Er forseti yfir það hafinn? Halla Tómasdóttir skrifar 22. júní 2016 07:00 Mikilvægur þáttur í ákvörðun minni um að bjóða mig fram til embættis forseta var löngun mín til að gera gagn. Forseti er í þjónustu þjóðarinnar og á að vinna í hennar þágu. Það vakti því undrun mína að heyra forsetaframbjóðanda halda því fram í fyrsta samtali allra frambjóðenda á RÚV að hann teldi að forseti ætti að vera yfir það hafinn að styðja við einkafyrirtæki. Að mínu mati á forseti ekki að vera yfir það hafinn að styðja gott fólk til góðra verka. Hvorki samlanda sína né aðrar manneskjur. Forseti á ekki að telja eftir sér að styðja við fólkið í landinu: íþróttafólk, listamenn, fræðimenn, frumkvöðla og forystufólk sem vinnur samfélaginu gagn. Forseti á að styðja við menntun, náttúruvernd, landgræðslu, hugverk og handverk, menningu og listsköpun. Forseti á einnig að styðja við íslenskt atvinnulíf. Atvinnulíf er ekki og má ekki vera skammaryrði. Heilbrigt atvinnulíf er grunnur verðmætasköpunar og útflutningstekna og forsenda atvinnusköpunar. Atvinnulífið skapar einstaklingum atvinnu og fjölskyldum lífsviðurværi. Ferðaþjónustan sem hefur reynst drjúg búbót á síðari árum er hluti af atvinnulífinu, sem og ýmis menningartengd frumkvöðlastarfsemi. Forseti getur opnað dyr tækifæra fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Það eru fjölmargir Íslendingar sem notið hafa góðs af þeim tækifærum sem fulltingi forseta hefur skapað þeim á erlendum vettvangi. Handverk, listir, líftækni, hugbúnaðargerð að ógleymdri ferðaþjónustunni eru meðal þeirra geira sem hafa notið góðs af slíkum tækifærum.Í þágu heildarinnar Það er þó ekki sama hvernig forseti beitir sér í þágu þjóðarinnar eða fyrir hönd einkafyrirtækja. Það er til dæmis ekki í lagi að forseti njóti sérstakra fríðinda vegna þeirrar aðstoðar sem hann veitir fyrirtækjum. Það er ekki í lagi að forseti njóti persónulegs ávinnings, hvort sem er í formi greiðslna eða annarra hlunninda. Sú aðstoð sem forseti veitir fyrirtækjum verður að vera í þágu heildarinnar og eiga sér stað á grunni góðs siðferðis. Þá þarf að gæta jafnræðis og koma í veg fyrir að hagsmunatengsl myndist. Gagnsæi verður að vera í fyrirrúmi og setja á embættinu siðareglur. Ég tel reyndar furðulegt að forsetaembættinu hafi ekki verið settar siðareglur. Reglur sem ykju gagnsæi og kæmu í veg fyrir hagsmunaárekstra. Það er mun skynsamlegra en sú aðferð að flokka viðfangsefni eftir hentisemi og draga í dilka eftir því hvort um er að ræða opinberan geira eða einkageira, bókmenntir eða hugbúnaðargerð. Forseta ber að beita sér í þágu lands og þjóðar. Opna tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vinna á heilbrigðan og skynsaman máta að verðmætasköpun, landi og þjóð til gagns. Reynsla skiptir máli, ég hef fjölbreytta og verðmæta reynslu sem getur nýst þjóðinni vel. Á starfsferli mínum hef ég byggt upp víðtækt alþjóðlegt tengslanet sem ég mun svo sannarlega nýta til að leggja fólki lið og opna þannig dyr í þágu Íslands. Forseti getur ekki verið hafinn yfir fólkið í landinu og verkefni þeirra, forseti á að vinna fyrir þjóðina. Forseti á að gera gagn, þannig forseti vil ég vera.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Sjá meira
Mikilvægur þáttur í ákvörðun minni um að bjóða mig fram til embættis forseta var löngun mín til að gera gagn. Forseti er í þjónustu þjóðarinnar og á að vinna í hennar þágu. Það vakti því undrun mína að heyra forsetaframbjóðanda halda því fram í fyrsta samtali allra frambjóðenda á RÚV að hann teldi að forseti ætti að vera yfir það hafinn að styðja við einkafyrirtæki. Að mínu mati á forseti ekki að vera yfir það hafinn að styðja gott fólk til góðra verka. Hvorki samlanda sína né aðrar manneskjur. Forseti á ekki að telja eftir sér að styðja við fólkið í landinu: íþróttafólk, listamenn, fræðimenn, frumkvöðla og forystufólk sem vinnur samfélaginu gagn. Forseti á að styðja við menntun, náttúruvernd, landgræðslu, hugverk og handverk, menningu og listsköpun. Forseti á einnig að styðja við íslenskt atvinnulíf. Atvinnulíf er ekki og má ekki vera skammaryrði. Heilbrigt atvinnulíf er grunnur verðmætasköpunar og útflutningstekna og forsenda atvinnusköpunar. Atvinnulífið skapar einstaklingum atvinnu og fjölskyldum lífsviðurværi. Ferðaþjónustan sem hefur reynst drjúg búbót á síðari árum er hluti af atvinnulífinu, sem og ýmis menningartengd frumkvöðlastarfsemi. Forseti getur opnað dyr tækifæra fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Það eru fjölmargir Íslendingar sem notið hafa góðs af þeim tækifærum sem fulltingi forseta hefur skapað þeim á erlendum vettvangi. Handverk, listir, líftækni, hugbúnaðargerð að ógleymdri ferðaþjónustunni eru meðal þeirra geira sem hafa notið góðs af slíkum tækifærum.Í þágu heildarinnar Það er þó ekki sama hvernig forseti beitir sér í þágu þjóðarinnar eða fyrir hönd einkafyrirtækja. Það er til dæmis ekki í lagi að forseti njóti sérstakra fríðinda vegna þeirrar aðstoðar sem hann veitir fyrirtækjum. Það er ekki í lagi að forseti njóti persónulegs ávinnings, hvort sem er í formi greiðslna eða annarra hlunninda. Sú aðstoð sem forseti veitir fyrirtækjum verður að vera í þágu heildarinnar og eiga sér stað á grunni góðs siðferðis. Þá þarf að gæta jafnræðis og koma í veg fyrir að hagsmunatengsl myndist. Gagnsæi verður að vera í fyrirrúmi og setja á embættinu siðareglur. Ég tel reyndar furðulegt að forsetaembættinu hafi ekki verið settar siðareglur. Reglur sem ykju gagnsæi og kæmu í veg fyrir hagsmunaárekstra. Það er mun skynsamlegra en sú aðferð að flokka viðfangsefni eftir hentisemi og draga í dilka eftir því hvort um er að ræða opinberan geira eða einkageira, bókmenntir eða hugbúnaðargerð. Forseta ber að beita sér í þágu lands og þjóðar. Opna tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vinna á heilbrigðan og skynsaman máta að verðmætasköpun, landi og þjóð til gagns. Reynsla skiptir máli, ég hef fjölbreytta og verðmæta reynslu sem getur nýst þjóðinni vel. Á starfsferli mínum hef ég byggt upp víðtækt alþjóðlegt tengslanet sem ég mun svo sannarlega nýta til að leggja fólki lið og opna þannig dyr í þágu Íslands. Forseti getur ekki verið hafinn yfir fólkið í landinu og verkefni þeirra, forseti á að vinna fyrir þjóðina. Forseti á að gera gagn, þannig forseti vil ég vera.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun