Rafræn þjónustumiðstöð í Reykjavík Halldór Auðar Svansson skrifar 29. júní 2016 07:00 Á fundi sínum þann 23. júní síðastliðinn samþykkti borgarráð Reykjavíkurborgar einróma tillögu stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um að stofnuð skuli rafræn þjónustumiðstöð í borginni. Um er að ræða nýja stjórnsýslueiningu sem verður leiðandi í vinnu við að samræma rafræna þjónustu milli mismunandi sviða borgarinnar, finna þar úrbótatækifæri og nýta þau. Sú ákvörðun að stofna rafræna þjónustumiðstöð er í góðu samræmi við ábendingar sem finna má í skýrslu sem starfshópur um þjónustuveitingu borgarinnar skilaði í fyrra. Þar kemur fram að rafræn þjónusta eigi að vera augljós fyrsti kostur fyrir þjónustuþega borgarinnar en svo sé ekki eins og er. Rafræn þjónusta hafi á undanförnum árum aukist eitthvað en þó ekki eins hratt og æskilegt væri. Einnig kemur fram að þjónusta borgarinnar er nú skipulögð þannig að íbúar þurfa að hafa umtalsverða innsýn í skipulag Reykjavíkurborgar til að vita hvert þeir eiga að leita eftir þjónustu.Rafræn þjónusta er nærþjónusta Rekstur sveitarfélaga snýst að stórum hluta um nærþjónustu; þjónustu sem er eins nálægt þeim og nýtur hennar og mögulegt er. Á netvæddum tímum í landi þar sem langflestir hafa aðgang að netinu og nota það að staðaldri (núorðið í gegnum síma sem alltaf er í vasanum) er augljóst mál að vel útfærð rafræn þjónusta er eins mikil nærþjónusta og kostur er á. Það er því eðlilegt að gera þá kröfu að sveitarfélög taki rafræna þjónustu alvarlega í því skyni að spara íbúum sínum spor og umstang við að sendast á milli stofnana til að fá upplýsingar eða skila inn eyðublöðum. Í þessu felst líka hagkvæmni fyrir rekstur sveitarfélagsins sjálfs. Nærþjónusta snýst þó ekki bara um þægindi og hagkvæmni heldur er hún líka mikilvæg út frá umhverfissjónarmiðum. Í drögum að loftslagsstefnu borgarinnar sem lögð voru fram á fundi borgarstjórnar þann 21. júní síðastliðinn má finna þau markmið að stefnt verði að því að draga úr samgöngum með áherslu á rafræna þjónustu og að önnur þjónusta verði veitt sem næst notendum eða gerð aðgengileg með vistvænum fararmátum innan hvers borgarhluta.Frelsun gagna og snjallborgin Reykjavík Rafræn þjónusta felur meðal annars og ekki síst í sér rafræna upplýsingagjöf; samþættingu og frelsun gagna. Ýmsar borgir víða um heim hafa til dæmis unnið eftir módeli sem kallast Snjallborgir (Smart cities), en það snýst um að sameina gögn úr ólíkum gagnagrunnum er tengjast innviðum borgarinnar og nota þau til að bæta þjónustu, auka lífsgæði íbúa og draga úr sóun. Í þessu felst meðal annars að koma upp skynjurum sem afla gagna um þjónustu borgarinnar sem síðan er hægt að nýta til að bæta hana. Einfalt dæmi um slíkt væri ruslafötur sem skynja hversu mikið er í þeim hverju sinni, sem hjálpar til við að vita hvernig er best að dreifa þeim og hvenær er best að tæma þær. Hjá Reykjavíkurborg hefur ýmis stefnumótun sem og verkefni verið í gangi í þessa veru. Til að mynda hefur verið að störfum starfshópur um snjallborgarvæðingu borgarinnar sem hefur kortlagt tækifærin sem í þessu felast og lagt fram tillögur um heppileg tilraunaverkefni á þessu sviði. Samstarfssamningur sem Gagnaveita Reykjavíkur (dótturfélag Orkuveitunnar) gerði fyrr á þessu ári við Cisco Systems snýst síðan meðal annars um að áhugasömum fyrirtækjum og opinberum aðilum er boðið að nýta ljósleiðara Gagnaveitunnar til prófunar á snjalllausnum hvers konar. Með slíkri söfnun og samþættingu gagna gefast líka mörg tækifæri til að opna gögnin í þágu gagnsæis og til þess að gefa öðrum færi á að nýta sér gögnin á skapandi hátt. Borgin hefur með ýmsum hætti, meðal annars í nýrri upplýsingastefnu, markað sér skýra stefnu um að opna gögn borgarinnar og þverpólitísk samstaða hefur ríkt um það markmið. Á þessu kjörtímabili hefur verið unnin áætlun um innleiðingu rafrænnar gagnagáttar um fjármál borgarinnar og opinna gagna almennt – en hægar hefur gengið að vinna eftir henni en vonir stóðu til. Þess vegna er opnun gagna eitt af því sem rafrænni þjónustumiðstöð er falið að hafa umsjón með. Allt í allt gefst þannig með rafrænni þjónustumiðstöð frábært svigrúm til að vinna þvert á kerfið í þágu þess að lyfta rafrænni þjónustu við íbúa og starfsfólk borgarinnar upp á hærra stig – eins og almenn samstaða ríkir um að sé nauðsynlegt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi sínum þann 23. júní síðastliðinn samþykkti borgarráð Reykjavíkurborgar einróma tillögu stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um að stofnuð skuli rafræn þjónustumiðstöð í borginni. Um er að ræða nýja stjórnsýslueiningu sem verður leiðandi í vinnu við að samræma rafræna þjónustu milli mismunandi sviða borgarinnar, finna þar úrbótatækifæri og nýta þau. Sú ákvörðun að stofna rafræna þjónustumiðstöð er í góðu samræmi við ábendingar sem finna má í skýrslu sem starfshópur um þjónustuveitingu borgarinnar skilaði í fyrra. Þar kemur fram að rafræn þjónusta eigi að vera augljós fyrsti kostur fyrir þjónustuþega borgarinnar en svo sé ekki eins og er. Rafræn þjónusta hafi á undanförnum árum aukist eitthvað en þó ekki eins hratt og æskilegt væri. Einnig kemur fram að þjónusta borgarinnar er nú skipulögð þannig að íbúar þurfa að hafa umtalsverða innsýn í skipulag Reykjavíkurborgar til að vita hvert þeir eiga að leita eftir þjónustu.Rafræn þjónusta er nærþjónusta Rekstur sveitarfélaga snýst að stórum hluta um nærþjónustu; þjónustu sem er eins nálægt þeim og nýtur hennar og mögulegt er. Á netvæddum tímum í landi þar sem langflestir hafa aðgang að netinu og nota það að staðaldri (núorðið í gegnum síma sem alltaf er í vasanum) er augljóst mál að vel útfærð rafræn þjónusta er eins mikil nærþjónusta og kostur er á. Það er því eðlilegt að gera þá kröfu að sveitarfélög taki rafræna þjónustu alvarlega í því skyni að spara íbúum sínum spor og umstang við að sendast á milli stofnana til að fá upplýsingar eða skila inn eyðublöðum. Í þessu felst líka hagkvæmni fyrir rekstur sveitarfélagsins sjálfs. Nærþjónusta snýst þó ekki bara um þægindi og hagkvæmni heldur er hún líka mikilvæg út frá umhverfissjónarmiðum. Í drögum að loftslagsstefnu borgarinnar sem lögð voru fram á fundi borgarstjórnar þann 21. júní síðastliðinn má finna þau markmið að stefnt verði að því að draga úr samgöngum með áherslu á rafræna þjónustu og að önnur þjónusta verði veitt sem næst notendum eða gerð aðgengileg með vistvænum fararmátum innan hvers borgarhluta.Frelsun gagna og snjallborgin Reykjavík Rafræn þjónusta felur meðal annars og ekki síst í sér rafræna upplýsingagjöf; samþættingu og frelsun gagna. Ýmsar borgir víða um heim hafa til dæmis unnið eftir módeli sem kallast Snjallborgir (Smart cities), en það snýst um að sameina gögn úr ólíkum gagnagrunnum er tengjast innviðum borgarinnar og nota þau til að bæta þjónustu, auka lífsgæði íbúa og draga úr sóun. Í þessu felst meðal annars að koma upp skynjurum sem afla gagna um þjónustu borgarinnar sem síðan er hægt að nýta til að bæta hana. Einfalt dæmi um slíkt væri ruslafötur sem skynja hversu mikið er í þeim hverju sinni, sem hjálpar til við að vita hvernig er best að dreifa þeim og hvenær er best að tæma þær. Hjá Reykjavíkurborg hefur ýmis stefnumótun sem og verkefni verið í gangi í þessa veru. Til að mynda hefur verið að störfum starfshópur um snjallborgarvæðingu borgarinnar sem hefur kortlagt tækifærin sem í þessu felast og lagt fram tillögur um heppileg tilraunaverkefni á þessu sviði. Samstarfssamningur sem Gagnaveita Reykjavíkur (dótturfélag Orkuveitunnar) gerði fyrr á þessu ári við Cisco Systems snýst síðan meðal annars um að áhugasömum fyrirtækjum og opinberum aðilum er boðið að nýta ljósleiðara Gagnaveitunnar til prófunar á snjalllausnum hvers konar. Með slíkri söfnun og samþættingu gagna gefast líka mörg tækifæri til að opna gögnin í þágu gagnsæis og til þess að gefa öðrum færi á að nýta sér gögnin á skapandi hátt. Borgin hefur með ýmsum hætti, meðal annars í nýrri upplýsingastefnu, markað sér skýra stefnu um að opna gögn borgarinnar og þverpólitísk samstaða hefur ríkt um það markmið. Á þessu kjörtímabili hefur verið unnin áætlun um innleiðingu rafrænnar gagnagáttar um fjármál borgarinnar og opinna gagna almennt – en hægar hefur gengið að vinna eftir henni en vonir stóðu til. Þess vegna er opnun gagna eitt af því sem rafrænni þjónustumiðstöð er falið að hafa umsjón með. Allt í allt gefst þannig með rafrænni þjónustumiðstöð frábært svigrúm til að vinna þvert á kerfið í þágu þess að lyfta rafrænni þjónustu við íbúa og starfsfólk borgarinnar upp á hærra stig – eins og almenn samstaða ríkir um að sé nauðsynlegt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun