Hvað vilja Píratar upp á dekk? Ólafur Sigurðsson skrifar 14. júní 2016 07:00 Píratar eru öðruvísi en aðrir stjórnmálaflokkar. Bent hefur verið á stefnu Pírata um upplýsingu, gagnrýna hugsun, gegnsæi í stjórnsýslunni, borgararéttindi, aukið lýðræði og eindregna afstöðu Pírata gegn hagsmunagæslu og spillingu o.fl. Ein nærtækasta leiðin til að útskýra hvernig Píratar vinna að stefnumörkun er dæmisagan um samtalið á kaffistofunni í vinnunni þegar kvartað er yfir spillingunni og græðginni og að ekkert sé hægt að gera á meðan þjóðarauðnum sé rænt frá okkur. Við ættum að vera ríkari en Norðmenn en hér er enginn Noregur! Svo höldum við áfram að vinna og ekkert gerist. Segjum nú svo að við breytum þessu. Einn verður fundarstjóri og aðeins má ræða eitt mál í einu. Ritari skrifar fundargerð en markmiðið er að komast að einfaldri niðurstöðu sem allir geta verið sammála um. Það má líka fá álit sérfræðings um málefnið. Þannig væri fundað þar til meirihluti er fyrir stefnu um málið. Þetta er að sjálfsögðu einfölduð útgáfa enda dæmisaga. Það sem Píratar gera svo eftir sína félagsfundi er að setja stefnuna loks í kosningakerfi á netinu. Þar er málið fyrst til umræðu og koma þá ýmsir með athugasemdir, hver eftir sinni þekkingu en loks fer málið í kosningu. Ef málið verður að lokum samþykkt, þá verða þingmenn flokksins að fylgja þessu eftir, því þetta er þá orðin stefna flokksins. Svona er stefnumótun Pírata í einfaldaðri útgáfu en hún kemur ætíð frá fólkinu en ekki hagsmunaaðilum. ASÍ gæti ekki gert betur ef það vildi valdefla launþegahreyfinguna. Þetta er sama aðferð og stjórnlagaráð vann eftir þegar það samdi tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þetta eru alls ekki ný vinnubrögð en er ein lýðræðislegasta leiðin til að koma sjónarmiðum sem flestra á framfæri ásamt því að nýta þekkingu og reynslu sérfræðinga í hverjum málaflokki hverju sinni. Hér er engin hægri eða vinstri stefna, enginn kommúnismi, kapítalismi eða annar „ismi“. Hér er fólkið sjálft að koma fram með sín mál sem því finnst mikilvægust hverju sinni og hér erum við sjálf að hafa áhrif á samfélagið okkar án afskipta stjórnmálamanna eða hagsmunaaðila. Svona vilja Píratar vinna og þannig verða til fjölmargar stefnur Pírata í ýmsum málaflokkum. Sífellt er að bætast við þau atriði sem Píratar ætla að vinna að (piratar.is). Nú um stundir er nokkur umræða um breytta skattastefnu til að jafna kjörin, heilbrigðismál og afnám vísitölu á húsnæðislán, allt stórmál. Gömlu stjórnmálin hafa því miður verið misnotuð og brugðist okkur hrapallega, þess vegna er svo mikilvægt auka lýðræðislega þáttöku.Fjölmiðlaómenning Andstæðingar Pírata þreytast ekki á því að segja að við höfum enga stefnu, vitum ekkert hvað við viljum eða að við séum bara hópur unglinga sem hanga í tölvunni og borga ekki höfundarréttargjöld. Því miður eru alltaf einhverjir sem trúa svona vitleysu, þótt stöðugt sé verið að benda blaðamönnum á að skoða stefnumótun Pírata á netinu (piratar.is) en þar er mikið af upplýsingum um stefnur og markmið Pírata. Þessi rangindi eru ekki alltaf leiðrétt enda eru sumir miðlarnir í eigu hagsmunaaðila með rík tengsl við stjórnmálaflokka. Erlendar stofnanir hafa einmitt nýlega gert alvarlegar athugsemdir við stöðu fjölmiðla á Íslandi. Eftir síðustu alþingiskosningar kom út skýrsla frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Í henni er lýst áhyggjum af samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla sem ógnar fjölbreytni í efnisframboði. Skorað er á stjórnvöld að íhuga frekari ráðstafnir til að takmarka samþjöppun, koma í veg fyrir einokun og hagsmunaárekstra og kanna hvort hægt sé að setja reglur sem takmarki áhrif tiltekinna einstaklinga, fyrirtækja eða hópa á einn eða fleiri hluta fjölmiðlamarkaðarins (úr þingræðu Birgittu Jónsdóttir 24/5). Píratar vilja eindregið hvetja almenning og fjölmiðlafólk til að kynna sér vinnubrögð og stefnumótun Pírata til að forðast misskilning og rangfærslur um starf okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Píratar eru öðruvísi en aðrir stjórnmálaflokkar. Bent hefur verið á stefnu Pírata um upplýsingu, gagnrýna hugsun, gegnsæi í stjórnsýslunni, borgararéttindi, aukið lýðræði og eindregna afstöðu Pírata gegn hagsmunagæslu og spillingu o.fl. Ein nærtækasta leiðin til að útskýra hvernig Píratar vinna að stefnumörkun er dæmisagan um samtalið á kaffistofunni í vinnunni þegar kvartað er yfir spillingunni og græðginni og að ekkert sé hægt að gera á meðan þjóðarauðnum sé rænt frá okkur. Við ættum að vera ríkari en Norðmenn en hér er enginn Noregur! Svo höldum við áfram að vinna og ekkert gerist. Segjum nú svo að við breytum þessu. Einn verður fundarstjóri og aðeins má ræða eitt mál í einu. Ritari skrifar fundargerð en markmiðið er að komast að einfaldri niðurstöðu sem allir geta verið sammála um. Það má líka fá álit sérfræðings um málefnið. Þannig væri fundað þar til meirihluti er fyrir stefnu um málið. Þetta er að sjálfsögðu einfölduð útgáfa enda dæmisaga. Það sem Píratar gera svo eftir sína félagsfundi er að setja stefnuna loks í kosningakerfi á netinu. Þar er málið fyrst til umræðu og koma þá ýmsir með athugasemdir, hver eftir sinni þekkingu en loks fer málið í kosningu. Ef málið verður að lokum samþykkt, þá verða þingmenn flokksins að fylgja þessu eftir, því þetta er þá orðin stefna flokksins. Svona er stefnumótun Pírata í einfaldaðri útgáfu en hún kemur ætíð frá fólkinu en ekki hagsmunaaðilum. ASÍ gæti ekki gert betur ef það vildi valdefla launþegahreyfinguna. Þetta er sama aðferð og stjórnlagaráð vann eftir þegar það samdi tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þetta eru alls ekki ný vinnubrögð en er ein lýðræðislegasta leiðin til að koma sjónarmiðum sem flestra á framfæri ásamt því að nýta þekkingu og reynslu sérfræðinga í hverjum málaflokki hverju sinni. Hér er engin hægri eða vinstri stefna, enginn kommúnismi, kapítalismi eða annar „ismi“. Hér er fólkið sjálft að koma fram með sín mál sem því finnst mikilvægust hverju sinni og hér erum við sjálf að hafa áhrif á samfélagið okkar án afskipta stjórnmálamanna eða hagsmunaaðila. Svona vilja Píratar vinna og þannig verða til fjölmargar stefnur Pírata í ýmsum málaflokkum. Sífellt er að bætast við þau atriði sem Píratar ætla að vinna að (piratar.is). Nú um stundir er nokkur umræða um breytta skattastefnu til að jafna kjörin, heilbrigðismál og afnám vísitölu á húsnæðislán, allt stórmál. Gömlu stjórnmálin hafa því miður verið misnotuð og brugðist okkur hrapallega, þess vegna er svo mikilvægt auka lýðræðislega þáttöku.Fjölmiðlaómenning Andstæðingar Pírata þreytast ekki á því að segja að við höfum enga stefnu, vitum ekkert hvað við viljum eða að við séum bara hópur unglinga sem hanga í tölvunni og borga ekki höfundarréttargjöld. Því miður eru alltaf einhverjir sem trúa svona vitleysu, þótt stöðugt sé verið að benda blaðamönnum á að skoða stefnumótun Pírata á netinu (piratar.is) en þar er mikið af upplýsingum um stefnur og markmið Pírata. Þessi rangindi eru ekki alltaf leiðrétt enda eru sumir miðlarnir í eigu hagsmunaaðila með rík tengsl við stjórnmálaflokka. Erlendar stofnanir hafa einmitt nýlega gert alvarlegar athugsemdir við stöðu fjölmiðla á Íslandi. Eftir síðustu alþingiskosningar kom út skýrsla frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Í henni er lýst áhyggjum af samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla sem ógnar fjölbreytni í efnisframboði. Skorað er á stjórnvöld að íhuga frekari ráðstafnir til að takmarka samþjöppun, koma í veg fyrir einokun og hagsmunaárekstra og kanna hvort hægt sé að setja reglur sem takmarki áhrif tiltekinna einstaklinga, fyrirtækja eða hópa á einn eða fleiri hluta fjölmiðlamarkaðarins (úr þingræðu Birgittu Jónsdóttir 24/5). Píratar vilja eindregið hvetja almenning og fjölmiðlafólk til að kynna sér vinnubrögð og stefnumótun Pírata til að forðast misskilning og rangfærslur um starf okkar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun