Ég kýs Guðna Helena Þ. Karlsdóttir skrifar 24. júní 2016 16:43 Ég verð að viðurkenna að ég var búin að ákveða að skila auðu í forsetakosningunum áður en Guðni Th. ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Það kom bara enginn til greina í mínum huga. En framboð Guðna breytti því og ég er ákveðin í að hann fái mitt atkvæði enda er mér það einstaklega ljúft styðja Guðna. Þar fer maður sem á erindi á Bessastaði. Við Guðni eru bekkjarsystkin úr MR og úr Garðabænum. Ég hef því þekkt Guðna í yfir 30 ár og veit hvaða mann hefur að geyma. Hann er ósköp venjulegur hógvær maður. Hann er klár, heiðarlegur, réttsýnn, víðsýnn, vel máli farinn og einlægur. Svo er hann góður húmoristi. Í mínum huga á forsetinn að vera leiðtogi sem gleðst með þjóðinni þegar vel gengur og hvetur þjóðina áfram þegar á móti blæs. Hann á að hlusta á vilja þjóðarinnar, tryggja að ólík sjónarmið heyrist, setja mikilvæg samfélagsmál á dagskrá og hvetja til umræðu um þau. Hann á að vera maður fólksins og vera verðugur fulltrúi þjóðarinnar á erlendum vettvangi og tala máli hennar. Guðni er einstaklega hæfur til að gegna forsetaembættinu. Hann hefur kynnt sér sögu forsetaembættisins og fyrri forseta og hefur yfirgripsmikla, jafnvel yfirgripsmestu leyfi ég mér að segja, þekkingu á embættinu. Hann hefur skýra sýn á hvernig forsetaembættið og forseti á að vera og þannig forseta vil ég. Ég hef tekið þátt í kosningahópi framboðs Guðna á Akureyri og ég verð að segja að með framboði sínu hefur Guðni náð að sameina fjölbreyttan hóp fólks, fólk með mismunandi bakgrunn, menntun og aldur og fólk úr öllum stjórnmálaflokkum. Hópurinn hefur unnið sem einn maður að sameiginlegu markmiði, þ.e. að stuðla að góðum kosningasigri Guðna. Vinnan hefur verið einstaklega skemmtileg og jákvæð og það hefur verið gefandi að vinna að framgangi framboðsins. Guðna hefur verið mjög vel tekið hvar sem hann hefur komið og húsfyllir var bæði við opnun kosningaskrifstofunnar sem og á opna fundinum sem haldinn var í Hofi. Guðni á hljómgrunn hjá Akureyringum. Það er eitt, að lokum, sem ég verð að minnast á og mér finnst lýsandi fyrir Guðna. Á opna fundi sínum á Akureyri ræddi hann mikilvægi þess að hvetja þá sem eiga undir högg að sækja. Hann sagði að geti hann hjálpað og hvatt einhvern áfram sem er hikandi og á sér drauma en vantar örlítið klapp á öxlina þá hafi hann kannski komið einhverju góðu til leiðar. Eftir þau hvatningarorð stóð upp 18 ára drengur, nýkominn með kosningarétt, og lýsti því að hann væri einhverfur og hefði dottið út úr skóla. Hann lýsti því hvernig honum fyndist kerfið hafi brugðist og það hefði kostað átök að standa upp og tala. En hann gerði það og ég er þess fullviss að það hafi verið m.a. vegna hvatningar Guðna sem drengurinn stóð upp og tjáði sig um þetta mikilvæga mál. Ég verð að viðurkenna að þetta snart mig og ég veit að svo var um fleiri. Ég fylltist stolti fyrir hönd drengsins. Mér fannst þetta svo frábært því ég veit að það getur tekið á að standa upp og tala fyrir framan fullan sal af fólki. Þjóðin kýs sér forseta nk. laugardag. Ég kýs Guðna því honum treysti ég fullkomlega til að gegna embætti forseta Íslands og veit að hann mun gera það vel. Svo er hann giftur flottri konu og er alltaf í flottum sokkum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ég verð að viðurkenna að ég var búin að ákveða að skila auðu í forsetakosningunum áður en Guðni Th. ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Það kom bara enginn til greina í mínum huga. En framboð Guðna breytti því og ég er ákveðin í að hann fái mitt atkvæði enda er mér það einstaklega ljúft styðja Guðna. Þar fer maður sem á erindi á Bessastaði. Við Guðni eru bekkjarsystkin úr MR og úr Garðabænum. Ég hef því þekkt Guðna í yfir 30 ár og veit hvaða mann hefur að geyma. Hann er ósköp venjulegur hógvær maður. Hann er klár, heiðarlegur, réttsýnn, víðsýnn, vel máli farinn og einlægur. Svo er hann góður húmoristi. Í mínum huga á forsetinn að vera leiðtogi sem gleðst með þjóðinni þegar vel gengur og hvetur þjóðina áfram þegar á móti blæs. Hann á að hlusta á vilja þjóðarinnar, tryggja að ólík sjónarmið heyrist, setja mikilvæg samfélagsmál á dagskrá og hvetja til umræðu um þau. Hann á að vera maður fólksins og vera verðugur fulltrúi þjóðarinnar á erlendum vettvangi og tala máli hennar. Guðni er einstaklega hæfur til að gegna forsetaembættinu. Hann hefur kynnt sér sögu forsetaembættisins og fyrri forseta og hefur yfirgripsmikla, jafnvel yfirgripsmestu leyfi ég mér að segja, þekkingu á embættinu. Hann hefur skýra sýn á hvernig forsetaembættið og forseti á að vera og þannig forseta vil ég. Ég hef tekið þátt í kosningahópi framboðs Guðna á Akureyri og ég verð að segja að með framboði sínu hefur Guðni náð að sameina fjölbreyttan hóp fólks, fólk með mismunandi bakgrunn, menntun og aldur og fólk úr öllum stjórnmálaflokkum. Hópurinn hefur unnið sem einn maður að sameiginlegu markmiði, þ.e. að stuðla að góðum kosningasigri Guðna. Vinnan hefur verið einstaklega skemmtileg og jákvæð og það hefur verið gefandi að vinna að framgangi framboðsins. Guðna hefur verið mjög vel tekið hvar sem hann hefur komið og húsfyllir var bæði við opnun kosningaskrifstofunnar sem og á opna fundinum sem haldinn var í Hofi. Guðni á hljómgrunn hjá Akureyringum. Það er eitt, að lokum, sem ég verð að minnast á og mér finnst lýsandi fyrir Guðna. Á opna fundi sínum á Akureyri ræddi hann mikilvægi þess að hvetja þá sem eiga undir högg að sækja. Hann sagði að geti hann hjálpað og hvatt einhvern áfram sem er hikandi og á sér drauma en vantar örlítið klapp á öxlina þá hafi hann kannski komið einhverju góðu til leiðar. Eftir þau hvatningarorð stóð upp 18 ára drengur, nýkominn með kosningarétt, og lýsti því að hann væri einhverfur og hefði dottið út úr skóla. Hann lýsti því hvernig honum fyndist kerfið hafi brugðist og það hefði kostað átök að standa upp og tala. En hann gerði það og ég er þess fullviss að það hafi verið m.a. vegna hvatningar Guðna sem drengurinn stóð upp og tjáði sig um þetta mikilvæga mál. Ég verð að viðurkenna að þetta snart mig og ég veit að svo var um fleiri. Ég fylltist stolti fyrir hönd drengsins. Mér fannst þetta svo frábært því ég veit að það getur tekið á að standa upp og tala fyrir framan fullan sal af fólki. Þjóðin kýs sér forseta nk. laugardag. Ég kýs Guðna því honum treysti ég fullkomlega til að gegna embætti forseta Íslands og veit að hann mun gera það vel. Svo er hann giftur flottri konu og er alltaf í flottum sokkum!
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun