Fótbolti

Ástfangið fólk á stultum og lúðrasveit á fullu | Myndband

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Leikur Íslands og Portúgals hefst á Stade Geofrroy-Guichard í Saint-Étienne klukkan 19.00 í kvöld en stemningin er farin að magnast fyrir utan völlinn er fleiri og fleiri stuðningsmenn liðanna mæta til leiks frá Fan Zone.

Sjá einnig:„Leigubílstjórinn skildi ekkert fyrr en við sögðum sællettu“

Fyrir innan girðinguna eru mótshaldarar einnig að gera sig klára fyrir kvöldið og hita upp. Íslenski þjóðsöngurinn hefur verið spilaður fjórum sinnum síðan blaðamaður Vísis mætti á völlinn upp úr klukkan tvö í dag.

Fyrir skömmu var lúðrasveit kvöldsins að æfa sig sem og par á stultum sem vakti mikla athygli ljósmyndara á staðnum. Lúðrasveitin tók eitt lag og náði Vísir því á stutt myndband.

Hér að ofan má sjá lúðrasveitina æfa sig en myndir af henni og ástfangna stultufólkinu má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).

vísir/tom
vísir/tom
vísir/tom
vísir/tom
vísir/tom

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×