Í fúlustu alvöru! Þóranna Jónsdóttir skrifar 21. júní 2016 11:44 Ég skrifaði um daginn greinarkorn sem birtist hér á Vísi og bar yfirskriftina „Gefið okkur val“. Tilgangurinn var að biðla til sitjandi forseta um að draga sig í hlé svo fulltrúar næstu kynslóðar í forsetaframboði, þau Andri, Halla og Guðni, gætu tekið samtalið um framtíðarsýn og áherslur. Umræðan gæti þá hætt að snúast um taktíska kosningu og hver ætti möguleika á að fella sitjandi forseta. Ég átti ekki von á að ósk mín myndi rætast jafn fljót og raun bar vitni. Viti menn, örfáum dögum síðar varð ég bænheyrð þegar Ólafur Ragnar dró framboð sitt til baka! Mér varð þó ekki alfarið að ósk minni. Ófyrirséð útskipti áttu sér stað, inn á völlinn steig fóstbróðir Ólafs, engu minni fulltrúi gamals tíma en sá fyrri. Ótti greip um sig og taktískar kosningar voru enn mál málanna. Hver væri nógu sterkur gegn hinum máttuga Davíð? Óskin um málefnalegt samtal varð ekki að veruleika, því er nú verr og miður. Málefnalegt samtal hefði dregið skýrari útlínur þessara þriggja frambjóðenda, gefið kjósendum skarpari mynd af því hvað hvert og eitt þeirra stæði fyrir og hvers þau væru megnug. Samtalið hefði gefið kjósendum betri upplýsingar um hvert þeirra væri í raun og veru hæfast til að gegna embættinu til næstu ára, hver hefði reynsluna, framtíðasýnina, kjarkinn og duginn til að takast á við verkefnið. Í staðin höfum við setið uppi með einhverskonar ómarkvisst suð; um Icesave, um þorskastríðið (halló!), samsæriskenningar og flokkadrætti. Jú, og svo höfum við verið upplýst um gæludýr og systkinaröð frambjóðenda. Ég sakna málefnalegrar umræðu. Samtalið milli Höllu, Andra og Guðna hefur ekki átt sér stað og því eru kjósendur verr upplýstir en þær gætu verið. Yppa öxlum og ætla kannski að kjósa þann sem er efstur í skoðanakönnunum, því það hlýtur bara að vera skásti kosturinn, eða hvað? Sem betur fer er þó nokkuð af fólki á Íslandi sem kann að bjarga sér sjálft. Þetta fólk hefur sótt sér upplýsingar, skoðað vefsíður frambjóðenda, kynnt sér það sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur, leitað uppi þau fáu viðtöl og samtöl sem fjölmiðlar hafa birt, hlustað, hugsað málið og komist að niðurstöðu um hver hafi mest til brunns að bera í þetta embætti. Fleiri og fleiri hafa áttað sig á því að Halla hefur vinninginn yfir þá Andra og Guðna hvað varðar fjölbreytta reynslu, alþjóðlegt samstarf, frumkvæði, framtíðarsýn, framsögu og áræðni. Það er ekki ástæða til að óttast, fylgið við Davíð og fortíðina situr fast í innan við 20%. Um 80% landsmanna ætla að kjósa aðra kosti, það er nóg til skiptanna. Fylgi Höllu er á fljúgandi ferð. Ef fólk leggur sig fram um að skoða, hlusta og nota hyggjuvitið til að taka ákvörðun eigum við möguleika á að eignast frammúrskarandi forseta. Forseta sem mun hlusta á fólkið í landinu, vera okkur til sóma innan lands sem utan, hvetja og horfa til framtíðar. Skynsemin segir mér að velja Höllu, innsæið segir að það sé rétt val. Í fúlustu alvöru, reiknum dæmið til enda! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skrifaði um daginn greinarkorn sem birtist hér á Vísi og bar yfirskriftina „Gefið okkur val“. Tilgangurinn var að biðla til sitjandi forseta um að draga sig í hlé svo fulltrúar næstu kynslóðar í forsetaframboði, þau Andri, Halla og Guðni, gætu tekið samtalið um framtíðarsýn og áherslur. Umræðan gæti þá hætt að snúast um taktíska kosningu og hver ætti möguleika á að fella sitjandi forseta. Ég átti ekki von á að ósk mín myndi rætast jafn fljót og raun bar vitni. Viti menn, örfáum dögum síðar varð ég bænheyrð þegar Ólafur Ragnar dró framboð sitt til baka! Mér varð þó ekki alfarið að ósk minni. Ófyrirséð útskipti áttu sér stað, inn á völlinn steig fóstbróðir Ólafs, engu minni fulltrúi gamals tíma en sá fyrri. Ótti greip um sig og taktískar kosningar voru enn mál málanna. Hver væri nógu sterkur gegn hinum máttuga Davíð? Óskin um málefnalegt samtal varð ekki að veruleika, því er nú verr og miður. Málefnalegt samtal hefði dregið skýrari útlínur þessara þriggja frambjóðenda, gefið kjósendum skarpari mynd af því hvað hvert og eitt þeirra stæði fyrir og hvers þau væru megnug. Samtalið hefði gefið kjósendum betri upplýsingar um hvert þeirra væri í raun og veru hæfast til að gegna embættinu til næstu ára, hver hefði reynsluna, framtíðasýnina, kjarkinn og duginn til að takast á við verkefnið. Í staðin höfum við setið uppi með einhverskonar ómarkvisst suð; um Icesave, um þorskastríðið (halló!), samsæriskenningar og flokkadrætti. Jú, og svo höfum við verið upplýst um gæludýr og systkinaröð frambjóðenda. Ég sakna málefnalegrar umræðu. Samtalið milli Höllu, Andra og Guðna hefur ekki átt sér stað og því eru kjósendur verr upplýstir en þær gætu verið. Yppa öxlum og ætla kannski að kjósa þann sem er efstur í skoðanakönnunum, því það hlýtur bara að vera skásti kosturinn, eða hvað? Sem betur fer er þó nokkuð af fólki á Íslandi sem kann að bjarga sér sjálft. Þetta fólk hefur sótt sér upplýsingar, skoðað vefsíður frambjóðenda, kynnt sér það sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur, leitað uppi þau fáu viðtöl og samtöl sem fjölmiðlar hafa birt, hlustað, hugsað málið og komist að niðurstöðu um hver hafi mest til brunns að bera í þetta embætti. Fleiri og fleiri hafa áttað sig á því að Halla hefur vinninginn yfir þá Andra og Guðna hvað varðar fjölbreytta reynslu, alþjóðlegt samstarf, frumkvæði, framtíðarsýn, framsögu og áræðni. Það er ekki ástæða til að óttast, fylgið við Davíð og fortíðina situr fast í innan við 20%. Um 80% landsmanna ætla að kjósa aðra kosti, það er nóg til skiptanna. Fylgi Höllu er á fljúgandi ferð. Ef fólk leggur sig fram um að skoða, hlusta og nota hyggjuvitið til að taka ákvörðun eigum við möguleika á að eignast frammúrskarandi forseta. Forseta sem mun hlusta á fólkið í landinu, vera okkur til sóma innan lands sem utan, hvetja og horfa til framtíðar. Skynsemin segir mér að velja Höllu, innsæið segir að það sé rétt val. Í fúlustu alvöru, reiknum dæmið til enda!
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar