Af búvörusamningum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Stjórnmálamenn og bændur eiga það sameiginlegt í störfum sínum að ótalmargt þarf að koma til svo að endanleg útkoma erfiðisins verði ásættanleg. Íslenskir bændur standa frammi fyrir meiri áskorunum af völdum náttúruaflanna en flestir erlendir starfsbræður þeirra en ná samt að framleiða landbúnaðarafurðir á heimsmælikvarða. Þessa dagana sitja þingmenn yfir tillögum hægristjórnarinnar að búvörusamningum við bændur. Þar gerum við í VG kröfu um að jafnvægi náist á milli hagsmuna bænda og neytenda, dýravelferðar og sjálfbærrar landnýtingar. Því miður vantar nokkuð upp á að uppskeran á þingi standi undir væntingum. Fyrir skemmstu lagði Bolli Héðinsson, hagfræðingur og kennari, krók á leið sína í aðsendum pistli í Fréttablaðinu til að setja Vinstrihreyfinguna – grænt framboð undir sama hatt og stjórnarflokkana tvo. „Gróðureyðing í boði VG, Sjálfstæðis og Framsóknar“ er yfirskrift pistils Bolla þar sem hann varar við neikvæðum umhverfisáhrifum nýrra búvörusamninga, sem hann segir flokkana þrjá styðja. Við þetta er það að helst að athuga að þingmenn Vinstri grænna hafa ekki sagt að þeir styðji búvörusamningana, en við höfum verið reiðubúin að skoða hvaða breytingar til bóta er hægt að gera á þeim. Búvörusamningurinn sem Alþingi hefur nú til meðferðar er samningur hægriflokkanna við bændur, unninn án þess breiða pólitíska samráðs sem eðlilegra hefði verið í jafn umfangsmiklu máli. Vinstri græn komu fyrst að borðinu þegar samningunum var vísað til atvinnuveganefndar Alþingis, þar sem málið er nú til umræðu. Í störfum nefndarinnar hefur margt þróast til betri vegar, til dæmis hafa verið sett inn virk endurskoðunarákvæði eftir þrjú ár og skal sá tími nýttur til þess að koma með tillögur til úrbóta sem lagðar verði fyrir samningsaðila. Hvað varðar staðhæfingar Bolla um að í búvörusamningnum sé hvatt til gróðureyðingar á viðkvæmum svæðum, þá hafa fulltrúar Vinstri grænna lagt mikla áherslu á styrkari ákvæði um umhverfisþáttinn í búvörusamningnum – þótt enn sé ekki nógu langt gengið í þeim efnum að mati fulltrúa VG sem við undirstrikum m.a. í okkar nefndaráliti í atvinnuveganefnd. Þetta er í samræmi við nýsamþykkta landbúnaðarstefnu Vinstri grænna, sem kveður á um það að tryggja þurfi sjálfbæra landnýtingu, m.a. með skýrri rammaáætlun um landnýtingu, virkri beitarstjórnun í öllum landsfjórðungum og að sjálfbærni og náttúruvernd verði lykilþættir við landbúnaðarframleiðslu.Með skýrri sýn til framtíðar Þvert á það sem Bolli virðist telja, þá er landbúnaðarstefna Vinstri grænna bæði með sterkum umhverfisáherslum og með skýrri sýn til framtíðar. Hlýt ég því að hvetja hann til að kynna sér stefnuna, sem er aðgengileg á vef hreyfingarinnar. Þar getur hann líka lesið að það er skoðun landsfundar VG að það sé afar mikilvægt að stuðningskerfi landbúnaðarins sé til stöðugrar umræðu og endurskoðunar. Markmið ríkisins með stuðningi sínum er í senn að tryggja neytendum örugg og góð matvæli á hagstæðu verði og að viðhalda byggð um landið allt. Þó að margir frjálshyggjusinnar myndu vilja hafa hér einvörðungu frjálst markaðskerfi í landbúnaði – sem hætta er á að myndi leiða af sér enn frekari samþjöppun í framleiðslu og fákeppnismarkað með landbúnaðarvörur – er staðreyndin sú, að hið opinbera þarf að styðja við landbúnað og matvælaframleiðslu svo þessi framleiðsla geti þrifist og bændastéttin lifað af störfum sínum Horfumst í augu við það en tryggjum um leið viðunandi starfskilyrði bænda sem og viðunandi verð og framboð fyrir alla neytendur með umverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi. Það er hagur okkar allra.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn og bændur eiga það sameiginlegt í störfum sínum að ótalmargt þarf að koma til svo að endanleg útkoma erfiðisins verði ásættanleg. Íslenskir bændur standa frammi fyrir meiri áskorunum af völdum náttúruaflanna en flestir erlendir starfsbræður þeirra en ná samt að framleiða landbúnaðarafurðir á heimsmælikvarða. Þessa dagana sitja þingmenn yfir tillögum hægristjórnarinnar að búvörusamningum við bændur. Þar gerum við í VG kröfu um að jafnvægi náist á milli hagsmuna bænda og neytenda, dýravelferðar og sjálfbærrar landnýtingar. Því miður vantar nokkuð upp á að uppskeran á þingi standi undir væntingum. Fyrir skemmstu lagði Bolli Héðinsson, hagfræðingur og kennari, krók á leið sína í aðsendum pistli í Fréttablaðinu til að setja Vinstrihreyfinguna – grænt framboð undir sama hatt og stjórnarflokkana tvo. „Gróðureyðing í boði VG, Sjálfstæðis og Framsóknar“ er yfirskrift pistils Bolla þar sem hann varar við neikvæðum umhverfisáhrifum nýrra búvörusamninga, sem hann segir flokkana þrjá styðja. Við þetta er það að helst að athuga að þingmenn Vinstri grænna hafa ekki sagt að þeir styðji búvörusamningana, en við höfum verið reiðubúin að skoða hvaða breytingar til bóta er hægt að gera á þeim. Búvörusamningurinn sem Alþingi hefur nú til meðferðar er samningur hægriflokkanna við bændur, unninn án þess breiða pólitíska samráðs sem eðlilegra hefði verið í jafn umfangsmiklu máli. Vinstri græn komu fyrst að borðinu þegar samningunum var vísað til atvinnuveganefndar Alþingis, þar sem málið er nú til umræðu. Í störfum nefndarinnar hefur margt þróast til betri vegar, til dæmis hafa verið sett inn virk endurskoðunarákvæði eftir þrjú ár og skal sá tími nýttur til þess að koma með tillögur til úrbóta sem lagðar verði fyrir samningsaðila. Hvað varðar staðhæfingar Bolla um að í búvörusamningnum sé hvatt til gróðureyðingar á viðkvæmum svæðum, þá hafa fulltrúar Vinstri grænna lagt mikla áherslu á styrkari ákvæði um umhverfisþáttinn í búvörusamningnum – þótt enn sé ekki nógu langt gengið í þeim efnum að mati fulltrúa VG sem við undirstrikum m.a. í okkar nefndaráliti í atvinnuveganefnd. Þetta er í samræmi við nýsamþykkta landbúnaðarstefnu Vinstri grænna, sem kveður á um það að tryggja þurfi sjálfbæra landnýtingu, m.a. með skýrri rammaáætlun um landnýtingu, virkri beitarstjórnun í öllum landsfjórðungum og að sjálfbærni og náttúruvernd verði lykilþættir við landbúnaðarframleiðslu.Með skýrri sýn til framtíðar Þvert á það sem Bolli virðist telja, þá er landbúnaðarstefna Vinstri grænna bæði með sterkum umhverfisáherslum og með skýrri sýn til framtíðar. Hlýt ég því að hvetja hann til að kynna sér stefnuna, sem er aðgengileg á vef hreyfingarinnar. Þar getur hann líka lesið að það er skoðun landsfundar VG að það sé afar mikilvægt að stuðningskerfi landbúnaðarins sé til stöðugrar umræðu og endurskoðunar. Markmið ríkisins með stuðningi sínum er í senn að tryggja neytendum örugg og góð matvæli á hagstæðu verði og að viðhalda byggð um landið allt. Þó að margir frjálshyggjusinnar myndu vilja hafa hér einvörðungu frjálst markaðskerfi í landbúnaði – sem hætta er á að myndi leiða af sér enn frekari samþjöppun í framleiðslu og fákeppnismarkað með landbúnaðarvörur – er staðreyndin sú, að hið opinbera þarf að styðja við landbúnað og matvælaframleiðslu svo þessi framleiðsla geti þrifist og bændastéttin lifað af störfum sínum Horfumst í augu við það en tryggjum um leið viðunandi starfskilyrði bænda sem og viðunandi verð og framboð fyrir alla neytendur með umverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi. Það er hagur okkar allra.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar