Grundvallarmunur Logi Einarsson skrifar 12. september 2016 10:00 Á Sprengisandi, þann 14. ágúst síðastliðinn, útskýrði Sigríður Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, með skýrum hætti, að hægri menn litu ekki á skattkerfið sem jöfnunartæki; það væri einungis til tekjuöflunar. Bætur væru hugsaðar til þess að jafna kjörin. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en það er bæði heiðarlegt og hreinskilið af þingkonunni að lýsa þessu yfir á jafn afdráttarlausan hátt. Því er nefnilega oft haldið fram að enginn munur sé á stefnum stjórnmálaflokkanna. Hann kemur þó kannski einna skýrast fram í afstöðu þeirra til skatta. Fyrir skattfé hefur okkur þrátt fyrir allt tekist að byggja upp ágætt mennta- og heilbrigðiskerfi og þokkalegar samgöngur, en við þurfum að gera mun betur á mörgum sviðum. Jafnaðarmenn líta þó ekki eingöngu á skattheimtu sem leið til tekjuöflunar, heldur einnig til jöfnunar á aðstöðu fólks. Þrepaskipt skattkerfi er réttlát leið til að jafna kjör manna. Við teljum aukinn jöfnuð vænlega leið til þess að byggja upp friðsælt, lífvænlegt og fjölbreytt samfélag. Besta tryggingin fyrir því að sem mest náist út úr mannauðnum, er að gefa öllum sem best tækifæri til þess að þroska hæfileika sína. Með því að dreifa byrðunum eftir getu hvers og eins, er hægt að tryggja öllum aðgang að skólum, heilbrigðisþjónustu, félagslífi og öðru sem í dag eru sjálfsögð mannréttindi. Mér er reyndar til efs að margir hafi ráðist í skynsamlegri fjárfestingu en það að greiða skattinn sinn. Á þessu kjörtímabili hafa stjórnvöld minnkað álögur á efnuðustu íbúana, lagt drög að fækkun skattþrepa og lækkað greiðslur vaxta- og barnabóta um á annan tug milljarða króna. Þetta er skýrt merki um að núverandi stjórnvöld líta ekki á það sem hlutverk sitt að jafna kjörin. Samfylkingin vill öfluga samneyslu, þar sem þeir aflögufæru greiða hlutfallslega meira til samfélagsins en efnaminna fólki er hlíft. Þannig er öllum gert kleift að njóta þeirra gæða sem landið hefur upp á að bjóða, og er sannarlega sameign okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Á Sprengisandi, þann 14. ágúst síðastliðinn, útskýrði Sigríður Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, með skýrum hætti, að hægri menn litu ekki á skattkerfið sem jöfnunartæki; það væri einungis til tekjuöflunar. Bætur væru hugsaðar til þess að jafna kjörin. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en það er bæði heiðarlegt og hreinskilið af þingkonunni að lýsa þessu yfir á jafn afdráttarlausan hátt. Því er nefnilega oft haldið fram að enginn munur sé á stefnum stjórnmálaflokkanna. Hann kemur þó kannski einna skýrast fram í afstöðu þeirra til skatta. Fyrir skattfé hefur okkur þrátt fyrir allt tekist að byggja upp ágætt mennta- og heilbrigðiskerfi og þokkalegar samgöngur, en við þurfum að gera mun betur á mörgum sviðum. Jafnaðarmenn líta þó ekki eingöngu á skattheimtu sem leið til tekjuöflunar, heldur einnig til jöfnunar á aðstöðu fólks. Þrepaskipt skattkerfi er réttlát leið til að jafna kjör manna. Við teljum aukinn jöfnuð vænlega leið til þess að byggja upp friðsælt, lífvænlegt og fjölbreytt samfélag. Besta tryggingin fyrir því að sem mest náist út úr mannauðnum, er að gefa öllum sem best tækifæri til þess að þroska hæfileika sína. Með því að dreifa byrðunum eftir getu hvers og eins, er hægt að tryggja öllum aðgang að skólum, heilbrigðisþjónustu, félagslífi og öðru sem í dag eru sjálfsögð mannréttindi. Mér er reyndar til efs að margir hafi ráðist í skynsamlegri fjárfestingu en það að greiða skattinn sinn. Á þessu kjörtímabili hafa stjórnvöld minnkað álögur á efnuðustu íbúana, lagt drög að fækkun skattþrepa og lækkað greiðslur vaxta- og barnabóta um á annan tug milljarða króna. Þetta er skýrt merki um að núverandi stjórnvöld líta ekki á það sem hlutverk sitt að jafna kjörin. Samfylkingin vill öfluga samneyslu, þar sem þeir aflögufæru greiða hlutfallslega meira til samfélagsins en efnaminna fólki er hlíft. Þannig er öllum gert kleift að njóta þeirra gæða sem landið hefur upp á að bjóða, og er sannarlega sameign okkar allra.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar