Fótbolti

UEFA hótar að henda Englandi og Rússlandi af EM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Átökin að brjótast út.
Átökin að brjótast út. vísir/epa
UEFA hefur hótað að henda Englandi og Rússlandi heim af Evrópumótinu í Frakklandi verði stuðningsmenn liðanna með meiri læti á mótinu.

Mikil læti hafa verið í Marseille undanfarna daga og hafa stuðningsmenn Englendinga og Rússa verið í blóðugum slagsmálum dag eftir dag.

Í gær réðust svo stuðningsmenn Rússlands að þeim ensku eftir leikinn, en liðin gerðu 1-1 jafntefli í gær þar sem Rússarnir jöfnuðu metin í uppbótartíma.

Enska ríkisstjórnin hefur gefið út að þeir munu senda fleiri breska lögregluþjóna til Frakklands fyrir næsta leik Englendinga í Lens á fimmtudag.

Fjölmargir hafa verið fluttir út á spítala eftir þessi blóðugu slagsmál, en vitni segi að lætin hafi byrjað eftir að rússnesku stuðningsmennirnir hafi kveikt á blysum.

Um tuttugu Englendingar eru slasaðir og einn er talinn í alvarlegu ástandi á spítala í Frakklandi. Slagsmál milli Norður-Íra og Pólverja voru einnig í gær þar sem sex eru sagðir særðir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×