Körfubolti

Fyrsta tapið kom gegn heimaliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska U-18 ára landsliðið.
Íslenska U-18 ára landsliðið. mynd/kkí
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri laut í lægra haldi, 88-72, fyrir Bosníu í B-deild Evrópumótsins í Sarajevo í dag.

Ísland vann fyrstu tvo leiki sína á EM en átti í vandræðum gegn sterku liði Bosníu í dag.

Bosníska liðið leiddi með níu stigum, 25-16, eftir 1. leikhluta og það bil náðu íslensku stelpurnar ekki að brúa.

Staðan var 42-35 í hálfleik og Bosnía vann að lokum 16 stiga sigur, 88-72.

Emelía Ósk Gunnarsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 21 stig en hún tók auk þess 10 fráköst.

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir skoraði 12 stig og Sylvía Rún Hálfdanardóttir 11 stig.

Ísland mætir Finnlandi í lokaleik sínum í A-riðli á morgun. Íslensku stelpurnar þurfa að vinna leikinn til að komast áfram í 8-liða úrslit.


Tengdar fréttir

Stelpurnar létu ekki slæma byrjun stoppa sig

Íslenska 18 ára landsliðið í körfubolta byrjar vel í B-deild Evrópukeppninnar í Bosníu en íslensku stelpurnar unnu níu stiga sigur á Portúgal í fyrsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×