Byltingin á Íslandi árið 2016 – Kafli úr sögubók framtíðar Einar A. Brynjólfsson skrifar 23. ágúst 2016 13:06 Lesandi góður, ímyndaðu þér að árið 2066 sé runnið upp. Lífskjör Íslendinga eru með þeim bestu í heiminum og hér drýpur smjör af hverju strái. Hvernig uppfræðum við ungu kynslóðina um þær hræringar sem áttu sér stað hálfri öld fyrr? Hér fer á eftir stuttur kafli úr kennslubók í sögu, sem kemur út árið 2066. Kaflinn ber yfirskriftina Byltingin á Íslandi árið 2016 og er eitthvað á þessa leið: Óhætt er að segja að árið 2016 hafi djúp spor verið mörkuð í sögu Íslands. Þá átti sér stað hljóðlát bylting þar sem almenningur sýndi í verki að hann vildi losna við gamla þjóðfélagsgerð sem einkenndist af ójöfnuði, fjársveltu heilbrigðiskerfi, vanræktu menntakerfi, bágum kjörum aldraðra og öryrkja, einkavina- og fjölskylduvæðingu ríkiseigna og annarri spillingu. Áður en lengra er haldið er rétt að skoða aðeins nánar forsögu þessarar byltingar. Heilbrigðiskerfið mátti muna sinn fífil fegurri. Biðlistar í margar gerðir aðgerða voru óhemju langir. Neyðarmóttaka Landspítalans var yfirfull og að hluta til starfrækt í bílageymslu spítalans. Sjúklingar lágu í rúmum sínum inni í þvottahúsum, á snyrtingum og frammi á göngum. Heilbrigðisstarfsfólk, sem var undir gríðarlegu álagi, gerði sitt besta við að halda sjó. Íbúar landsbyggðarinnar, sem þurftu að sækja sérhæfða heilbrigðisþjónustu um langan veg, máttu sjálfir bera stærsta hluta ferðakostnaðarins. Á sama tíma skiluðu einkarekin fyrirtæki í heilbrigðisrekstri fúlgum fjár í vasa eigenda sinna. Auðlindir hafsins voru í ægigreip fámenns hóps útgerðarmanna og –kvenna, sem neituðu að greiða fullt verð fyrir afnot af þeim og nutu stuðnings þingmanna ákveðinna stjórnmálaflokka, sérstaklega Sjálfstæðisflokks. Sá stuðningur var endurgoldinn með rausnarlegum styrkveitingum þeim til handa, auk þess sem útgerðin varði miklu fé í taprekstur Morgunblaðsins, sem var sameiginlegt málgagn hennar og Sjálfstæðisflokksins. Landbúnaðarkerfið var í viðjum ríkisstyrkja og fákeppni. Mjólkursamsalan, sem var stærsti hagsmunaaðili í mjólkurframleiðslu, varð margoft uppvís að því að hafa beitt bellibrögðum, keppinautunum og neytendum í óhag. Braskað var með tollkvóta á innfluttum landbúnaðarafurðum þannig að ávinningur neytenda, sem af tollkvótunum hefði átt að hljótast, varð eftir hjá íslenskum framleiðendum. Þegar hinn almenni borgari keypti hangikjötslæri til hátíðabrigða í lágvöruverðsversluninni og borgaði við kassann, var hann í raun búinn að borga fyrir það einu sinni eða tvisvar áður í formi styrkja til landbúnaðarins. Húsnæðisverð var mjög hátt og háir vextir á húsnæðislánum torvelduðu fólki mjög að koma þaki yfir höfuðið. Aukin ásókn ferðamanna í leiguíbúðir leiddi til hærra leiguverðs. Stjórnvöld höfðu treyst á að markaðurinn myndi sjálfur stuðla að eðlilegu samspili framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði en áttuðu sig ekki á vanda fólks, vanda sem fólst í okurvöxtum og verðtryggingu, sem hafði það hlutverk að halda verðlausri íslenskri krónu á lífi og að tryggja lánveitendur fyrir hugsanlegum búsifjum af miklum hagsveiflum, sem þá voru algengar. Ferðaþjónustan blómstraði árið 2016 og hafði verið í mikilli sókn í mörg undangengin ár. Erlendum ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta ár frá ári með tilheyrandi innspýtingu í hagkerfið. Stjórnvöld létu þó undir höfuð leggjast að búa í haginn fyrir þessa fjölgun. Vegakerfið var komið að þolmörkum, snyrtiaðstöðu fyrir ferðamenn skorti og fjölsóttustu ferðamannastaðirnir voru farnir að láta á sjá vegna mikils ágangs. Gistináttagjald, sem þótti sjálfsagt og eðlilegt víða erlendis, var í hálfgerðu skötulíki og tilraun til að koma á svokölluðum náttúrupassa mistókst herfilega. Menntakerfinu hafði verið gefinn lítill gaumur um langt skeið. Það litla sem gert hafði verið var umdeilt, svo ekki sé meira sagt. Þar má nefna að bóknám framhaldsskólanna var stytt úr fjórum árum í þrjú (á grunni „Less is more“ hugmyndafræðinnar). Framhaldsskólunum var haldið í fjársvelti, líklega til að undirbúa jarðveginn fyrir frekari einkarekstur, auk þess sem framlög til þeirra vegna nemenda sem höfðu náð 25 ára aldri voru þurrkuð út. Svo gleymdist alveg að huga að iðn- og starfsnámi. Þá stóð til að breyta reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna á þann veg að framhaldsnám á háskólastigi yrði einungis á færi þeirra best stæðu og þeirra sem vildu leggja út í það glapræði að þiggja námslán á okurvöxtum hjá lánafyrirtæki í einkaeigu. Ekkert uppgjör vegna efnahagshrunsins árið 2008 hafði farið fram. Nokkrir bankamenn voru reyndar dæmdir til refsingar fyrir misferli af ýmsu tagi en engar kerfisbreytingar áttu sér stað og siðferðilegt uppgjör gleymdist. Geir Hilmar Haarde, sem gegndi starfi forsætisráðherra á árunum 2006 til 2009, var eini stjórnmálamaðurinn sem var sekur fundinn fyrir sinn þátt í hruninu. Honum var þó ekki gert að sæta refsingu. Í sárabætur fékk hann stöðu sendiherra í Washington. Vinstristjórn Samfylkingar og Vinstri grænna fékk það hlutverk að reisa landið úr rústum hrunsins en til helstu afreka hennar teljast skjaldborg um heimilin í landinu, sem reyndist svo vera skjaldborg um bankana í landinu, og svikin loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá.. Í kosningum til Alþingis 2013 vann Framsóknarflokkurinn mikinn sigur á grundvelli loforðs um leiðréttingu á skuldum vegna húsnæðislána með 300 milljarða framlagi erlendra vogunarsjóða, þ.e. þeirra sem lýstu kröfum í föllnu bankana. Hann myndaði ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum 22. maí og var fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar að lækka veiðigjöld og auðlegðarskatt til að létta undir með efnafólki. Af skuldaleiðréttingunni er það að segja að 80 milljarðar af íslensku skattfé fóru í hana, í stað þeirra 300 milljarða sem áttu að koma frá erlendu vogunarsjóðunum. Svona var ástandið sem sagt þegar árið 2016 gekk í garð. Ekkert benti þó til þess að stórra tíðinda væri að vænta. Staða ríkissjóðs hafði vænkast verulega, m.a. vegna mikillar fjölgunar ferðafólks, en sveitarfélögin skorti tekjustofna og máttu lepja dauðann úr skel. Svo rann 3. apríl upp, bjartur og fagur. Þá um kvöldið voru afhjúpuð í sjónvarpi stærstu spillingarmál íslenskrar stjórnmálasögu. Það kom upp úr dúrnum að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, og Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og innanríkisráðherra, eða makar þeirra, höfðu stofnað skúffufélög í svokölluðum skattaskjólum í útlöndum. Fræðimenn upplýstu almenning um að tilgangur með slíkum gjörðum gæti vart verið annar en að leyna viðskiptalegum umsvifum og/eða til að komast hjá skattgreiðslum á Íslandi. Þessar uppljóstranir komu til viðbótar öðrum spillingarmálum, sem tengdust ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, þeim Illuga Gunnarssyni, menntamálaráðherra, og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem hafði hrökklast úr embætti innanríkisráðherra fyrr á kjörtímabilinu. Þá upphófst bylting á Íslandi. Almenningur mótmælti á Austurvelli og víðar um land þeirri spillingu sem augljós var orðin og krafðist þingkosninga. Þær fóru fram um haustið þar sem hin unga stjórnmálahreyfing Píratar hlaut góða kosningu og komst í lykilstöðu í ríkisstjórn sem mynduð var í kjölfarið. Með samstilltu átaki Pírata og annarra umbótaafla tókst, á alllöngum tíma þó, að kúvenda samfélaginu. Ný stjórnarskrá, sem byggð var á tillögum svokallaðs stjórnlagaráðs frá árinu 2011, var samþykkt og á grundvelli hennar tókst að innleiða eðlilega gjaldtöku fyrir auðlindir lands og sjávar. Íslenskur landbúnaður varð sjálfbær og hagur neytenda vænkaðist. Fjárframlög til heilbrigðismála hækkuðu hlutfallslega við það sem áður hafði verið og nýr Landspítali var reistur. Öryrkjar öðluðust reisn á ný og menntakerfið hlaut loks þá athygli sem því bar. Lífskjör almennings bötnuðu til muna og atgervisflótti til útlanda stöðvaðist. Beint lýðræði, sem byggt var á nýju stjórnarskránni festist í sessi í formi reglulegra þjóðaratkvæðagreiðslna um mikilvæg mál og spillingin heyrði sögunni til. Starfshættir Alþingis og stjórnsýslunnar í heild bötnuðu með auknu gagnsæi. Íslendingar voru ekki lengur hafðir að háði og spotti á alþjóðlegum vettvangi, líkt og fyrr hafði verið, heldur nutu virðingar fyrir að hafa losað sig við klafa spillingar, sérhagsmuna, fákeppni og frændhygli. Íslenska þjóðin öðlaðist frelsi. Lesandi góður, það er í þínum höndum hvort þessi kafli verður skrifaður í sögubók framtíðarinnar. Mundu það þegar kosningar til Alþingis fara fram í haust. Höfundur skipar 1. sæti á framboðslista Pírata í Norðausturkjördæmi í kosningum til Alþingis, sem fyrirhugaðar eru 29. október n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Lesandi góður, ímyndaðu þér að árið 2066 sé runnið upp. Lífskjör Íslendinga eru með þeim bestu í heiminum og hér drýpur smjör af hverju strái. Hvernig uppfræðum við ungu kynslóðina um þær hræringar sem áttu sér stað hálfri öld fyrr? Hér fer á eftir stuttur kafli úr kennslubók í sögu, sem kemur út árið 2066. Kaflinn ber yfirskriftina Byltingin á Íslandi árið 2016 og er eitthvað á þessa leið: Óhætt er að segja að árið 2016 hafi djúp spor verið mörkuð í sögu Íslands. Þá átti sér stað hljóðlát bylting þar sem almenningur sýndi í verki að hann vildi losna við gamla þjóðfélagsgerð sem einkenndist af ójöfnuði, fjársveltu heilbrigðiskerfi, vanræktu menntakerfi, bágum kjörum aldraðra og öryrkja, einkavina- og fjölskylduvæðingu ríkiseigna og annarri spillingu. Áður en lengra er haldið er rétt að skoða aðeins nánar forsögu þessarar byltingar. Heilbrigðiskerfið mátti muna sinn fífil fegurri. Biðlistar í margar gerðir aðgerða voru óhemju langir. Neyðarmóttaka Landspítalans var yfirfull og að hluta til starfrækt í bílageymslu spítalans. Sjúklingar lágu í rúmum sínum inni í þvottahúsum, á snyrtingum og frammi á göngum. Heilbrigðisstarfsfólk, sem var undir gríðarlegu álagi, gerði sitt besta við að halda sjó. Íbúar landsbyggðarinnar, sem þurftu að sækja sérhæfða heilbrigðisþjónustu um langan veg, máttu sjálfir bera stærsta hluta ferðakostnaðarins. Á sama tíma skiluðu einkarekin fyrirtæki í heilbrigðisrekstri fúlgum fjár í vasa eigenda sinna. Auðlindir hafsins voru í ægigreip fámenns hóps útgerðarmanna og –kvenna, sem neituðu að greiða fullt verð fyrir afnot af þeim og nutu stuðnings þingmanna ákveðinna stjórnmálaflokka, sérstaklega Sjálfstæðisflokks. Sá stuðningur var endurgoldinn með rausnarlegum styrkveitingum þeim til handa, auk þess sem útgerðin varði miklu fé í taprekstur Morgunblaðsins, sem var sameiginlegt málgagn hennar og Sjálfstæðisflokksins. Landbúnaðarkerfið var í viðjum ríkisstyrkja og fákeppni. Mjólkursamsalan, sem var stærsti hagsmunaaðili í mjólkurframleiðslu, varð margoft uppvís að því að hafa beitt bellibrögðum, keppinautunum og neytendum í óhag. Braskað var með tollkvóta á innfluttum landbúnaðarafurðum þannig að ávinningur neytenda, sem af tollkvótunum hefði átt að hljótast, varð eftir hjá íslenskum framleiðendum. Þegar hinn almenni borgari keypti hangikjötslæri til hátíðabrigða í lágvöruverðsversluninni og borgaði við kassann, var hann í raun búinn að borga fyrir það einu sinni eða tvisvar áður í formi styrkja til landbúnaðarins. Húsnæðisverð var mjög hátt og háir vextir á húsnæðislánum torvelduðu fólki mjög að koma þaki yfir höfuðið. Aukin ásókn ferðamanna í leiguíbúðir leiddi til hærra leiguverðs. Stjórnvöld höfðu treyst á að markaðurinn myndi sjálfur stuðla að eðlilegu samspili framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði en áttuðu sig ekki á vanda fólks, vanda sem fólst í okurvöxtum og verðtryggingu, sem hafði það hlutverk að halda verðlausri íslenskri krónu á lífi og að tryggja lánveitendur fyrir hugsanlegum búsifjum af miklum hagsveiflum, sem þá voru algengar. Ferðaþjónustan blómstraði árið 2016 og hafði verið í mikilli sókn í mörg undangengin ár. Erlendum ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta ár frá ári með tilheyrandi innspýtingu í hagkerfið. Stjórnvöld létu þó undir höfuð leggjast að búa í haginn fyrir þessa fjölgun. Vegakerfið var komið að þolmörkum, snyrtiaðstöðu fyrir ferðamenn skorti og fjölsóttustu ferðamannastaðirnir voru farnir að láta á sjá vegna mikils ágangs. Gistináttagjald, sem þótti sjálfsagt og eðlilegt víða erlendis, var í hálfgerðu skötulíki og tilraun til að koma á svokölluðum náttúrupassa mistókst herfilega. Menntakerfinu hafði verið gefinn lítill gaumur um langt skeið. Það litla sem gert hafði verið var umdeilt, svo ekki sé meira sagt. Þar má nefna að bóknám framhaldsskólanna var stytt úr fjórum árum í þrjú (á grunni „Less is more“ hugmyndafræðinnar). Framhaldsskólunum var haldið í fjársvelti, líklega til að undirbúa jarðveginn fyrir frekari einkarekstur, auk þess sem framlög til þeirra vegna nemenda sem höfðu náð 25 ára aldri voru þurrkuð út. Svo gleymdist alveg að huga að iðn- og starfsnámi. Þá stóð til að breyta reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna á þann veg að framhaldsnám á háskólastigi yrði einungis á færi þeirra best stæðu og þeirra sem vildu leggja út í það glapræði að þiggja námslán á okurvöxtum hjá lánafyrirtæki í einkaeigu. Ekkert uppgjör vegna efnahagshrunsins árið 2008 hafði farið fram. Nokkrir bankamenn voru reyndar dæmdir til refsingar fyrir misferli af ýmsu tagi en engar kerfisbreytingar áttu sér stað og siðferðilegt uppgjör gleymdist. Geir Hilmar Haarde, sem gegndi starfi forsætisráðherra á árunum 2006 til 2009, var eini stjórnmálamaðurinn sem var sekur fundinn fyrir sinn þátt í hruninu. Honum var þó ekki gert að sæta refsingu. Í sárabætur fékk hann stöðu sendiherra í Washington. Vinstristjórn Samfylkingar og Vinstri grænna fékk það hlutverk að reisa landið úr rústum hrunsins en til helstu afreka hennar teljast skjaldborg um heimilin í landinu, sem reyndist svo vera skjaldborg um bankana í landinu, og svikin loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá.. Í kosningum til Alþingis 2013 vann Framsóknarflokkurinn mikinn sigur á grundvelli loforðs um leiðréttingu á skuldum vegna húsnæðislána með 300 milljarða framlagi erlendra vogunarsjóða, þ.e. þeirra sem lýstu kröfum í föllnu bankana. Hann myndaði ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum 22. maí og var fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar að lækka veiðigjöld og auðlegðarskatt til að létta undir með efnafólki. Af skuldaleiðréttingunni er það að segja að 80 milljarðar af íslensku skattfé fóru í hana, í stað þeirra 300 milljarða sem áttu að koma frá erlendu vogunarsjóðunum. Svona var ástandið sem sagt þegar árið 2016 gekk í garð. Ekkert benti þó til þess að stórra tíðinda væri að vænta. Staða ríkissjóðs hafði vænkast verulega, m.a. vegna mikillar fjölgunar ferðafólks, en sveitarfélögin skorti tekjustofna og máttu lepja dauðann úr skel. Svo rann 3. apríl upp, bjartur og fagur. Þá um kvöldið voru afhjúpuð í sjónvarpi stærstu spillingarmál íslenskrar stjórnmálasögu. Það kom upp úr dúrnum að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, og Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og innanríkisráðherra, eða makar þeirra, höfðu stofnað skúffufélög í svokölluðum skattaskjólum í útlöndum. Fræðimenn upplýstu almenning um að tilgangur með slíkum gjörðum gæti vart verið annar en að leyna viðskiptalegum umsvifum og/eða til að komast hjá skattgreiðslum á Íslandi. Þessar uppljóstranir komu til viðbótar öðrum spillingarmálum, sem tengdust ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, þeim Illuga Gunnarssyni, menntamálaráðherra, og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem hafði hrökklast úr embætti innanríkisráðherra fyrr á kjörtímabilinu. Þá upphófst bylting á Íslandi. Almenningur mótmælti á Austurvelli og víðar um land þeirri spillingu sem augljós var orðin og krafðist þingkosninga. Þær fóru fram um haustið þar sem hin unga stjórnmálahreyfing Píratar hlaut góða kosningu og komst í lykilstöðu í ríkisstjórn sem mynduð var í kjölfarið. Með samstilltu átaki Pírata og annarra umbótaafla tókst, á alllöngum tíma þó, að kúvenda samfélaginu. Ný stjórnarskrá, sem byggð var á tillögum svokallaðs stjórnlagaráðs frá árinu 2011, var samþykkt og á grundvelli hennar tókst að innleiða eðlilega gjaldtöku fyrir auðlindir lands og sjávar. Íslenskur landbúnaður varð sjálfbær og hagur neytenda vænkaðist. Fjárframlög til heilbrigðismála hækkuðu hlutfallslega við það sem áður hafði verið og nýr Landspítali var reistur. Öryrkjar öðluðust reisn á ný og menntakerfið hlaut loks þá athygli sem því bar. Lífskjör almennings bötnuðu til muna og atgervisflótti til útlanda stöðvaðist. Beint lýðræði, sem byggt var á nýju stjórnarskránni festist í sessi í formi reglulegra þjóðaratkvæðagreiðslna um mikilvæg mál og spillingin heyrði sögunni til. Starfshættir Alþingis og stjórnsýslunnar í heild bötnuðu með auknu gagnsæi. Íslendingar voru ekki lengur hafðir að háði og spotti á alþjóðlegum vettvangi, líkt og fyrr hafði verið, heldur nutu virðingar fyrir að hafa losað sig við klafa spillingar, sérhagsmuna, fákeppni og frændhygli. Íslenska þjóðin öðlaðist frelsi. Lesandi góður, það er í þínum höndum hvort þessi kafli verður skrifaður í sögubók framtíðarinnar. Mundu það þegar kosningar til Alþingis fara fram í haust. Höfundur skipar 1. sæti á framboðslista Pírata í Norðausturkjördæmi í kosningum til Alþingis, sem fyrirhugaðar eru 29. október n.k.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun