgreiðslustúlka brosir til mín og spyr mig hvort hún geti aðstoðað. Ég fer til hennar og segi henni frá goslausu flöskunni sem ég hafði fengið úr sjálfsalanum þeirra. Ég sagði að ég hafði reynt að gera mér drykkinn að góðu en hefði komist að því að ég vildi ekki klára drykkinn. Ég spurði hana hvort hún gæti gefið mér lítið gosglas í sárabætur. Hún hellti gosi í 0,4 lítra gosglas og fékk mér það. Ég var sáttur upp fyrir haus, þakkaði fyrir mig, tók sopa af betra gosi og taldi að þar með væri allt í góðu. En svo var víst ekki... Því næst bað hún mig að borga fyrir gosglasið. Það var augljóst að hún hafði eitthvað misskilið um hvað þetta allt snerist og sagðist ég ekki vera sáttur við að borga fyrir drykk sem mér skildist að hún hefði látið mig fá til að bæta mér upp kaup á gallaðri vöru. Hún bað mig að bíða meðan hún færi og fyndi yfirmann til að ráðfæra sig við. Hún gekk um allt í leita að yfirmanni en virtist ekki finna hann. Eftir talsverða bið fór ég að hafa áhyggjur af því að myndin yrði byrjuð áður en samningum yrði náð. Hún fann þó loks aðra stúlku sem hún ræddi við á meðan við og fleiri bíógestir biðu með bakið í samræðurnar. Þá gerðist hið óvænta... Hún gekk rösklega til baka og stóð loks aftur andspænis mér við afgreiðsluborðið. Án þess að segja neitt tók hún litla gosglasið (sem ég var búinn að drekka einn eða tvo sopa af), tók lokið af glasinu og hellti helmingi innihaldsins í vaskinn sem var á milli okkar. Hún rétti mér 0,2 lítrana sem eftir voru í litla gosglasinu aftur...orðlaust. Ég tók sopa en fannst mér vera svo skítugur eitthvað að ég skildi gosglasið eftir á afgreiðsluborðinu og gekk afvopnaður aftur inn í bíósalinn. Blákalt „Nei!“, hefði verið betra. Kjaftshögg hefði verið betra. Orðlaus... Niðurstaða þeirra sem stýrðu þjónustunni þar á bæ var þá sú að betra væri að henda fullkomlega góðum gosdrykk í vaskinn – en að heiðarlegur bíógestur sem lenti á slæmu eintaki af dýrum gosdrykk fengi að drekka hann. Mér leið reyndar um stund eins og að ég væri undir sterkum grun um einhvers konar svik - að ég væri að reyna að hafa vörur af fyrirtækinu með óheiðarlegum hætti... ...í 0,4 lítra skömmtum. Það er víst ekki á hverjum degi sem girt er niður mann með gosglasi. Gæti verið að skattaglöð ríkisstjórnin hafi verið nýbúin að taka við rekstri kvikmyndahússins og þetta hafi einfaldlega verið hlutfall verðmætanna sem átti að fara í vaskinn? ... eða fara í eitthvað annað, bara eitthvað allt annað en í það að þjónusta þann sem upphaflega borgaði fyrir þjónustuna og vöruna í góðri trú, með peningum sínum? Ég hugsaði þarna á einhverjum tímapunkti um að halda ræðuna um öll hungruðu börnin í heiminum... ...en sleppti því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég fór í gossjálfssalan og fjárfesti í ískaldri Pepsi Max flösku. Kvikmyndin var að hefjast og ég náði að koma mér fyrir miðsvæðis í salnum fyrir framan hvíta bíótjaldið. Allt var eins og það átti að vera...en þá varð mér ljóst að gosið sem ég keypti var algjörlega goslaust. Flaskan kostaði 340 krónur, sem er mikill peningur fyrir takmarkað magn af köldum vökvanum, en ég ákvað að gera ekkert veður út af þessu. Ég var búinn að drekka rúmlega helminginn af flöskunni þegar hlé var gert á kvikmyndasýningunni og ekki laust við að ég væri svolítið ósáttur við goskaupin. Ég ákvað að kíkja fram með flöskuna og athuga hvort ég gæti höfðað til góðvildar þeirra sem voru að afgreiða svanga bíógesti í hálfleik. Ég var enn staðráðinn í að gera ekkert mál út af þessu, enda búinn að drekka mikið af innihaldinu. Ung afgreiðslustúlka brosir til mín og spyr mig hvort hún geti aðstoðað. Ég fer til hennar og segi henni frá goslausu flöskunni sem ég hafði fengið úr sjálfsalanum þeirra. Ég sagði að ég hafði reynt að gera mér drykkinn að góðu en hefði komist að því að ég vildi ekki klára drykkinn. Ég spurði hana hvort hún gæti gefið mér lítið gosglas í sárabætur. Hún hellti gosi í 0,4 lítra gosglas og fékk mér það. Ég var sáttur upp fyrir haus, þakkaði fyrir mig, tók sopa af betra gosi og taldi að þar með væri allt í góðu. En svo var víst ekki... Því næst bað hún mig að borga fyrir gosglasið. Það var augljóst að hún hafði eitthvað misskilið um hvað þetta allt snerist og sagðist ég ekki vera sáttur við að borga fyrir drykk sem mér skildist að hún hefði látið mig fá til að bæta mér upp kaup á gallaðri vöru. Hún bað mig að bíða meðan hún færi og fyndi yfirmann til að ráðfæra sig við. Hún gekk um allt í leita að yfirmanni en virtist ekki finna hann. Eftir talsverða bið fór ég að hafa áhyggjur af því að myndin yrði byrjuð áður en samningum yrði náð. Hún fann þó loks aðra stúlku sem hún ræddi við á meðan við og fleiri bíógestir biðu með bakið í samræðurnar. Þá gerðist hið óvænta... Hún gekk rösklega til baka og stóð loks aftur andspænis mér við afgreiðsluborðið. Án þess að segja neitt tók hún litla gosglasið (sem ég var búinn að drekka einn eða tvo sopa af), tók lokið af glasinu og hellti helmingi innihaldsins í vaskinn sem var á milli okkar. Hún rétti mér 0,2 lítrana sem eftir voru í litla gosglasinu aftur...orðlaust. Ég tók sopa en fannst mér vera svo skítugur eitthvað að ég skildi gosglasið eftir á afgreiðsluborðinu og gekk afvopnaður aftur inn í bíósalinn. Blákalt „Nei!“, hefði verið betra. Kjaftshögg hefði verið betra. Orðlaus... Niðurstaða þeirra sem stýrðu þjónustunni þar á bæ var þá sú að betra væri að henda fullkomlega góðum gosdrykk í vaskinn – en að heiðarlegur bíógestur sem lenti á slæmu eintaki af dýrum gosdrykk fengi að drekka hann. Mér leið reyndar um stund eins og að ég væri undir sterkum grun um einhvers konar svik - að ég væri að reyna að hafa vörur af fyrirtækinu með óheiðarlegum hætti... ...í 0,4 lítra skömmtum. Það er víst ekki á hverjum degi sem girt er niður mann með gosglasi. Gæti verið að skattaglöð ríkisstjórnin hafi verið nýbúin að taka við rekstri kvikmyndahússins og þetta hafi einfaldlega verið hlutfall verðmætanna sem átti að fara í vaskinn? ... eða fara í eitthvað annað, bara eitthvað allt annað en í það að þjónusta þann sem upphaflega borgaði fyrir þjónustuna og vöruna í góðri trú, með peningum sínum? Ég hugsaði þarna á einhverjum tímapunkti um að halda ræðuna um öll hungruðu börnin í heiminum... ...en sleppti því.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun