Hver er hugmyndafræði embættismanna? Heiðar Guðjónsson skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Það er öld liðin frá því hagfræðingar og stjórnmálamenn hófu rifrildið um hvort reyndist hagkerfum betur, miðstýring eða valddreifing. Með hruni Sovétríkjanna og fylgisríkja þeirra fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan virtist að málið væri útrætt. Á því gera menn þó eina undantekningu og það í þeim málaflokki sem einna mest óánægja virðist vera með, peningamálum. Peningamálastjórn á Íslandi hefur ekki verið miðstýrðari um áratugaskeið. Gjaldeyrishöftin, sem sífellt er verið að tala um að afnema, hafa aldrei verið harðari. Upphaflega voru þau sett á vegna greiðslujafnaðarvanda ríkisins í kjölfar hrunsins, tæpum átta árum síðar þegar sá vandi er horfinn erum við með höft á útflæði og innflæði auk þess sem Seðlabankinn beitir handahófskenndum tækjum til að viðhalda vaxtamun við útlönd þó engir séu fjármagnsflutningarnir. Íslensk heimili skulda um 3.500 milljarða og ekki er óvarlegt að álykta að höftin hækki vaxtastig í landinu um að a.m.k. 1 prósentustig og að kostnaður heimilanna af „þjóðhagsvarúðartækjum“ bankans sé mun meiri en af landbúnaðarkerfinu. Það er því fremur til marks um kaldlyndi en kaldhæðni þegar seðlabankastjóri segir höftin „svínvirka“. Vandinn er sá að sjálfbærni núverandi kerfis er engin. Það stendur og fellur með ytri aðstæðum enda er kerfið komið í öngstræti og ekki þarf nema að verðhjöðnun erlendis linni, og verðbólga aukist, til að allt miðstýringarkerfið hér á landi bresti. Eina ástæða þess að verðbólga á Íslandi mælist í kringum markmið Seðlabankans eru ytri aðstæður. Þegar þær breytast kemur í ljós að Seðlabankinn ræður ekkert við eigin peningastefnu. Atvinnusköpun og peningastefna SALEK-samkomulagið og peningastefna Seðlabankans eru hornsteinar í þessu gallaða kerfi. Ef Íslendingar byggju við sama frelsi í peningamálum og ríkir alls staðar hjá þróuðum ríkjum þá væri vandinn ekki til staðar. Ástæðan er einföld: Þá væri hver fyrir sig ábyrgur í eigin peningamálum, hvert fyrirtæki og hver launamaður, en ríkið væri ekki að taka völdin til sín. Stjórnlyndir aðilar segja að fólki sé ekki treystandi og ef íslenska krónan yrði ekki neydd upp á alla þá tæki við mikið atvinnuleysi. Það er fásinna enda minnkar miðstýring sveigjanleika en eykur hann ekki. Eins segja stjórnlyndir að Samtök atvinnulífsins og launþegahreyfingin þurfi að semja fyrir hönd alls launafólks, frekar en að hvert fyrirtæki geri það fyrir sig. Það sér það hver maður að aðstæður eru mjög mismunandi á milli fyrirtækja og á milli atvinnugreina. Það er ekkert vit í því að sömu samningar gangi yfir alla. Sumir geta greitt mun meira en aðrir minna. Hagkerfið mun svo sjá til þess að starfsfólk færist til þeirra starfa þar sem verðmætasköpunin er sem mest, enda bjóða þau störf bestu kjörin. Ef Íslendingar byggju við það sjálfsagða frelsi að mega velja þá mynt sem þeim hentar í sínum rekstri, hvort heldur væri heimilis- eða fyrirtækjarekstri, þá væri ójafnvægið sem nú er að myndast, ekki til staðar. Þá væri sveigjanleiki kerfisins mun meiri og áhætta þess minni. Þá væri aðgangur að erlendum mörkuðum, hvort heldur er fyrir vöru-, þjónustuviðskipti, eða fjármögnun allt annar og betri en nú er í dag. Nýsköpun væri meiri enda fjármagn ódýrara og til í meira mæli. Fjölbreytni hagkerfisins myndi því aukast og aðdráttarafl þess fyrir hæfasta vinnuaflið um leið. Það er erfitt að ræða stóru málin þegar allt virðist ganga vel. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa ekki aukist hraðar í sögunni og Íslendingar hafa aldrei haft það jafn gott. En þegar vel árar er um að gera að nýta tækifærið og fyrirbyggja vandann sem blasir við í framtíðinni. Embættismenn eru ekki hæfir til að miðstýra hagkerfinu, ekki frekar en stjórnmálamenn eða nokkur annar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er öld liðin frá því hagfræðingar og stjórnmálamenn hófu rifrildið um hvort reyndist hagkerfum betur, miðstýring eða valddreifing. Með hruni Sovétríkjanna og fylgisríkja þeirra fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan virtist að málið væri útrætt. Á því gera menn þó eina undantekningu og það í þeim málaflokki sem einna mest óánægja virðist vera með, peningamálum. Peningamálastjórn á Íslandi hefur ekki verið miðstýrðari um áratugaskeið. Gjaldeyrishöftin, sem sífellt er verið að tala um að afnema, hafa aldrei verið harðari. Upphaflega voru þau sett á vegna greiðslujafnaðarvanda ríkisins í kjölfar hrunsins, tæpum átta árum síðar þegar sá vandi er horfinn erum við með höft á útflæði og innflæði auk þess sem Seðlabankinn beitir handahófskenndum tækjum til að viðhalda vaxtamun við útlönd þó engir séu fjármagnsflutningarnir. Íslensk heimili skulda um 3.500 milljarða og ekki er óvarlegt að álykta að höftin hækki vaxtastig í landinu um að a.m.k. 1 prósentustig og að kostnaður heimilanna af „þjóðhagsvarúðartækjum“ bankans sé mun meiri en af landbúnaðarkerfinu. Það er því fremur til marks um kaldlyndi en kaldhæðni þegar seðlabankastjóri segir höftin „svínvirka“. Vandinn er sá að sjálfbærni núverandi kerfis er engin. Það stendur og fellur með ytri aðstæðum enda er kerfið komið í öngstræti og ekki þarf nema að verðhjöðnun erlendis linni, og verðbólga aukist, til að allt miðstýringarkerfið hér á landi bresti. Eina ástæða þess að verðbólga á Íslandi mælist í kringum markmið Seðlabankans eru ytri aðstæður. Þegar þær breytast kemur í ljós að Seðlabankinn ræður ekkert við eigin peningastefnu. Atvinnusköpun og peningastefna SALEK-samkomulagið og peningastefna Seðlabankans eru hornsteinar í þessu gallaða kerfi. Ef Íslendingar byggju við sama frelsi í peningamálum og ríkir alls staðar hjá þróuðum ríkjum þá væri vandinn ekki til staðar. Ástæðan er einföld: Þá væri hver fyrir sig ábyrgur í eigin peningamálum, hvert fyrirtæki og hver launamaður, en ríkið væri ekki að taka völdin til sín. Stjórnlyndir aðilar segja að fólki sé ekki treystandi og ef íslenska krónan yrði ekki neydd upp á alla þá tæki við mikið atvinnuleysi. Það er fásinna enda minnkar miðstýring sveigjanleika en eykur hann ekki. Eins segja stjórnlyndir að Samtök atvinnulífsins og launþegahreyfingin þurfi að semja fyrir hönd alls launafólks, frekar en að hvert fyrirtæki geri það fyrir sig. Það sér það hver maður að aðstæður eru mjög mismunandi á milli fyrirtækja og á milli atvinnugreina. Það er ekkert vit í því að sömu samningar gangi yfir alla. Sumir geta greitt mun meira en aðrir minna. Hagkerfið mun svo sjá til þess að starfsfólk færist til þeirra starfa þar sem verðmætasköpunin er sem mest, enda bjóða þau störf bestu kjörin. Ef Íslendingar byggju við það sjálfsagða frelsi að mega velja þá mynt sem þeim hentar í sínum rekstri, hvort heldur væri heimilis- eða fyrirtækjarekstri, þá væri ójafnvægið sem nú er að myndast, ekki til staðar. Þá væri sveigjanleiki kerfisins mun meiri og áhætta þess minni. Þá væri aðgangur að erlendum mörkuðum, hvort heldur er fyrir vöru-, þjónustuviðskipti, eða fjármögnun allt annar og betri en nú er í dag. Nýsköpun væri meiri enda fjármagn ódýrara og til í meira mæli. Fjölbreytni hagkerfisins myndi því aukast og aðdráttarafl þess fyrir hæfasta vinnuaflið um leið. Það er erfitt að ræða stóru málin þegar allt virðist ganga vel. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa ekki aukist hraðar í sögunni og Íslendingar hafa aldrei haft það jafn gott. En þegar vel árar er um að gera að nýta tækifærið og fyrirbyggja vandann sem blasir við í framtíðinni. Embættismenn eru ekki hæfir til að miðstýra hagkerfinu, ekki frekar en stjórnmálamenn eða nokkur annar.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun