Fótbolti

Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen fékk eins og flestir í íslenska landsliðinu fiðring við að horfa á opnunarleik EM í gær, á milli Frakklands og Rúmeníu.

Dimitri Payet átti frábæran leik fyrir Frakka og skoraði sigurmark leiksins undir lokin með glæsilegu skoti utan teigs.

„Við sátum allir voða spenntir og fylgdumst með,“ sagði Eiður Smári við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins í morgun. „Það er svo ekki amalegt að kveikja í keppninni með svona marki. Auðvitað fékk maður fiðring.“

Sjá einnig: Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér

Eiður Smári segir að stemningin í íslenska hópnum hafi verið fín og æfingarnar hafi gengið vel. Aðstæður sé þar að auki til fyrirmyndar.

„Það fer vel um okkur og læknateymið vinnur hörðum höndum að því að halda okkur ferskum. Nú fer að styttast í að við verðum klárir,“ segir hann en viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér

Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×