Byggjum 1000 nýjar stúdentaíbúðir Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 5. september 2016 08:29 Sturlaðar staðreyndir: Í dag leigir Félagsstofnun stúdenta út 1100 einingar. 1160 manns eru á biðlista eftir að búið er að úthluta haustið 2016. FS býður upp á stúdentaíbúðir fyrir 9% stúdenta en markmið FS er að geta boðið 20% stúdentum upp á húsnæði. Það ríkir almennur skilningur á húsnæðisvanda ungs fólks þar sem mikill skortur er á framboði á leiguhúsnæði og litlum eignum sem henta fyrstu kaupum. Það sem vantar er aukið framboð á nýjum íbúðum á markað. Ríkið á að ráðast í samstarf við sveitarfélögin við að byggja 1000 nýjar stúdentaíbúðir. Slík aðgerð eykur framboð á litlu leiguhúsnæði, íbúðum fyrir námsmenn og styður við fólk sem er að taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum. Aðgerðin mundi fækka námsmönnum á almennum leigumarkaði sem mun minnka eftirspurn og lækka leiguverð. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum hafa snúist í kringum það að millifæra skattpeninga inn á fasteignaeigendur eða veita vissum hópum samfélagsins skattaafslætti. Eitt af því sem hægt er að finna að þeim aðgerðum er að þær styðja stöðu ákveðins hóps í ákveðinn tíma en bætir ekki húsnæðismarkaðinn fyrir komandi kynslóðir. Uppbygging stúdentaíbúða er aðgerð sem styður við ungt fólk í dag sem og komandi kynslóðir. En ég tel að við eigum að nota skattpeninga til að efla húsnæðiskerfi sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða frekar en að ákveðnir hópar njóti sérkjara í vissann tíma. Samkvæmt byggingarvísitölu í janúar 2016 kostar fermeterinn 200.407 í byggingu. Ef við miðum við að meðalstærð stúdentaíbúða sé 40 fermetrar þá myndi þessi aðgerð kosta 8 milljarða króna sem dreifist á fjögur ár eða 2 milljarða á ári. Til að setja það í samhengi þá hefur ríkisstjórnin lækkað veiðigjöld um 7.5 milljarða frá því að hún tók við völdum. Með breyttri forgangsröðun þar sem almenningur er settur í fyrsta sætið er því vel hægt að ráðast í þessa aðgerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sturlaðar staðreyndir: Í dag leigir Félagsstofnun stúdenta út 1100 einingar. 1160 manns eru á biðlista eftir að búið er að úthluta haustið 2016. FS býður upp á stúdentaíbúðir fyrir 9% stúdenta en markmið FS er að geta boðið 20% stúdentum upp á húsnæði. Það ríkir almennur skilningur á húsnæðisvanda ungs fólks þar sem mikill skortur er á framboði á leiguhúsnæði og litlum eignum sem henta fyrstu kaupum. Það sem vantar er aukið framboð á nýjum íbúðum á markað. Ríkið á að ráðast í samstarf við sveitarfélögin við að byggja 1000 nýjar stúdentaíbúðir. Slík aðgerð eykur framboð á litlu leiguhúsnæði, íbúðum fyrir námsmenn og styður við fólk sem er að taka sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum. Aðgerðin mundi fækka námsmönnum á almennum leigumarkaði sem mun minnka eftirspurn og lækka leiguverð. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum hafa snúist í kringum það að millifæra skattpeninga inn á fasteignaeigendur eða veita vissum hópum samfélagsins skattaafslætti. Eitt af því sem hægt er að finna að þeim aðgerðum er að þær styðja stöðu ákveðins hóps í ákveðinn tíma en bætir ekki húsnæðismarkaðinn fyrir komandi kynslóðir. Uppbygging stúdentaíbúða er aðgerð sem styður við ungt fólk í dag sem og komandi kynslóðir. En ég tel að við eigum að nota skattpeninga til að efla húsnæðiskerfi sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða frekar en að ákveðnir hópar njóti sérkjara í vissann tíma. Samkvæmt byggingarvísitölu í janúar 2016 kostar fermeterinn 200.407 í byggingu. Ef við miðum við að meðalstærð stúdentaíbúða sé 40 fermetrar þá myndi þessi aðgerð kosta 8 milljarða króna sem dreifist á fjögur ár eða 2 milljarða á ári. Til að setja það í samhengi þá hefur ríkisstjórnin lækkað veiðigjöld um 7.5 milljarða frá því að hún tók við völdum. Með breyttri forgangsröðun þar sem almenningur er settur í fyrsta sætið er því vel hægt að ráðast í þessa aðgerð.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar