Hvers vegna Píratar? Heimir Örn Hólmarsson skrifar 9. september 2016 09:46 Ég var búinn að gefa upp drauminn minn á því að taka þátt í stjórnmálaflokkum fyrir nokkrum árum síðan. Ég hef tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka, mismikið þó, en ég hef fengið að upplifa stemninguna innan þeirra. Upplifun mín af þessum flokkum var alltaf svipuð en hún einkenndist af valdabaráttu, óheilindum og græðgi. Birtingarmynd þessara þátta var reyndar ekki sú sama innan flokkanna en ég upplifði samt sem áður að þessi gildi voru viðhöfð innan allra þessara flokka. Einnig hefur maður orðið var við svipað mynstur af stjórnmálum í gegnum fjölmiðla. Þess vegna hafði ég ekki áhuga á að fara aftur inn í stjórnmálaflokk og taka þátt í flokksstarfi. Þrátt fyrir það lét ég undan þegar mágur minn fékk mig til að mæta á fund Pírata í vor. Þarna var fólk sem kom alls staðar að úr þjóðfélaginu og var að tala um málefni sem ég hef haft mikinn áhuga á í gegnum tíðina og mér leið virkilega vel. Eftir fundinn langaði mig í meira og ég fór að sækja fleiri fundi. Ég skildi ekki af hverju mér leið svona miklu betur innan Pírata en annarra flokka. Þegar ég var búinn að sækja all marga fundi fór ég að gera mér grein fyrir af hverju mér leið svona vel. Það voru ekki endilega málefnin sem var megin ástæðan fyrir vellíðan minni, heldur var það vegna þess að það var í raun velkomið að halda uppi rökræðum um ýmis málefni, það var enginn að sækjast eftir persónulegum frama, það vildu allir hjálpast að við að gera samfélag okkar betra fyrir alla, samhugurinn var mikill og síðast en ekki síst fann ég ekki fyrir óþægindunum sem ég hafði upplifað áður. Valdabaráttan, óheilindin og græðgin voru ekki til staðar. Píratar eru fólk, venjulegt og öflugt fólk, sem vill betra samfélag fyrir alla. Þau samfélagsmál sem mig langar að tala fyrir get ég gert innan Pírata. Allir geta tekið þátt í að marka stefnu Pírata svo framarlega sem þau mál samrýmast grunngildum Pírata. Píratar eru að vinna sína vinnu að heilindum og af hugsjón. Helgi Hrafn er skýrasta dæmið um þetta. Hann ætlar að stíga til hliðar til að leyfa öðrum að komast að á þingi og hann ætlar að koma inn í grasrótina til að styrkja hana, því þar gerast hlutirnir innan Pírata. Fólkið fær að ráða og þar stjórna engir sérhagsmunahópar flokknum. Píratar hafa alla burði til að breyta stjórnmálum á Íslandi enda mikil þörf á. Leyfum almennum þjóðfélagsþegnum sem hafa ekki verið aldir upp af stjórnmálaflokkum að komast á þing og starfa fyrir fólkið í landinu. Alþingismenn eru starfsmenn alþýðunnar og Píratar gera sér fyllilega grein fyrir því. Kjósum því talsmenn bætts lýðræðis og betra samfélags fyrir alla. Kjósum Pírata í komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var búinn að gefa upp drauminn minn á því að taka þátt í stjórnmálaflokkum fyrir nokkrum árum síðan. Ég hef tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka, mismikið þó, en ég hef fengið að upplifa stemninguna innan þeirra. Upplifun mín af þessum flokkum var alltaf svipuð en hún einkenndist af valdabaráttu, óheilindum og græðgi. Birtingarmynd þessara þátta var reyndar ekki sú sama innan flokkanna en ég upplifði samt sem áður að þessi gildi voru viðhöfð innan allra þessara flokka. Einnig hefur maður orðið var við svipað mynstur af stjórnmálum í gegnum fjölmiðla. Þess vegna hafði ég ekki áhuga á að fara aftur inn í stjórnmálaflokk og taka þátt í flokksstarfi. Þrátt fyrir það lét ég undan þegar mágur minn fékk mig til að mæta á fund Pírata í vor. Þarna var fólk sem kom alls staðar að úr þjóðfélaginu og var að tala um málefni sem ég hef haft mikinn áhuga á í gegnum tíðina og mér leið virkilega vel. Eftir fundinn langaði mig í meira og ég fór að sækja fleiri fundi. Ég skildi ekki af hverju mér leið svona miklu betur innan Pírata en annarra flokka. Þegar ég var búinn að sækja all marga fundi fór ég að gera mér grein fyrir af hverju mér leið svona vel. Það voru ekki endilega málefnin sem var megin ástæðan fyrir vellíðan minni, heldur var það vegna þess að það var í raun velkomið að halda uppi rökræðum um ýmis málefni, það var enginn að sækjast eftir persónulegum frama, það vildu allir hjálpast að við að gera samfélag okkar betra fyrir alla, samhugurinn var mikill og síðast en ekki síst fann ég ekki fyrir óþægindunum sem ég hafði upplifað áður. Valdabaráttan, óheilindin og græðgin voru ekki til staðar. Píratar eru fólk, venjulegt og öflugt fólk, sem vill betra samfélag fyrir alla. Þau samfélagsmál sem mig langar að tala fyrir get ég gert innan Pírata. Allir geta tekið þátt í að marka stefnu Pírata svo framarlega sem þau mál samrýmast grunngildum Pírata. Píratar eru að vinna sína vinnu að heilindum og af hugsjón. Helgi Hrafn er skýrasta dæmið um þetta. Hann ætlar að stíga til hliðar til að leyfa öðrum að komast að á þingi og hann ætlar að koma inn í grasrótina til að styrkja hana, því þar gerast hlutirnir innan Pírata. Fólkið fær að ráða og þar stjórna engir sérhagsmunahópar flokknum. Píratar hafa alla burði til að breyta stjórnmálum á Íslandi enda mikil þörf á. Leyfum almennum þjóðfélagsþegnum sem hafa ekki verið aldir upp af stjórnmálaflokkum að komast á þing og starfa fyrir fólkið í landinu. Alþingismenn eru starfsmenn alþýðunnar og Píratar gera sér fyllilega grein fyrir því. Kjósum því talsmenn bætts lýðræðis og betra samfélags fyrir alla. Kjósum Pírata í komandi kosningum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun