Árangur í málefnum fatlaðs fólks Eygló Harðardóttir skrifar 7. júlí 2016 07:00 Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks hefur reynst mikilvægt tæki í að vinna að uppfyllingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ályktunin var samþykkt á Alþingi þann 1. júní 2012. Í áætluninni voru tilgreind 43 verkefni á átta málasviðum sem lúta að aðgengi, atvinnu, félagslegri vernd og sjálfstæðu lífi, heilbrigði, ímynd og fræðslu, mannréttindum, menntun og þátttöku í samfélaginu. Framkvæmdaáætlunin átti að gilda 2012 til 2014, en gildistími hennar var framlengdur uns ný áætlun tæki við þar sem fjárveitingar til hennar voru minni en væntingar stóðu til á því tímabili. Úr því var bætt og fjölmörg verkefni hafa orðið að raunveruleika. Nefna má styrki til úttektar á aðgengi fatlaðs fólks að þeim stöðum sem almenningur hefur aðgang að og styrkur til að gerðar handbókar fyrir ferðaþjónustuaðila um aðgengismál; vitundarvakningu og átaksverkefni til að auka atvinnumöguleika fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði í samstarfi við Vinnumálastofnun; styrki til nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í velferðarþjónustu til að auka lífsgæði notenda, Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga fékk styrk til fræðslu í meðferð og þróun tjáskiptatækja og haldið var sérstakt málþing um velferðartækni; Barnaverndarstofa fékk styrk til að veita starfsmönnum í barnavernd, félagsþjónustu og hjá Barnahúsi þjálfun í að vinna með fötluðum börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi; og sjónvarpsþættirnir Með okkar augum fengu sérstakan styrk. Vinna að nýrri framkvæmdaáætlun er hafin og er áhersla lögð á víðtækt samráð og þátttöku við gerð hennar. Nánari upplýsingar eru á vef ráðuneytisins: www.velferdarraduneyti.is/framkvaemdaaaetlun. Vegna sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur starfshópur á mínum vegum undir forystu Willums Þórs Þórssonar þingmanns lagt fram frumvarpsdrög með veigamiklum breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og málefni fatlaðs fólks. Drögin hafa verið birt til umsagnar á vef ráðuneytisins. Þá er það von mín að drög að nýrri framkvæmdaáætlun verði birt til umsagnar í byrjun september. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks hefur reynst mikilvægt tæki í að vinna að uppfyllingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ályktunin var samþykkt á Alþingi þann 1. júní 2012. Í áætluninni voru tilgreind 43 verkefni á átta málasviðum sem lúta að aðgengi, atvinnu, félagslegri vernd og sjálfstæðu lífi, heilbrigði, ímynd og fræðslu, mannréttindum, menntun og þátttöku í samfélaginu. Framkvæmdaáætlunin átti að gilda 2012 til 2014, en gildistími hennar var framlengdur uns ný áætlun tæki við þar sem fjárveitingar til hennar voru minni en væntingar stóðu til á því tímabili. Úr því var bætt og fjölmörg verkefni hafa orðið að raunveruleika. Nefna má styrki til úttektar á aðgengi fatlaðs fólks að þeim stöðum sem almenningur hefur aðgang að og styrkur til að gerðar handbókar fyrir ferðaþjónustuaðila um aðgengismál; vitundarvakningu og átaksverkefni til að auka atvinnumöguleika fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði í samstarfi við Vinnumálastofnun; styrki til nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna í velferðarþjónustu til að auka lífsgæði notenda, Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga fékk styrk til fræðslu í meðferð og þróun tjáskiptatækja og haldið var sérstakt málþing um velferðartækni; Barnaverndarstofa fékk styrk til að veita starfsmönnum í barnavernd, félagsþjónustu og hjá Barnahúsi þjálfun í að vinna með fötluðum börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi; og sjónvarpsþættirnir Með okkar augum fengu sérstakan styrk. Vinna að nýrri framkvæmdaáætlun er hafin og er áhersla lögð á víðtækt samráð og þátttöku við gerð hennar. Nánari upplýsingar eru á vef ráðuneytisins: www.velferdarraduneyti.is/framkvaemdaaaetlun. Vegna sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur starfshópur á mínum vegum undir forystu Willums Þórs Þórssonar þingmanns lagt fram frumvarpsdrög með veigamiklum breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og málefni fatlaðs fólks. Drögin hafa verið birt til umsagnar á vef ráðuneytisins. Þá er það von mín að drög að nýrri framkvæmdaáætlun verði birt til umsagnar í byrjun september. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.