Aukin gæði í ferðaþjónustu Logi Einarsson skrifar 14. september 2016 09:00 Uppbygging innviða ferðaþjónustunnar hefur því miður ekki verið fyrirferðarmikil á kjörtímabilinu. Ef ekkert verður að gert getur farið illa fyrir þessari mikilvægu atvinnugrein og umhverfið mun líða. Það litla sem er framkvæmt er oft metnaðarlítið, sundurleitt og úr takti við umhverfið. Fjárfesting einkafyrirtækja er furðu oft í líkum stíl. Gróðasjónarmið ráða gjarna för og hraðinn algengur fylgifiskur. Þetta á jafnt við um gistiaðstöðu, bílaleigur, matsölustaði og afþreyingu. Kannski er ekki nema von að einkaaðilar séu stundum metnaðarlausir þegar ríkið gengur á undan með slæmu fordæmi. Í heimi sem verður sífellt einsleitari verður hið smáa og sérstaka stöðugt verðmætara. Þar liggur ábyggilega óinnleystur hagvöxtur ferðaþjónustunnar. Við getum vaknað upp á hóteli nánast hvar sem er í heiminum og litast um, án þess að hafa hugmynd um í hvaða borg við erum: Pálmatré í lobbíinu, egg og beikon í morgunmat og símynstrað gólfteppi á göngunum. Þegar við löbbum út mæta okkur keimlíkar verslunarmiðstöðvar, alþjóðlegar skyndibitakeðjur og afþreying byggð á tísku líðandi stundar. Hér liggur gríðarlegt tækifæri; það er að verða ekki sjálf þessari flatneskju að bráð. Við ættum að gefa sérstöðu okkar miklu betri gaum og byggja á henni. Hið opinbera þarf að marka skýra framkvæmdaáætlun innviða, með gæði, varanleika og umhyggju fyrir náttúru og staðháttum að leiðarljósi. Umfram allt þarf að finna leiðir til að dreifa ferðamönnum betur um landið. Í því felst skilvirk byggðastefna. Lærum af öðrum þjóðum, t.d. Norðmönnum sem hafa byggt upp net spennandi áfangastaða meðfram vesturströndinni. Útsýnispallar, stígar, salernisaðstaða og fleira. Hönnuð og byggð af metnaði. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið á slóðinni www.nasjonaleturistveger.noAð sjálfsögðu kostar vönduð uppbygging talsvert fé, en við höfum ekki ráð á að tjalda til einnar nætur. Eðlilegast er að ferðamenn greiði hluta þess kostnaðar. Innheimta þarf fullan virðisaukaskatt af ferðaþjónustunni og ráðstafa hluta fjárins í verkefni víða um land. Slíkt gjald gæti skilað um 10 milljörðum árlega. Sveitarfélögin þurfa að fá sinn skerf af þeim peningum. Í guðanna bænum ráðumst í þetta með langtímahagsmuni að leiðarljósi en ekki skammtímasjónarmið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Uppbygging innviða ferðaþjónustunnar hefur því miður ekki verið fyrirferðarmikil á kjörtímabilinu. Ef ekkert verður að gert getur farið illa fyrir þessari mikilvægu atvinnugrein og umhverfið mun líða. Það litla sem er framkvæmt er oft metnaðarlítið, sundurleitt og úr takti við umhverfið. Fjárfesting einkafyrirtækja er furðu oft í líkum stíl. Gróðasjónarmið ráða gjarna för og hraðinn algengur fylgifiskur. Þetta á jafnt við um gistiaðstöðu, bílaleigur, matsölustaði og afþreyingu. Kannski er ekki nema von að einkaaðilar séu stundum metnaðarlausir þegar ríkið gengur á undan með slæmu fordæmi. Í heimi sem verður sífellt einsleitari verður hið smáa og sérstaka stöðugt verðmætara. Þar liggur ábyggilega óinnleystur hagvöxtur ferðaþjónustunnar. Við getum vaknað upp á hóteli nánast hvar sem er í heiminum og litast um, án þess að hafa hugmynd um í hvaða borg við erum: Pálmatré í lobbíinu, egg og beikon í morgunmat og símynstrað gólfteppi á göngunum. Þegar við löbbum út mæta okkur keimlíkar verslunarmiðstöðvar, alþjóðlegar skyndibitakeðjur og afþreying byggð á tísku líðandi stundar. Hér liggur gríðarlegt tækifæri; það er að verða ekki sjálf þessari flatneskju að bráð. Við ættum að gefa sérstöðu okkar miklu betri gaum og byggja á henni. Hið opinbera þarf að marka skýra framkvæmdaáætlun innviða, með gæði, varanleika og umhyggju fyrir náttúru og staðháttum að leiðarljósi. Umfram allt þarf að finna leiðir til að dreifa ferðamönnum betur um landið. Í því felst skilvirk byggðastefna. Lærum af öðrum þjóðum, t.d. Norðmönnum sem hafa byggt upp net spennandi áfangastaða meðfram vesturströndinni. Útsýnispallar, stígar, salernisaðstaða og fleira. Hönnuð og byggð af metnaði. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið á slóðinni www.nasjonaleturistveger.noAð sjálfsögðu kostar vönduð uppbygging talsvert fé, en við höfum ekki ráð á að tjalda til einnar nætur. Eðlilegast er að ferðamenn greiði hluta þess kostnaðar. Innheimta þarf fullan virðisaukaskatt af ferðaþjónustunni og ráðstafa hluta fjárins í verkefni víða um land. Slíkt gjald gæti skilað um 10 milljörðum árlega. Sveitarfélögin þurfa að fá sinn skerf af þeim peningum. Í guðanna bænum ráðumst í þetta með langtímahagsmuni að leiðarljósi en ekki skammtímasjónarmið.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun