Heldur þann næstbesta Ingunn Svala Leifsdóttir skrifar 22. júní 2016 07:00 Ég er þakklát fyrir að búa í lýðræðisríki, það eru ekki allir svo heppnir. Í lýðræðinu felst að við getum með reglulegu millibili nýtt okkur atkvæðisrétt og lagt okkar á vogarskálarnar við að velja þá sem við viljum að leiði og stjórni í þessu landi. Þetta er mikilvægur réttur sem við eigum að nýta. Því miður hefur kosningaþátttaka dvínað á undanförnum árum, sérstaklega meðal yngstu kjósendanna. Í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var heildarkjörsókn sú minnsta frá stofnun lýðveldisins og einungis helmingur kjósenda undir 30 ára aldri mætti á kjörstað. Ef við nýtum ekki réttinn getum við ekki haft áhrif. Það skiptir þó ekki bara máli hvort við nýtum réttinn heldur einnig hvernig við nýtum hann. Nú í aðdraganda forsetakosninga hef ég gjarnan heyrt fólk tala um að það þurfi að gæta þess að atvæði þeirra detti ekki dautt niður. Með öðrum orðum að atkvæði sé ekki „sóað“ á frambjóðanda sem á litla möguleika á að ná kjöri, ef marka má skoðanakannanir. Þannig sé ef til vill skynsamlegra að verja atkvæði sínu til að kjósa aðila sem má sætta sig við, og minnka þannig líkurnar á að einhver sem manni líst ekki á komist að. Þetta er að mörgu leyti skiljanleg umræða, en að sama skapi dapurleg því hún felur í sér að fólk fari ekki eftir eigin sannfæringu og kjósi þann sem það treystir best.Leikjafræði Ég hef bæði lesið á samfélagsmiðlum og heyrt fólk segja að því lítist langbest á tiltekinn frambjóðanda en þori ekki að „eyða“ atkvæði sínu á viðkomandi því þá komi það ef til vill í veg fyrir að annar aðili nái nái að fella þann sem það ekki vill. Sem sagt velur næstbesta kostinn til að forðast þann sísta. Það kaldhæðnislega við þessa leikjafræði er að ef nægilega margir hegða sér samkvæmt henni þá geta úrslitin mögulega orðið allt önnur en raunverulegur vilji stendur til, við sitjum uppi með forseta sem miklu færri ætluðu sér raunverulega að kjósa. Skoðanakannanir eru skoðanamótandi. Úr þeim lesa kjósendur hvaða leikjafræði er líklegust til að forða þeim frá versta kostinum. En hvað ef skoðanakannanir sýna ekki rétta mynd? Hvað með skoðun þeirra sem ekki svara? Hvað ef fleiri myndu nýta atkvæðisrétt sinn? Ef helmingur úrtaks svarar ekki skoðanakönnun er allsendis óvíst hvert atkvæði þeirra muni falla, ef þeir mæta á annað borð á kjörstað. Ef allir þeir sem ekki svara könnunum mættu á kjörstað og kysu eftir eigin sannfæringu gæti vel farið svo að eitthvað allt annað kæmi upp úr kjörkössunum en skoðanakannanir hefðu gefið tilefni til að ætla. Mér finnst dapurlegt hversu margir gefa frá sér réttinn til að kjósa, en jafnvel enn dapurlegra þegar kosningarétturinn er ekki nýttur til að kjósa þann sem við teljum besta kostinn. Tökum okkur tíma til að kynna okkur frambjóðendur og taka afstöðu. Nýtum kosningaréttinn til að velja það sem við viljum, ekki til að koma í veg fyrir það sem við viljum ekki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ég er þakklát fyrir að búa í lýðræðisríki, það eru ekki allir svo heppnir. Í lýðræðinu felst að við getum með reglulegu millibili nýtt okkur atkvæðisrétt og lagt okkar á vogarskálarnar við að velja þá sem við viljum að leiði og stjórni í þessu landi. Þetta er mikilvægur réttur sem við eigum að nýta. Því miður hefur kosningaþátttaka dvínað á undanförnum árum, sérstaklega meðal yngstu kjósendanna. Í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var heildarkjörsókn sú minnsta frá stofnun lýðveldisins og einungis helmingur kjósenda undir 30 ára aldri mætti á kjörstað. Ef við nýtum ekki réttinn getum við ekki haft áhrif. Það skiptir þó ekki bara máli hvort við nýtum réttinn heldur einnig hvernig við nýtum hann. Nú í aðdraganda forsetakosninga hef ég gjarnan heyrt fólk tala um að það þurfi að gæta þess að atvæði þeirra detti ekki dautt niður. Með öðrum orðum að atkvæði sé ekki „sóað“ á frambjóðanda sem á litla möguleika á að ná kjöri, ef marka má skoðanakannanir. Þannig sé ef til vill skynsamlegra að verja atkvæði sínu til að kjósa aðila sem má sætta sig við, og minnka þannig líkurnar á að einhver sem manni líst ekki á komist að. Þetta er að mörgu leyti skiljanleg umræða, en að sama skapi dapurleg því hún felur í sér að fólk fari ekki eftir eigin sannfæringu og kjósi þann sem það treystir best.Leikjafræði Ég hef bæði lesið á samfélagsmiðlum og heyrt fólk segja að því lítist langbest á tiltekinn frambjóðanda en þori ekki að „eyða“ atkvæði sínu á viðkomandi því þá komi það ef til vill í veg fyrir að annar aðili nái nái að fella þann sem það ekki vill. Sem sagt velur næstbesta kostinn til að forðast þann sísta. Það kaldhæðnislega við þessa leikjafræði er að ef nægilega margir hegða sér samkvæmt henni þá geta úrslitin mögulega orðið allt önnur en raunverulegur vilji stendur til, við sitjum uppi með forseta sem miklu færri ætluðu sér raunverulega að kjósa. Skoðanakannanir eru skoðanamótandi. Úr þeim lesa kjósendur hvaða leikjafræði er líklegust til að forða þeim frá versta kostinum. En hvað ef skoðanakannanir sýna ekki rétta mynd? Hvað með skoðun þeirra sem ekki svara? Hvað ef fleiri myndu nýta atkvæðisrétt sinn? Ef helmingur úrtaks svarar ekki skoðanakönnun er allsendis óvíst hvert atkvæði þeirra muni falla, ef þeir mæta á annað borð á kjörstað. Ef allir þeir sem ekki svara könnunum mættu á kjörstað og kysu eftir eigin sannfæringu gæti vel farið svo að eitthvað allt annað kæmi upp úr kjörkössunum en skoðanakannanir hefðu gefið tilefni til að ætla. Mér finnst dapurlegt hversu margir gefa frá sér réttinn til að kjósa, en jafnvel enn dapurlegra þegar kosningarétturinn er ekki nýttur til að kjósa þann sem við teljum besta kostinn. Tökum okkur tíma til að kynna okkur frambjóðendur og taka afstöðu. Nýtum kosningaréttinn til að velja það sem við viljum, ekki til að koma í veg fyrir það sem við viljum ekki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun