Tvær vikur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar 10. júní 2016 12:47 Það er ekkert grín að kjósa forseta þó svo að fjölmargir Íslendingar hafi látið hafa það eftir sér að þessi kosningabarátta sé ekkert annað en einn stór brandari. Forseti Íslands er fulltrúi landsins út á við og getur haft mikil áhrif á samfélagið hvort sem það sé með því að neita að skrifa undir lög, flytja ræður á ráðstefnum eða bjóða kóngafólki í vöfflukaffi á Bessastöðum. Í dag markar tvær vikur í kjördag. Atkvæðagreiðsla utankjörstaða hefur veriðí gangi í þó nokkurn tíma, fólk er farið að mynda sér skoðun og byrjað að ákveða hvaða frambjóðandi hlýtur þeirra atkvæði. Eftir margar vikur í óvissu hef ég tekið ákvörðun. Ég kýs Höllu Tómasdóttur sem minn forseta næstu fjögur árin. Hér koma mín rök. Byrjum á af hverju ég ætla ekki að kjósa aðra frambjóðendur: Af hverju ekki Guðna? Ég ætla að vera sú óvinsæla við matarborðið og segja það hreint og beint út að mér þykir hann ekki frambærilegasti kosturinn til þess að gegna embættinu. Fínn kall, eflaust en eins og ég segi ekki sá sem ég myndi setja í 1. sæti. Guðni er vinsæll maður og þekktur kennari en mér þykir hann vera of pólitískur í tali sínu um stök málefni. Forseti á að vera hlutlaus gagnvart þjóðinni sinni innávið en það er Guðni ekki. Af hverju ekki Davíð? Sem ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi ákvað Davíð að skrifa fjölmarga hlutdræga pistla um mótframboð sitt í blaðið og fáþví dreift inn áöll heimili landsins, þeim að kostnaðarlausu. Ég vil ekki forseta sem nýtir sér aðstöðu sína sem ritstjóri eins stærsta fjölmiðils landsins til að koma mótframboði sínu í vesen. Það er ljótur leikur sem hæfir ekki forseta. Af hverju ekki Andra ? Helsta ástæðan fyrir því að ég kýs ekki Andra er vegna þess aðég trúi því að hann eigi heima á Alþingi þar sem hann getur tekið róttæka afstöðu og komið öllum sínum hugmyndum í verk með lagabreytingum. Mér þykja kraftar hans ekki koma að gagni sem forseti sem þarf að hafa hemil á sér. Ég trúi því að hann geti breytt heiminum sem þingmaður. Ég ætla mér ekki að telja upp fleiri frambjóðendur þar sem ég hef hreinlega ekki verið sammála því sem þeir hafa sagt í kappræðum. Af hverju kýs ég Höllu?Hún hefur verið frambærilegasti frambjóðandinn í öllum þeim kappræðum, viðtölum og spjöllum sem hún hefur tekið þátt í.Hún er harðkjarna töffari á alla veguHún klár frumkvöðull sem hefur reynslu sem mér ber að líta upp tilHún hefur ferðast um allan heim, búiðíöðrum löndum, talar fjölmörg tungumál og er vel liðin utan landsteinana.Hún er sáttasemjari í eðli sínu og fær fólk til að slaka á í kringum sig. Það gleður mig að fylgi Höllu hafi margfaldast seinustu vikur. Það gleður mig að það sé farið að ræða hana sem alvöru möguleika í embættið. Mér finnst Halla Tómasdóttir frambjóðandi sem vert er fyrir alla að kynna sér, sama hvar þeir standa í stjórnmálum og öðrum skoðunum. Kosningarétturinn er mikilvægur og þeir sem hafa réttinn til að kjósa ber að nýta hann samkvæmt eigin sannfæringu, til þess að hann þjóni sínum tilgangi. Lýðræði virkar ekki þannig að fólk kýs þann sem það vill í 2. sæti vegna þess að það vill hægja áþeim sem lítur best út fyrir kosningar. Eins og vitur maður skrifaði einu sinni: „Frekar þann versta en þann næstbesta.