Kjósum rétt Halla Tómasdóttir skrifar 24. júní 2016 07:00 Kæru Íslendingar Nú göngum við til kosninga og veljum næsta forseta lýðveldisins. Að kosningum loknum er mikilvægt að sátt og sameining ríki um þann einstakling sem verður fyrir valinu. Því vil ég hvetja kjósendur til að nýta rétt sinn og kynna sér vel það sem þeir frambjóðendur sem í boði eru hafa fram að færa. Það skiptir máli að ákvörðunin sé tekin á upplýstan hátt, þannig fáum við góðan forseta. Forseti getur gert heilmikið gagn fyrir land og þjóð. Forseti slær tóninn og er fyrirmynd, getur leitt samtal um jafnrétti, menntun og náttúruvernd, er fyrirmynd sem sýnir virðingu og heiðarleika í verki. Forseti getur skapað tækifæri fyrir Íslendinga, opnað dyr og stutt við íþróttafólk, listamenn, vísindamenn, tæknifólk og sprotafyrirtæki. Ég mun vera duglegur forseti sem þjóðin getur í senn nýtt til góðra verka og verið stolt af. Úrslitin eru ekki ráðin, þitt atkvæði skiptir máli. Ég hvet þig til að kjósa þann frambjóðanda sem þú telur besta kostinn. Það er engin ástæða til að velja þann næstbesta til þess að koma í veg fyrir að sá sem þú vilt ekki komist að. Valið stendur að mörgu leyti milli fortíðar, þess að standa í stað, eða að horfa til framtíðar. Ég heyri að fleiri og fleiri ætla að kjósa framtíðina og vilja forseta sem mun gera gagn. Það skiptir máli að taka þátt því þannig getum við haft áhrif. Ég vel framtíðina og býð þjóðinni að fylgja mér í þeirri vegferð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Kæru Íslendingar Nú göngum við til kosninga og veljum næsta forseta lýðveldisins. Að kosningum loknum er mikilvægt að sátt og sameining ríki um þann einstakling sem verður fyrir valinu. Því vil ég hvetja kjósendur til að nýta rétt sinn og kynna sér vel það sem þeir frambjóðendur sem í boði eru hafa fram að færa. Það skiptir máli að ákvörðunin sé tekin á upplýstan hátt, þannig fáum við góðan forseta. Forseti getur gert heilmikið gagn fyrir land og þjóð. Forseti slær tóninn og er fyrirmynd, getur leitt samtal um jafnrétti, menntun og náttúruvernd, er fyrirmynd sem sýnir virðingu og heiðarleika í verki. Forseti getur skapað tækifæri fyrir Íslendinga, opnað dyr og stutt við íþróttafólk, listamenn, vísindamenn, tæknifólk og sprotafyrirtæki. Ég mun vera duglegur forseti sem þjóðin getur í senn nýtt til góðra verka og verið stolt af. Úrslitin eru ekki ráðin, þitt atkvæði skiptir máli. Ég hvet þig til að kjósa þann frambjóðanda sem þú telur besta kostinn. Það er engin ástæða til að velja þann næstbesta til þess að koma í veg fyrir að sá sem þú vilt ekki komist að. Valið stendur að mörgu leyti milli fortíðar, þess að standa í stað, eða að horfa til framtíðar. Ég heyri að fleiri og fleiri ætla að kjósa framtíðina og vilja forseta sem mun gera gagn. Það skiptir máli að taka þátt því þannig getum við haft áhrif. Ég vel framtíðina og býð þjóðinni að fylgja mér í þeirri vegferð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar