Fótbolti

„Leigubílstjórinn skildi ekkert fyrr en við sögðum sællettu“ | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þrír hressir.
Þrír hressir. mynd/skjáskot
Stemningin í Saint-Étienne eykst fyrir leik Íslands og Portúgals í F-riðli EM 2016 í kvöld en þetta er fyrsti leikur karlalandsliðsins á stórmóti í sögunni.

Búist er við 8.000 Íslendingum á völlinn í kvöld og fóru þeir að týnast til Saint-Étienne upp úr hádegi. Það er óhætt að segja að Íslendingar eru að mála borgina bláa og njóta bæði veðursins og stundarinnar.

Eiríkur Stefán Ásgeirsson, fréttamaður 365, tók nokkra Íslendinga tali í beinni útsendingu á Facebook-síðu Vísis fyrir skömmu en upptöku af því má í spilaranum hér fyrir neðan.

Þar var rætt við þrjá káta stráka sem reyndu að gera sig skiljanlega í leigubíl og einnig pabba Ara Freys Skúlasonar sem segist nokkuð rólegur þrátt fyrir að eiga strák í liðinu.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×