Fótbolti

Ragnar fékk enga afmælisköku en slapp við hótelmatinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ragnar Sigurðsson fékk bara enga afmælistertu.
Ragnar Sigurðsson fékk bara enga afmælistertu. vísir/vilhelm
Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, varð þrítugur í gær og fagnaði því með bæjarrölti í Annecy en strákarnir okkar fengu smá frí eftir leikinn gegn Ungverjalandi í gær.

Sjá einnig:Sjáðu blaðamannafund strákanna í heild sinni

„Ég gerði ekkert sérstakt. Það var gaman að fá allar afmælisóskirnar þó það sé smá skellur að vera orðinn þrítugur,“ sagði Ragnar brosandi á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag.

Ragnar nýtti frídaginn til að komast aðeins út af hótelinu en hann fór niður í bæ með tveimur félögum sínum úr íslenska liðinu.

„Við vorum í smá fríi í gær þannig ég fór með Kára og Emma [Theodór Elmari] niður í bæ að rölta um og fá okkur kaffi. Svo fórum við út að borða þannig við sluppum við hótelmatinn svona einu sinni,“ sagði Ragnar.

Aðspurður hvort hann hefði fengið kökusneið á þessum merka degi var svarið einfalt: „Nei.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Heimir: Vitum að við eigum helling inni

"Menn taka eitt lítið feilspor. Það eru engar áhyggjur í sambandi við varnarleikinn okkar, alls ekki,“ segir Heimir Hallgrímsson.

Eiður Smári: Vil ekki að þetta hætti

"Þetta er eins og að fara í Disneyland í fyrsta skipti,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen um upplifun sína af EM í Frakklandi til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×