“ Þegar allt kemur til alls gildir hvert atkvæði jafnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það er ekkert grín að kjósa forseta þó svo að fjölmargir Íslendingar hafi látið hafa það eftir sér að þessi kosningabarátta sé ekkert annað en einn stór brandari. Forseti Íslands er fulltrúi landsins út á við og getur haft mikil áhrif á samfélagið hvort sem það sé með því að neita að skrifa undir lög, flytja ræður á ráðstefnum eða bjóða kóngafólki í vöfflukaffi á Bessastöðum. Í dag markar tvær vikur í kjördag. Atkvæðagreiðsla utankjörstaða hefur veriðí gangi í þó nokkurn tíma, fólk er farið að mynda sér skoðun og byrjað að ákveða hvaða frambjóðandi hlýtur þeirra atkvæði. Eftir margar vikur í óvissu hef ég tekið ákvörðun. Ég kýs Höllu Tómasdóttur sem minn forseta næstu fjögur árin. Hér koma mín rök. Byrjum á af hverju ég ætla ekki að kjósa aðra frambjóðendur: Af hverju ekki Guðna? Ég ætla að vera sú óvinsæla við matarborðið og segja það hreint og beint út að mér þykir hann ekki frambærilegasti kosturinn til þess að gegna embættinu. Fínn kall, eflaust en eins og ég segi ekki sá sem ég myndi setja í 1. sæti. Guðni er vinsæll maður og þekktur kennari en mér þykir hann vera of pólitískur í tali sínu um stök málefni. Forseti á að vera hlutlaus gagnvart þjóðinni sinni innávið en það er Guðni ekki. Af hverju ekki Davíð? Sem ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi ákvað Davíð að skrifa fjölmarga hlutdræga pistla um mótframboð sitt í blaðið og fáþví dreift inn áöll heimili landsins, þeim að kostnaðarlausu. Ég vil ekki forseta sem nýtir sér aðstöðu sína sem ritstjóri eins stærsta fjölmiðils landsins til að koma mótframboði sínu í vesen. Það er ljótur leikur sem hæfir ekki forseta. Af hverju ekki Andra ? Helsta ástæðan fyrir því að ég kýs ekki Andra er vegna þess aðég trúi því að hann eigi heima á Alþingi þar sem hann getur tekið róttæka afstöðu og komið öllum sínum hugmyndum í verk með lagabreytingum. Mér þykja kraftar hans ekki koma að gagni sem forseti sem þarf að hafa hemil á sér. Ég trúi því að hann geti breytt heiminum sem þingmaður. Ég ætla mér ekki að telja upp fleiri frambjóðendur þar sem ég hef hreinlega ekki verið sammála því sem þeir hafa sagt í kappræðum. Af hverju kýs ég Höllu?Hún hefur verið frambærilegasti frambjóðandinn í öllum þeim kappræðum, viðtölum og spjöllum sem hún hefur tekið þátt í.Hún er harðkjarna töffari á alla veguHún klár frumkvöðull sem hefur reynslu sem mér ber að líta upp tilHún hefur ferðast um allan heim, búiðíöðrum löndum, talar fjölmörg tungumál og er vel liðin utan landsteinana.Hún er sáttasemjari í eðli sínu og fær fólk til að slaka á í kringum sig. Það gleður mig að fylgi Höllu hafi margfaldast seinustu vikur. Það gleður mig að það sé farið að ræða hana sem alvöru möguleika í embættið. Mér finnst Halla Tómasdóttir frambjóðandi sem vert er fyrir alla að kynna sér, sama hvar þeir standa í stjórnmálum og öðrum skoðunum. Kosningarétturinn er mikilvægur og þeir sem hafa réttinn til að kjósa ber að nýta hann samkvæmt eigin sannfæringu, til þess að hann þjóni sínum tilgangi. Lýðræði virkar ekki þannig að fólk kýs þann sem það vill í 2. sæti vegna þess að það vill hægja áþeim sem lítur best út fyrir kosningar. Eins og vitur maður skrifaði einu sinni: „Frekar þann versta en þann næstbesta.“ Þegar allt kemur til alls gildir hvert atkvæði jafnt.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun