Hvað vilja Píratar upp á dekk? Ólafur Sigurðsson skrifar 14. júní 2016 07:00 Píratar eru öðruvísi en aðrir stjórnmálaflokkar. Bent hefur verið á stefnu Pírata um upplýsingu, gagnrýna hugsun, gegnsæi í stjórnsýslunni, borgararéttindi, aukið lýðræði og eindregna afstöðu Pírata gegn hagsmunagæslu og spillingu o.fl. Ein nærtækasta leiðin til að útskýra hvernig Píratar vinna að stefnumörkun er dæmisagan um samtalið á kaffistofunni í vinnunni þegar kvartað er yfir spillingunni og græðginni og að ekkert sé hægt að gera á meðan þjóðarauðnum sé rænt frá okkur. Við ættum að vera ríkari en Norðmenn en hér er enginn Noregur! Svo höldum við áfram að vinna og ekkert gerist. Segjum nú svo að við breytum þessu. Einn verður fundarstjóri og aðeins má ræða eitt mál í einu. Ritari skrifar fundargerð en markmiðið er að komast að einfaldri niðurstöðu sem allir geta verið sammála um. Það má líka fá álit sérfræðings um málefnið. Þannig væri fundað þar til meirihluti er fyrir stefnu um málið. Þetta er að sjálfsögðu einfölduð útgáfa enda dæmisaga. Það sem Píratar gera svo eftir sína félagsfundi er að setja stefnuna loks í kosningakerfi á netinu. Þar er málið fyrst til umræðu og koma þá ýmsir með athugasemdir, hver eftir sinni þekkingu en loks fer málið í kosningu. Ef málið verður að lokum samþykkt, þá verða þingmenn flokksins að fylgja þessu eftir, því þetta er þá orðin stefna flokksins. Svona er stefnumótun Pírata í einfaldaðri útgáfu en hún kemur ætíð frá fólkinu en ekki hagsmunaaðilum. ASÍ gæti ekki gert betur ef það vildi valdefla launþegahreyfinguna. Þetta er sama aðferð og stjórnlagaráð vann eftir þegar það samdi tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þetta eru alls ekki ný vinnubrögð en er ein lýðræðislegasta leiðin til að koma sjónarmiðum sem flestra á framfæri ásamt því að nýta þekkingu og reynslu sérfræðinga í hverjum málaflokki hverju sinni. Hér er engin hægri eða vinstri stefna, enginn kommúnismi, kapítalismi eða annar „ismi“. Hér er fólkið sjálft að koma fram með sín mál sem því finnst mikilvægust hverju sinni og hér erum við sjálf að hafa áhrif á samfélagið okkar án afskipta stjórnmálamanna eða hagsmunaaðila. Svona vilja Píratar vinna og þannig verða til fjölmargar stefnur Pírata í ýmsum málaflokkum. Sífellt er að bætast við þau atriði sem Píratar ætla að vinna að (piratar.is). Nú um stundir er nokkur umræða um breytta skattastefnu til að jafna kjörin, heilbrigðismál og afnám vísitölu á húsnæðislán, allt stórmál. Gömlu stjórnmálin hafa því miður verið misnotuð og brugðist okkur hrapallega, þess vegna er svo mikilvægt auka lýðræðislega þáttöku.Fjölmiðlaómenning Andstæðingar Pírata þreytast ekki á því að segja að við höfum enga stefnu, vitum ekkert hvað við viljum eða að við séum bara hópur unglinga sem hanga í tölvunni og borga ekki höfundarréttargjöld. Því miður eru alltaf einhverjir sem trúa svona vitleysu, þótt stöðugt sé verið að benda blaðamönnum á að skoða stefnumótun Pírata á netinu (piratar.is) en þar er mikið af upplýsingum um stefnur og markmið Pírata. Þessi rangindi eru ekki alltaf leiðrétt enda eru sumir miðlarnir í eigu hagsmunaaðila með rík tengsl við stjórnmálaflokka. Erlendar stofnanir hafa einmitt nýlega gert alvarlegar athugsemdir við stöðu fjölmiðla á Íslandi. Eftir síðustu alþingiskosningar kom út skýrsla frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Í henni er lýst áhyggjum af samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla sem ógnar fjölbreytni í efnisframboði. Skorað er á stjórnvöld að íhuga frekari ráðstafnir til að takmarka samþjöppun, koma í veg fyrir einokun og hagsmunaárekstra og kanna hvort hægt sé að setja reglur sem takmarki áhrif tiltekinna einstaklinga, fyrirtækja eða hópa á einn eða fleiri hluta fjölmiðlamarkaðarins (úr þingræðu Birgittu Jónsdóttir 24/5). Píratar vilja eindregið hvetja almenning og fjölmiðlafólk til að kynna sér vinnubrögð og stefnumótun Pírata til að forðast misskilning og rangfærslur um starf okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Píratar eru öðruvísi en aðrir stjórnmálaflokkar. Bent hefur verið á stefnu Pírata um upplýsingu, gagnrýna hugsun, gegnsæi í stjórnsýslunni, borgararéttindi, aukið lýðræði og eindregna afstöðu Pírata gegn hagsmunagæslu og spillingu o.fl. Ein nærtækasta leiðin til að útskýra hvernig Píratar vinna að stefnumörkun er dæmisagan um samtalið á kaffistofunni í vinnunni þegar kvartað er yfir spillingunni og græðginni og að ekkert sé hægt að gera á meðan þjóðarauðnum sé rænt frá okkur. Við ættum að vera ríkari en Norðmenn en hér er enginn Noregur! Svo höldum við áfram að vinna og ekkert gerist. Segjum nú svo að við breytum þessu. Einn verður fundarstjóri og aðeins má ræða eitt mál í einu. Ritari skrifar fundargerð en markmiðið er að komast að einfaldri niðurstöðu sem allir geta verið sammála um. Það má líka fá álit sérfræðings um málefnið. Þannig væri fundað þar til meirihluti er fyrir stefnu um málið. Þetta er að sjálfsögðu einfölduð útgáfa enda dæmisaga. Það sem Píratar gera svo eftir sína félagsfundi er að setja stefnuna loks í kosningakerfi á netinu. Þar er málið fyrst til umræðu og koma þá ýmsir með athugasemdir, hver eftir sinni þekkingu en loks fer málið í kosningu. Ef málið verður að lokum samþykkt, þá verða þingmenn flokksins að fylgja þessu eftir, því þetta er þá orðin stefna flokksins. Svona er stefnumótun Pírata í einfaldaðri útgáfu en hún kemur ætíð frá fólkinu en ekki hagsmunaaðilum. ASÍ gæti ekki gert betur ef það vildi valdefla launþegahreyfinguna. Þetta er sama aðferð og stjórnlagaráð vann eftir þegar það samdi tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þetta eru alls ekki ný vinnubrögð en er ein lýðræðislegasta leiðin til að koma sjónarmiðum sem flestra á framfæri ásamt því að nýta þekkingu og reynslu sérfræðinga í hverjum málaflokki hverju sinni. Hér er engin hægri eða vinstri stefna, enginn kommúnismi, kapítalismi eða annar „ismi“. Hér er fólkið sjálft að koma fram með sín mál sem því finnst mikilvægust hverju sinni og hér erum við sjálf að hafa áhrif á samfélagið okkar án afskipta stjórnmálamanna eða hagsmunaaðila. Svona vilja Píratar vinna og þannig verða til fjölmargar stefnur Pírata í ýmsum málaflokkum. Sífellt er að bætast við þau atriði sem Píratar ætla að vinna að (piratar.is). Nú um stundir er nokkur umræða um breytta skattastefnu til að jafna kjörin, heilbrigðismál og afnám vísitölu á húsnæðislán, allt stórmál. Gömlu stjórnmálin hafa því miður verið misnotuð og brugðist okkur hrapallega, þess vegna er svo mikilvægt auka lýðræðislega þáttöku.Fjölmiðlaómenning Andstæðingar Pírata þreytast ekki á því að segja að við höfum enga stefnu, vitum ekkert hvað við viljum eða að við séum bara hópur unglinga sem hanga í tölvunni og borga ekki höfundarréttargjöld. Því miður eru alltaf einhverjir sem trúa svona vitleysu, þótt stöðugt sé verið að benda blaðamönnum á að skoða stefnumótun Pírata á netinu (piratar.is) en þar er mikið af upplýsingum um stefnur og markmið Pírata. Þessi rangindi eru ekki alltaf leiðrétt enda eru sumir miðlarnir í eigu hagsmunaaðila með rík tengsl við stjórnmálaflokka. Erlendar stofnanir hafa einmitt nýlega gert alvarlegar athugsemdir við stöðu fjölmiðla á Íslandi. Eftir síðustu alþingiskosningar kom út skýrsla frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Í henni er lýst áhyggjum af samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla sem ógnar fjölbreytni í efnisframboði. Skorað er á stjórnvöld að íhuga frekari ráðstafnir til að takmarka samþjöppun, koma í veg fyrir einokun og hagsmunaárekstra og kanna hvort hægt sé að setja reglur sem takmarki áhrif tiltekinna einstaklinga, fyrirtækja eða hópa á einn eða fleiri hluta fjölmiðlamarkaðarins (úr þingræðu Birgittu Jónsdóttir 24/5). Píratar vilja eindregið hvetja almenning og fjölmiðlafólk til að kynna sér vinnubrögð og stefnumótun Pírata til að forðast misskilning og rangfærslur um starf okkar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun