Og þér finnst það ekkert í góðu lagi Guðmundur Andri Thorson skrifar 22. ágúst 2016 08:00 Og skiliði kvótanum aftur til þjóðarinnar!“ Þannig endaði Bubbi vel heppnað framlag sitt til tónleika Rásar tvö á menningarnótt eftir að hafa fengið unga og aldna til að syngja með sér: „Og þér finnst það í góðu lagi“ og allur Arnarhóll kyrjaði með alsæll yfir því að fá að vera með í svona góðu lagi.Kvótakerfið er skattheimta En kvótagreifarnir fá ekkert að vera með í þeim makindum. Því að kvótakerfið finnst okkur alls ekki vera í góðu lagi. Þetta er frekar einfalt: „skiliði kvótanum aftur til þjóðarinnar“. Skáldið og söngvarinn fangar það í orð sem svífur um í blænum ekki síst þegar sviðið er í þann veginn að fyllast af vörpulegum Vestfirðingum. Um hvað snýst kvótakerfið? Takmarkaðan aðgang að takmörkuðum gæðum. Það þurfti að draga úr ofveiði og það þurfti að hagræða í greininni eftir full rösklega uppbyggingu í kjölfar útfærslu landhelginnar þegar ekki var þingmaður með þingmönnum, að hann gæti ekki skaffað svo sem eins og einn skuttogara. En þess var ekki gætt að sú hagræðing yrði eins sársaukalítil og hægt væri og að samfélagið allt nyti góðs af þeirri hagræðingu. Um það var ekkert hirt. Kvótakerfið er hlið sem sumum er hleypt inn um, öðrum ekki. Og þeir sem fengu að fara inn selja hinum aðgang. Kvótakerfið er skattheimta nema andvirðið rennur ekki í sameiginlega sjóði landsmanna. Kvótakerfið og „frjáls“ viðskipti með réttinn til að nýta þjóðareignina hefur í för með sér frelsisskerðingu fyrir venjulegt fólk að sækja sjóinn nema með því að greiða skatt til kvótagreifa sem geyma svo þennan skatt af sameign þjóðarinnar í leynihólfum heimsins og nota hann til að kaupa sér forréttindi og séraðgang að því sem ætti að vera almannaeign – og að borga Davíð Oddssyni tvær milljónir á mánuði til að skrifa skringilegar greinar. Kvótakerfið hafði mikið að segja um bóluna á árunum upp úr aldamótum: Með kvótakerfinu fylltist allt af peningum sem voru ekki til, frá mönnum sem höfðu aflað þeirra með því að selja og veðsetja það sem þeir áttu ekki: fisk sem ekki var búið að veiða. Það er eins og ef ég, sem hef skrifað nokkrar bækur, rukkaði unga höfunda fyrir að fá að skrifa bók. Það væri nú ekki í góðu lagi.Enginn samfélagssáttmáli Það verður ekkert jafnvægi í þjóðarsálinni – og hvað þá í þjóðarbúskapnum – fyrr en þjóðin fær almennt þá tilfinningu að snúið hafi verið af braut þessarar einkaskattheimtu. Í kvótakerfinu er að finna undirrót hins eilífa ósættis sem ríkir hér á landi. Við gleðjumst yfir því þegar Gugga og Binni verða rík af útgerð og fiskvinnslu – en hví skyldum við samgleðjast þegar Mummi sonur þeirra selur kvótann sem bundinn er útgerð þeirra fyrir trilljónir út úr bænum og flytur til London að gerast þar gjálífismaður; skilur gamla plássið sitt eftir í sárum, fólkið sem sjóinn hafði sótt og fiskinn verkað, en geymir auð sinn á aflandseyjareikningi? Hvað er það nákvæmlega við framferði Mumma (sem við þekkjum af ótal sögum) sem ætti að vekja virðingu en ekki forakt? Þeir eru alltaf biðja um sátt ráðherrarnir (ljótt orð: það fyrsta sem íslensk yfirstétt gerði þegar við fengum heimastjórn 1904 var að breyta orðinu „ráðgjafi“ í „ráðherra“ – við ættum að breyta því aftur). Maður heyrir þá stundum kalla eftir því að hér sé gerður nokkurs konar samfélagssáttmáli um kaup og kjör, velferðarstig og tillitssemi hinna lægra launuðu við þörf hástéttanna fyrir ró og næði. Frið á vinnumarkaði. Jafnvægi. Hófsemi. Það er eins og ef maður í íbúð fyrir ofan mig væri með partílæti allar nætur en kæmi svo til mín og bæði mig að hafa ekki hátt, því hann langaði að fara að stunda jóga. Það fyndist manni nú ekki í góðu lagi. Það verður engin sátt fyrr en við fáum á tilfinninguna að afrakstrinum af þessari sameiginlegu auðlind sé skipt af réttlæti. Sem er að vísu vandmeðfarið hugtak – hugsjón en ekki ástand – og vei þeim stjórnmálamönnum sem telja sig vita hvar endastöð réttlætisins sé að finna – en það gæti til dæmis náð til þess að sanngjarn hluti af sjávarútvegsgróðanum renni til uppbyggingar í þeim byggðum sem lifað hafa af sjávarútvegi mann fram af manni en hafa af völdum þessa kerfis mátt sjá sjálfa lífsbjörgina hverfa í hendur braskara sem kaupa sér bílaumboð í Reykjavík í morgunmat. Það gæti til dæmis náð til þess að fólk fengi á tilfinninguna að sanngjarn hluti af arðinum af auðlindinni renni til þess að byggja upp innviði samfélagsins sem látnir hafa verið markvisst grotna niður af stjórnmálaarmi þeirra afla sem stefna að samfélagi þar sem þeir ríku geta keypt sér aðgang að sérþjónustu í heilbrigðis- og menntamálum. Þetta er frekar einfalt. Það verður enginn friður, engin sátt, enginn sáttmáli fyrr en þann dag er hinn almenni Íslendingur getur horft á sjávarútveginn, alla þá miklu verðmætasköpun sem þar er, hugvitið allt og dugnaðinn, og fundið til örlítils votts af stolti, kinkað kolli með sjálfum sér og fundist það í góðu lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Og skiliði kvótanum aftur til þjóðarinnar!“ Þannig endaði Bubbi vel heppnað framlag sitt til tónleika Rásar tvö á menningarnótt eftir að hafa fengið unga og aldna til að syngja með sér: „Og þér finnst það í góðu lagi“ og allur Arnarhóll kyrjaði með alsæll yfir því að fá að vera með í svona góðu lagi.Kvótakerfið er skattheimta En kvótagreifarnir fá ekkert að vera með í þeim makindum. Því að kvótakerfið finnst okkur alls ekki vera í góðu lagi. Þetta er frekar einfalt: „skiliði kvótanum aftur til þjóðarinnar“. Skáldið og söngvarinn fangar það í orð sem svífur um í blænum ekki síst þegar sviðið er í þann veginn að fyllast af vörpulegum Vestfirðingum. Um hvað snýst kvótakerfið? Takmarkaðan aðgang að takmörkuðum gæðum. Það þurfti að draga úr ofveiði og það þurfti að hagræða í greininni eftir full rösklega uppbyggingu í kjölfar útfærslu landhelginnar þegar ekki var þingmaður með þingmönnum, að hann gæti ekki skaffað svo sem eins og einn skuttogara. En þess var ekki gætt að sú hagræðing yrði eins sársaukalítil og hægt væri og að samfélagið allt nyti góðs af þeirri hagræðingu. Um það var ekkert hirt. Kvótakerfið er hlið sem sumum er hleypt inn um, öðrum ekki. Og þeir sem fengu að fara inn selja hinum aðgang. Kvótakerfið er skattheimta nema andvirðið rennur ekki í sameiginlega sjóði landsmanna. Kvótakerfið og „frjáls“ viðskipti með réttinn til að nýta þjóðareignina hefur í för með sér frelsisskerðingu fyrir venjulegt fólk að sækja sjóinn nema með því að greiða skatt til kvótagreifa sem geyma svo þennan skatt af sameign þjóðarinnar í leynihólfum heimsins og nota hann til að kaupa sér forréttindi og séraðgang að því sem ætti að vera almannaeign – og að borga Davíð Oddssyni tvær milljónir á mánuði til að skrifa skringilegar greinar. Kvótakerfið hafði mikið að segja um bóluna á árunum upp úr aldamótum: Með kvótakerfinu fylltist allt af peningum sem voru ekki til, frá mönnum sem höfðu aflað þeirra með því að selja og veðsetja það sem þeir áttu ekki: fisk sem ekki var búið að veiða. Það er eins og ef ég, sem hef skrifað nokkrar bækur, rukkaði unga höfunda fyrir að fá að skrifa bók. Það væri nú ekki í góðu lagi.Enginn samfélagssáttmáli Það verður ekkert jafnvægi í þjóðarsálinni – og hvað þá í þjóðarbúskapnum – fyrr en þjóðin fær almennt þá tilfinningu að snúið hafi verið af braut þessarar einkaskattheimtu. Í kvótakerfinu er að finna undirrót hins eilífa ósættis sem ríkir hér á landi. Við gleðjumst yfir því þegar Gugga og Binni verða rík af útgerð og fiskvinnslu – en hví skyldum við samgleðjast þegar Mummi sonur þeirra selur kvótann sem bundinn er útgerð þeirra fyrir trilljónir út úr bænum og flytur til London að gerast þar gjálífismaður; skilur gamla plássið sitt eftir í sárum, fólkið sem sjóinn hafði sótt og fiskinn verkað, en geymir auð sinn á aflandseyjareikningi? Hvað er það nákvæmlega við framferði Mumma (sem við þekkjum af ótal sögum) sem ætti að vekja virðingu en ekki forakt? Þeir eru alltaf biðja um sátt ráðherrarnir (ljótt orð: það fyrsta sem íslensk yfirstétt gerði þegar við fengum heimastjórn 1904 var að breyta orðinu „ráðgjafi“ í „ráðherra“ – við ættum að breyta því aftur). Maður heyrir þá stundum kalla eftir því að hér sé gerður nokkurs konar samfélagssáttmáli um kaup og kjör, velferðarstig og tillitssemi hinna lægra launuðu við þörf hástéttanna fyrir ró og næði. Frið á vinnumarkaði. Jafnvægi. Hófsemi. Það er eins og ef maður í íbúð fyrir ofan mig væri með partílæti allar nætur en kæmi svo til mín og bæði mig að hafa ekki hátt, því hann langaði að fara að stunda jóga. Það fyndist manni nú ekki í góðu lagi. Það verður engin sátt fyrr en við fáum á tilfinninguna að afrakstrinum af þessari sameiginlegu auðlind sé skipt af réttlæti. Sem er að vísu vandmeðfarið hugtak – hugsjón en ekki ástand – og vei þeim stjórnmálamönnum sem telja sig vita hvar endastöð réttlætisins sé að finna – en það gæti til dæmis náð til þess að sanngjarn hluti af sjávarútvegsgróðanum renni til uppbyggingar í þeim byggðum sem lifað hafa af sjávarútvegi mann fram af manni en hafa af völdum þessa kerfis mátt sjá sjálfa lífsbjörgina hverfa í hendur braskara sem kaupa sér bílaumboð í Reykjavík í morgunmat. Það gæti til dæmis náð til þess að fólk fengi á tilfinninguna að sanngjarn hluti af arðinum af auðlindinni renni til þess að byggja upp innviði samfélagsins sem látnir hafa verið markvisst grotna niður af stjórnmálaarmi þeirra afla sem stefna að samfélagi þar sem þeir ríku geta keypt sér aðgang að sérþjónustu í heilbrigðis- og menntamálum. Þetta er frekar einfalt. Það verður enginn friður, engin sátt, enginn sáttmáli fyrr en þann dag er hinn almenni Íslendingur getur horft á sjávarútveginn, alla þá miklu verðmætasköpun sem þar er, hugvitið allt og dugnaðinn, og fundið til örlítils votts af stolti, kinkað kolli með sjálfum sér og fundist það í góðu lagi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar