Leið að nýju Íslandi Viktor Orri Valgarðsson skrifar 9. ágúst 2016 06:00 Hrunið er ekki ástæða þess að við Íslendingar þurfum nýja stjórnarskrá; það minnti okkur á að við höfum alltaf þurft nýja stjórnarskrá. Að grunnstoðir stjórnmála okkar og samfélags eru fúnar – og bregðast þegar á reynir. Þetta vissu landsfeður okkar mætavel, þegar þeir lögfestu núverandi stjórnarskrá árið 1944. Þjóðin samþykkti þá stjórnarskrá undir þeim formerkjum að hún væri til bráðabirgða, aðeins til þess að Ísland gæti lýst yfir sjálfstæði. Allir stjórnmálamenn þess tíma sammæltust um það – og þeir sammæltust líka um að heildarendurskoðun stjórnarskrár Íslands væri nauðsynleg, að hún skyldi fara fram á árunum eftir lýðveldisstofnun. Þá gæti íslenska þjóðin loksins eignast sína eigin stjórnarskrá. Stjórnarskrá samda af Íslendingum fyrir Íslendinga. Skýra stjórnarskrá fyrir lýðræðissamfélag, ekki viljandi óskýra stjórnarskrá fyrir konungsveldi. Stjórnarskrá sem kveður skýrt á um hlutverk og valdmörk forseta. Sem tilgreinir hlutverk og ábyrgð ríkisstjórnar og ráðherra skýrt, veitir Alþingi aukið vægi og minnihluta þingsins aukið vægi þar. Sem krefst opnari og gegnsærri stjórnsýslu, upplýsingaskyldu stjórnvalda og sannleiksskyldu ráðherra. Sem gerir almenningi kleift að leggja til þingmál og krefjast bindandi þjóðaratkvæðis um lög, sem tryggir náttúruauðlindir í þjóðareigu, uppfærir réttindakaflann til 21. aldarinnar og svona mætti lengi telja. Auðvitað er ný stjórnarskrá ekki töfraþula sem tryggir okkur farsæl stjórnmál, en hún er nauðsynlegur grunnur að þeim. Nauðsynlegur rammi utan um stjórnmálin, skorður við völd og ábyrgð stjórnmálamanna, trygging fyrir sterkum borgararéttindum almennings og rétti okkar til að veita stjórnvöldum aðhald á milli kosninga. Við þurfum líka miklu öflugra heilbrigðiskerfi og menntakerfi, bætta stjórnmálamenningu og þingsköp, nýtt kvótakerfi og landbúnaðarkerfi og svona mætti lengi telja. En stjórnarskráin er grunnurinn og öll þessi mál þurfa að byggja á góðum grunni. Í kosningunum í haust gefst okkur Íslendingum einstakt tækifæri til að byggja nýjan og betri grunn. Að klára þetta risastóra grundvallarverkefni, sem setið hefur á hakanum allt frá lýðveldisstofnun. Þess vegna höfum við Píratar sett nýja stjórnarskrá Íslands á oddinn fyrir kosningarnar í haust. Ég held að Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og jafnvel Viðreisn séu til í þá vegferð með okkur – en það eru Píratar sem munu drífa hana áfram, ef við fáum til þess umboð. Ég vil leggja til að þessir flokkar bjóði kjósendum upp á skýran valkost í þessum kosningum: Að við lýsum því yfir að við viljum mynda ríkisstjórn saman eftir kosningar, um nýja stjórnarskrá. Að sú ríkisstjórn myndi leggja höfuðáherslu á að ljúka við frumvarp að nýrri stjórnarskrá á grundvelli tillögu Stjórnlagaráðs, líkt og kjósendur kröfðu Alþingi um þann 20. október 2012. Í þeirri vinnu ætti þingið að leggja þá tillögu algjörlega til grundvallar – en þó ekki að útiloka málefnalegar athugasemdir og gagntillögur sem gætu gert hana enn betri. Sú vinna þyrfti líka að fara fram í góðu samráði við Stjórnlagaráð sjálft sem og aðra sérfræðinga, stjórnmálaflokka og fleiri. Loks tel ég að þjóðin þurfi eftir sem áður að eiga lokaorðið; að endanleg niðurstaða verði aftur borin undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, samhliða þar næstu þingkosningum. Ef við fylgjum þessari áætlun er ég sannfærður um að við eygjum raunhæfa og sögulega von um að fullgilda loksins nýja og miklu betri stjórnarskrá þjóðarinnar, innan fárra ára. Í því liggur einstakt tækifæri okkar kynslóðar; að ljúka við stofnun lýðveldisins Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Hrunið er ekki ástæða þess að við Íslendingar þurfum nýja stjórnarskrá; það minnti okkur á að við höfum alltaf þurft nýja stjórnarskrá. Að grunnstoðir stjórnmála okkar og samfélags eru fúnar – og bregðast þegar á reynir. Þetta vissu landsfeður okkar mætavel, þegar þeir lögfestu núverandi stjórnarskrá árið 1944. Þjóðin samþykkti þá stjórnarskrá undir þeim formerkjum að hún væri til bráðabirgða, aðeins til þess að Ísland gæti lýst yfir sjálfstæði. Allir stjórnmálamenn þess tíma sammæltust um það – og þeir sammæltust líka um að heildarendurskoðun stjórnarskrár Íslands væri nauðsynleg, að hún skyldi fara fram á árunum eftir lýðveldisstofnun. Þá gæti íslenska þjóðin loksins eignast sína eigin stjórnarskrá. Stjórnarskrá samda af Íslendingum fyrir Íslendinga. Skýra stjórnarskrá fyrir lýðræðissamfélag, ekki viljandi óskýra stjórnarskrá fyrir konungsveldi. Stjórnarskrá sem kveður skýrt á um hlutverk og valdmörk forseta. Sem tilgreinir hlutverk og ábyrgð ríkisstjórnar og ráðherra skýrt, veitir Alþingi aukið vægi og minnihluta þingsins aukið vægi þar. Sem krefst opnari og gegnsærri stjórnsýslu, upplýsingaskyldu stjórnvalda og sannleiksskyldu ráðherra. Sem gerir almenningi kleift að leggja til þingmál og krefjast bindandi þjóðaratkvæðis um lög, sem tryggir náttúruauðlindir í þjóðareigu, uppfærir réttindakaflann til 21. aldarinnar og svona mætti lengi telja. Auðvitað er ný stjórnarskrá ekki töfraþula sem tryggir okkur farsæl stjórnmál, en hún er nauðsynlegur grunnur að þeim. Nauðsynlegur rammi utan um stjórnmálin, skorður við völd og ábyrgð stjórnmálamanna, trygging fyrir sterkum borgararéttindum almennings og rétti okkar til að veita stjórnvöldum aðhald á milli kosninga. Við þurfum líka miklu öflugra heilbrigðiskerfi og menntakerfi, bætta stjórnmálamenningu og þingsköp, nýtt kvótakerfi og landbúnaðarkerfi og svona mætti lengi telja. En stjórnarskráin er grunnurinn og öll þessi mál þurfa að byggja á góðum grunni. Í kosningunum í haust gefst okkur Íslendingum einstakt tækifæri til að byggja nýjan og betri grunn. Að klára þetta risastóra grundvallarverkefni, sem setið hefur á hakanum allt frá lýðveldisstofnun. Þess vegna höfum við Píratar sett nýja stjórnarskrá Íslands á oddinn fyrir kosningarnar í haust. Ég held að Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og jafnvel Viðreisn séu til í þá vegferð með okkur – en það eru Píratar sem munu drífa hana áfram, ef við fáum til þess umboð. Ég vil leggja til að þessir flokkar bjóði kjósendum upp á skýran valkost í þessum kosningum: Að við lýsum því yfir að við viljum mynda ríkisstjórn saman eftir kosningar, um nýja stjórnarskrá. Að sú ríkisstjórn myndi leggja höfuðáherslu á að ljúka við frumvarp að nýrri stjórnarskrá á grundvelli tillögu Stjórnlagaráðs, líkt og kjósendur kröfðu Alþingi um þann 20. október 2012. Í þeirri vinnu ætti þingið að leggja þá tillögu algjörlega til grundvallar – en þó ekki að útiloka málefnalegar athugasemdir og gagntillögur sem gætu gert hana enn betri. Sú vinna þyrfti líka að fara fram í góðu samráði við Stjórnlagaráð sjálft sem og aðra sérfræðinga, stjórnmálaflokka og fleiri. Loks tel ég að þjóðin þurfi eftir sem áður að eiga lokaorðið; að endanleg niðurstaða verði aftur borin undir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, samhliða þar næstu þingkosningum. Ef við fylgjum þessari áætlun er ég sannfærður um að við eygjum raunhæfa og sögulega von um að fullgilda loksins nýja og miklu betri stjórnarskrá þjóðarinnar, innan fárra ára. Í því liggur einstakt tækifæri okkar kynslóðar; að ljúka við stofnun lýðveldisins Íslands.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun