Rafræn þjónustumiðstöð í Reykjavík Halldór Auðar Svansson skrifar 29. júní 2016 07:00 Á fundi sínum þann 23. júní síðastliðinn samþykkti borgarráð Reykjavíkurborgar einróma tillögu stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um að stofnuð skuli rafræn þjónustumiðstöð í borginni. Um er að ræða nýja stjórnsýslueiningu sem verður leiðandi í vinnu við að samræma rafræna þjónustu milli mismunandi sviða borgarinnar, finna þar úrbótatækifæri og nýta þau. Sú ákvörðun að stofna rafræna þjónustumiðstöð er í góðu samræmi við ábendingar sem finna má í skýrslu sem starfshópur um þjónustuveitingu borgarinnar skilaði í fyrra. Þar kemur fram að rafræn þjónusta eigi að vera augljós fyrsti kostur fyrir þjónustuþega borgarinnar en svo sé ekki eins og er. Rafræn þjónusta hafi á undanförnum árum aukist eitthvað en þó ekki eins hratt og æskilegt væri. Einnig kemur fram að þjónusta borgarinnar er nú skipulögð þannig að íbúar þurfa að hafa umtalsverða innsýn í skipulag Reykjavíkurborgar til að vita hvert þeir eiga að leita eftir þjónustu.Rafræn þjónusta er nærþjónusta Rekstur sveitarfélaga snýst að stórum hluta um nærþjónustu; þjónustu sem er eins nálægt þeim og nýtur hennar og mögulegt er. Á netvæddum tímum í landi þar sem langflestir hafa aðgang að netinu og nota það að staðaldri (núorðið í gegnum síma sem alltaf er í vasanum) er augljóst mál að vel útfærð rafræn þjónusta er eins mikil nærþjónusta og kostur er á. Það er því eðlilegt að gera þá kröfu að sveitarfélög taki rafræna þjónustu alvarlega í því skyni að spara íbúum sínum spor og umstang við að sendast á milli stofnana til að fá upplýsingar eða skila inn eyðublöðum. Í þessu felst líka hagkvæmni fyrir rekstur sveitarfélagsins sjálfs. Nærþjónusta snýst þó ekki bara um þægindi og hagkvæmni heldur er hún líka mikilvæg út frá umhverfissjónarmiðum. Í drögum að loftslagsstefnu borgarinnar sem lögð voru fram á fundi borgarstjórnar þann 21. júní síðastliðinn má finna þau markmið að stefnt verði að því að draga úr samgöngum með áherslu á rafræna þjónustu og að önnur þjónusta verði veitt sem næst notendum eða gerð aðgengileg með vistvænum fararmátum innan hvers borgarhluta.Frelsun gagna og snjallborgin Reykjavík Rafræn þjónusta felur meðal annars og ekki síst í sér rafræna upplýsingagjöf; samþættingu og frelsun gagna. Ýmsar borgir víða um heim hafa til dæmis unnið eftir módeli sem kallast Snjallborgir (Smart cities), en það snýst um að sameina gögn úr ólíkum gagnagrunnum er tengjast innviðum borgarinnar og nota þau til að bæta þjónustu, auka lífsgæði íbúa og draga úr sóun. Í þessu felst meðal annars að koma upp skynjurum sem afla gagna um þjónustu borgarinnar sem síðan er hægt að nýta til að bæta hana. Einfalt dæmi um slíkt væri ruslafötur sem skynja hversu mikið er í þeim hverju sinni, sem hjálpar til við að vita hvernig er best að dreifa þeim og hvenær er best að tæma þær. Hjá Reykjavíkurborg hefur ýmis stefnumótun sem og verkefni verið í gangi í þessa veru. Til að mynda hefur verið að störfum starfshópur um snjallborgarvæðingu borgarinnar sem hefur kortlagt tækifærin sem í þessu felast og lagt fram tillögur um heppileg tilraunaverkefni á þessu sviði. Samstarfssamningur sem Gagnaveita Reykjavíkur (dótturfélag Orkuveitunnar) gerði fyrr á þessu ári við Cisco Systems snýst síðan meðal annars um að áhugasömum fyrirtækjum og opinberum aðilum er boðið að nýta ljósleiðara Gagnaveitunnar til prófunar á snjalllausnum hvers konar. Með slíkri söfnun og samþættingu gagna gefast líka mörg tækifæri til að opna gögnin í þágu gagnsæis og til þess að gefa öðrum færi á að nýta sér gögnin á skapandi hátt. Borgin hefur með ýmsum hætti, meðal annars í nýrri upplýsingastefnu, markað sér skýra stefnu um að opna gögn borgarinnar og þverpólitísk samstaða hefur ríkt um það markmið. Á þessu kjörtímabili hefur verið unnin áætlun um innleiðingu rafrænnar gagnagáttar um fjármál borgarinnar og opinna gagna almennt – en hægar hefur gengið að vinna eftir henni en vonir stóðu til. Þess vegna er opnun gagna eitt af því sem rafrænni þjónustumiðstöð er falið að hafa umsjón með. Allt í allt gefst þannig með rafrænni þjónustumiðstöð frábært svigrúm til að vinna þvert á kerfið í þágu þess að lyfta rafrænni þjónustu við íbúa og starfsfólk borgarinnar upp á hærra stig – eins og almenn samstaða ríkir um að sé nauðsynlegt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi sínum þann 23. júní síðastliðinn samþykkti borgarráð Reykjavíkurborgar einróma tillögu stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um að stofnuð skuli rafræn þjónustumiðstöð í borginni. Um er að ræða nýja stjórnsýslueiningu sem verður leiðandi í vinnu við að samræma rafræna þjónustu milli mismunandi sviða borgarinnar, finna þar úrbótatækifæri og nýta þau. Sú ákvörðun að stofna rafræna þjónustumiðstöð er í góðu samræmi við ábendingar sem finna má í skýrslu sem starfshópur um þjónustuveitingu borgarinnar skilaði í fyrra. Þar kemur fram að rafræn þjónusta eigi að vera augljós fyrsti kostur fyrir þjónustuþega borgarinnar en svo sé ekki eins og er. Rafræn þjónusta hafi á undanförnum árum aukist eitthvað en þó ekki eins hratt og æskilegt væri. Einnig kemur fram að þjónusta borgarinnar er nú skipulögð þannig að íbúar þurfa að hafa umtalsverða innsýn í skipulag Reykjavíkurborgar til að vita hvert þeir eiga að leita eftir þjónustu.Rafræn þjónusta er nærþjónusta Rekstur sveitarfélaga snýst að stórum hluta um nærþjónustu; þjónustu sem er eins nálægt þeim og nýtur hennar og mögulegt er. Á netvæddum tímum í landi þar sem langflestir hafa aðgang að netinu og nota það að staðaldri (núorðið í gegnum síma sem alltaf er í vasanum) er augljóst mál að vel útfærð rafræn þjónusta er eins mikil nærþjónusta og kostur er á. Það er því eðlilegt að gera þá kröfu að sveitarfélög taki rafræna þjónustu alvarlega í því skyni að spara íbúum sínum spor og umstang við að sendast á milli stofnana til að fá upplýsingar eða skila inn eyðublöðum. Í þessu felst líka hagkvæmni fyrir rekstur sveitarfélagsins sjálfs. Nærþjónusta snýst þó ekki bara um þægindi og hagkvæmni heldur er hún líka mikilvæg út frá umhverfissjónarmiðum. Í drögum að loftslagsstefnu borgarinnar sem lögð voru fram á fundi borgarstjórnar þann 21. júní síðastliðinn má finna þau markmið að stefnt verði að því að draga úr samgöngum með áherslu á rafræna þjónustu og að önnur þjónusta verði veitt sem næst notendum eða gerð aðgengileg með vistvænum fararmátum innan hvers borgarhluta.Frelsun gagna og snjallborgin Reykjavík Rafræn þjónusta felur meðal annars og ekki síst í sér rafræna upplýsingagjöf; samþættingu og frelsun gagna. Ýmsar borgir víða um heim hafa til dæmis unnið eftir módeli sem kallast Snjallborgir (Smart cities), en það snýst um að sameina gögn úr ólíkum gagnagrunnum er tengjast innviðum borgarinnar og nota þau til að bæta þjónustu, auka lífsgæði íbúa og draga úr sóun. Í þessu felst meðal annars að koma upp skynjurum sem afla gagna um þjónustu borgarinnar sem síðan er hægt að nýta til að bæta hana. Einfalt dæmi um slíkt væri ruslafötur sem skynja hversu mikið er í þeim hverju sinni, sem hjálpar til við að vita hvernig er best að dreifa þeim og hvenær er best að tæma þær. Hjá Reykjavíkurborg hefur ýmis stefnumótun sem og verkefni verið í gangi í þessa veru. Til að mynda hefur verið að störfum starfshópur um snjallborgarvæðingu borgarinnar sem hefur kortlagt tækifærin sem í þessu felast og lagt fram tillögur um heppileg tilraunaverkefni á þessu sviði. Samstarfssamningur sem Gagnaveita Reykjavíkur (dótturfélag Orkuveitunnar) gerði fyrr á þessu ári við Cisco Systems snýst síðan meðal annars um að áhugasömum fyrirtækjum og opinberum aðilum er boðið að nýta ljósleiðara Gagnaveitunnar til prófunar á snjalllausnum hvers konar. Með slíkri söfnun og samþættingu gagna gefast líka mörg tækifæri til að opna gögnin í þágu gagnsæis og til þess að gefa öðrum færi á að nýta sér gögnin á skapandi hátt. Borgin hefur með ýmsum hætti, meðal annars í nýrri upplýsingastefnu, markað sér skýra stefnu um að opna gögn borgarinnar og þverpólitísk samstaða hefur ríkt um það markmið. Á þessu kjörtímabili hefur verið unnin áætlun um innleiðingu rafrænnar gagnagáttar um fjármál borgarinnar og opinna gagna almennt – en hægar hefur gengið að vinna eftir henni en vonir stóðu til. Þess vegna er opnun gagna eitt af því sem rafrænni þjónustumiðstöð er falið að hafa umsjón með. Allt í allt gefst þannig með rafrænni þjónustumiðstöð frábært svigrúm til að vinna þvert á kerfið í þágu þess að lyfta rafrænni þjónustu við íbúa og starfsfólk borgarinnar upp á hærra stig – eins og almenn samstaða ríkir um að sé nauðsynlegt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar