Af búvörusamningum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Stjórnmálamenn og bændur eiga það sameiginlegt í störfum sínum að ótalmargt þarf að koma til svo að endanleg útkoma erfiðisins verði ásættanleg. Íslenskir bændur standa frammi fyrir meiri áskorunum af völdum náttúruaflanna en flestir erlendir starfsbræður þeirra en ná samt að framleiða landbúnaðarafurðir á heimsmælikvarða. Þessa dagana sitja þingmenn yfir tillögum hægristjórnarinnar að búvörusamningum við bændur. Þar gerum við í VG kröfu um að jafnvægi náist á milli hagsmuna bænda og neytenda, dýravelferðar og sjálfbærrar landnýtingar. Því miður vantar nokkuð upp á að uppskeran á þingi standi undir væntingum. Fyrir skemmstu lagði Bolli Héðinsson, hagfræðingur og kennari, krók á leið sína í aðsendum pistli í Fréttablaðinu til að setja Vinstrihreyfinguna – grænt framboð undir sama hatt og stjórnarflokkana tvo. „Gróðureyðing í boði VG, Sjálfstæðis og Framsóknar“ er yfirskrift pistils Bolla þar sem hann varar við neikvæðum umhverfisáhrifum nýrra búvörusamninga, sem hann segir flokkana þrjá styðja. Við þetta er það að helst að athuga að þingmenn Vinstri grænna hafa ekki sagt að þeir styðji búvörusamningana, en við höfum verið reiðubúin að skoða hvaða breytingar til bóta er hægt að gera á þeim. Búvörusamningurinn sem Alþingi hefur nú til meðferðar er samningur hægriflokkanna við bændur, unninn án þess breiða pólitíska samráðs sem eðlilegra hefði verið í jafn umfangsmiklu máli. Vinstri græn komu fyrst að borðinu þegar samningunum var vísað til atvinnuveganefndar Alþingis, þar sem málið er nú til umræðu. Í störfum nefndarinnar hefur margt þróast til betri vegar, til dæmis hafa verið sett inn virk endurskoðunarákvæði eftir þrjú ár og skal sá tími nýttur til þess að koma með tillögur til úrbóta sem lagðar verði fyrir samningsaðila. Hvað varðar staðhæfingar Bolla um að í búvörusamningnum sé hvatt til gróðureyðingar á viðkvæmum svæðum, þá hafa fulltrúar Vinstri grænna lagt mikla áherslu á styrkari ákvæði um umhverfisþáttinn í búvörusamningnum – þótt enn sé ekki nógu langt gengið í þeim efnum að mati fulltrúa VG sem við undirstrikum m.a. í okkar nefndaráliti í atvinnuveganefnd. Þetta er í samræmi við nýsamþykkta landbúnaðarstefnu Vinstri grænna, sem kveður á um það að tryggja þurfi sjálfbæra landnýtingu, m.a. með skýrri rammaáætlun um landnýtingu, virkri beitarstjórnun í öllum landsfjórðungum og að sjálfbærni og náttúruvernd verði lykilþættir við landbúnaðarframleiðslu.Með skýrri sýn til framtíðar Þvert á það sem Bolli virðist telja, þá er landbúnaðarstefna Vinstri grænna bæði með sterkum umhverfisáherslum og með skýrri sýn til framtíðar. Hlýt ég því að hvetja hann til að kynna sér stefnuna, sem er aðgengileg á vef hreyfingarinnar. Þar getur hann líka lesið að það er skoðun landsfundar VG að það sé afar mikilvægt að stuðningskerfi landbúnaðarins sé til stöðugrar umræðu og endurskoðunar. Markmið ríkisins með stuðningi sínum er í senn að tryggja neytendum örugg og góð matvæli á hagstæðu verði og að viðhalda byggð um landið allt. Þó að margir frjálshyggjusinnar myndu vilja hafa hér einvörðungu frjálst markaðskerfi í landbúnaði – sem hætta er á að myndi leiða af sér enn frekari samþjöppun í framleiðslu og fákeppnismarkað með landbúnaðarvörur – er staðreyndin sú, að hið opinbera þarf að styðja við landbúnað og matvælaframleiðslu svo þessi framleiðsla geti þrifist og bændastéttin lifað af störfum sínum Horfumst í augu við það en tryggjum um leið viðunandi starfskilyrði bænda sem og viðunandi verð og framboð fyrir alla neytendur með umverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi. Það er hagur okkar allra.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn og bændur eiga það sameiginlegt í störfum sínum að ótalmargt þarf að koma til svo að endanleg útkoma erfiðisins verði ásættanleg. Íslenskir bændur standa frammi fyrir meiri áskorunum af völdum náttúruaflanna en flestir erlendir starfsbræður þeirra en ná samt að framleiða landbúnaðarafurðir á heimsmælikvarða. Þessa dagana sitja þingmenn yfir tillögum hægristjórnarinnar að búvörusamningum við bændur. Þar gerum við í VG kröfu um að jafnvægi náist á milli hagsmuna bænda og neytenda, dýravelferðar og sjálfbærrar landnýtingar. Því miður vantar nokkuð upp á að uppskeran á þingi standi undir væntingum. Fyrir skemmstu lagði Bolli Héðinsson, hagfræðingur og kennari, krók á leið sína í aðsendum pistli í Fréttablaðinu til að setja Vinstrihreyfinguna – grænt framboð undir sama hatt og stjórnarflokkana tvo. „Gróðureyðing í boði VG, Sjálfstæðis og Framsóknar“ er yfirskrift pistils Bolla þar sem hann varar við neikvæðum umhverfisáhrifum nýrra búvörusamninga, sem hann segir flokkana þrjá styðja. Við þetta er það að helst að athuga að þingmenn Vinstri grænna hafa ekki sagt að þeir styðji búvörusamningana, en við höfum verið reiðubúin að skoða hvaða breytingar til bóta er hægt að gera á þeim. Búvörusamningurinn sem Alþingi hefur nú til meðferðar er samningur hægriflokkanna við bændur, unninn án þess breiða pólitíska samráðs sem eðlilegra hefði verið í jafn umfangsmiklu máli. Vinstri græn komu fyrst að borðinu þegar samningunum var vísað til atvinnuveganefndar Alþingis, þar sem málið er nú til umræðu. Í störfum nefndarinnar hefur margt þróast til betri vegar, til dæmis hafa verið sett inn virk endurskoðunarákvæði eftir þrjú ár og skal sá tími nýttur til þess að koma með tillögur til úrbóta sem lagðar verði fyrir samningsaðila. Hvað varðar staðhæfingar Bolla um að í búvörusamningnum sé hvatt til gróðureyðingar á viðkvæmum svæðum, þá hafa fulltrúar Vinstri grænna lagt mikla áherslu á styrkari ákvæði um umhverfisþáttinn í búvörusamningnum – þótt enn sé ekki nógu langt gengið í þeim efnum að mati fulltrúa VG sem við undirstrikum m.a. í okkar nefndaráliti í atvinnuveganefnd. Þetta er í samræmi við nýsamþykkta landbúnaðarstefnu Vinstri grænna, sem kveður á um það að tryggja þurfi sjálfbæra landnýtingu, m.a. með skýrri rammaáætlun um landnýtingu, virkri beitarstjórnun í öllum landsfjórðungum og að sjálfbærni og náttúruvernd verði lykilþættir við landbúnaðarframleiðslu.Með skýrri sýn til framtíðar Þvert á það sem Bolli virðist telja, þá er landbúnaðarstefna Vinstri grænna bæði með sterkum umhverfisáherslum og með skýrri sýn til framtíðar. Hlýt ég því að hvetja hann til að kynna sér stefnuna, sem er aðgengileg á vef hreyfingarinnar. Þar getur hann líka lesið að það er skoðun landsfundar VG að það sé afar mikilvægt að stuðningskerfi landbúnaðarins sé til stöðugrar umræðu og endurskoðunar. Markmið ríkisins með stuðningi sínum er í senn að tryggja neytendum örugg og góð matvæli á hagstæðu verði og að viðhalda byggð um landið allt. Þó að margir frjálshyggjusinnar myndu vilja hafa hér einvörðungu frjálst markaðskerfi í landbúnaði – sem hætta er á að myndi leiða af sér enn frekari samþjöppun í framleiðslu og fákeppnismarkað með landbúnaðarvörur – er staðreyndin sú, að hið opinbera þarf að styðja við landbúnað og matvælaframleiðslu svo þessi framleiðsla geti þrifist og bændastéttin lifað af störfum sínum Horfumst í augu við það en tryggjum um leið viðunandi starfskilyrði bænda sem og viðunandi verð og framboð fyrir alla neytendur með umverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi. Það er hagur okkar allra.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar