Einkunnir gegn Portúgal: Hannes bestur 14. júní 2016 21:04 Hannes var valinn maður leiksins af Vísi í kvöld, en hann átti frábæran leik. vísir/getty Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne. Frammistaða íslenska liðsins og barátta var til mikillar fyrirmyndar, en hér að neðan má sjá einkunnir Vísis úr leiknum. Hannes Þór Halldórsson var valinn maður leiksins með átta í einkunn, en fjórir aðrir leikmenn voru með átta í einkunn.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 - maður leiksins Einkar öruggur í öllum sínum aðgerðum. Gat lítið gert í markinu og hélt íslenska liðinu á floti með frábærri frammistöðu þegar það lá mest á liðinu í fyrri hálfleik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Mistækur í upphafi leiks en var ekki refsað fyrir þau og gerði margt vel í seinni hálfleikKári Árnason, miðvörður 7 Var illa staðsettur í marki Portúgals en lét það ekki slá sig af laginu. Stóð vaktina frábærlega í síðari hálfleik eins og allt íslenska liðið.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Var frábær, eins og svo oft áður. Ber enga virðingu fyrir andstæðinginum og lætur hann ekki komast upp með neitt.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Lenti í vandræðum í fyrri háflleik en vann á. Þegar skipulagið heldur hjá íslenska liðinu nýtur Ari sín frábærlega.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Lagði upp markið og það gerði mikið fyrir hann eftir að Jóhann hafði átt fremur rólegan dag. Vinnuþjarkur, eins og alltaf og allir í íslenska liðinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Stundum tæpur í fyrri hálfleiknum með sendingar sínar en akkerið í miðjunni. Öskraði sína menn áfram og kom oft til bjargar í hættulegum sóknum Portúgala.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Lét finna fyrir sér en náði ekki að stýra sóknarleiknum eins og hann þarf að gera til að við náum okkur á strik og fáum ró í sóknarleikinn. Eigum hann inni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Birkir var ákveðinn á vinstri kantinum, fékk eitt færi og nýtti það sem er langt í frá sjálfsagt á stóra sviðinu. Allir hugsuðu „íslenskir víkingar“ þegar hann fagnaði marki sínuJón Daði Böðvarsson, framherji 8 Stimplaði sig inn strax í byrjun þegar hann skapaði dauðafæri fyrir Gylfa eftir stórkostlega takta. Rosalega duglegur, tók hárréttar ákvarðanir og steig varla feilspor í leiknum.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Kolbeinn lét miðverði Portúgals líta illa út og tapaði varla skallaeinvígi í leiknum. Því miður vannst seinni bolti ekki nógu oft. Sívinnandi og truflandi varnarmennina.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Kolbein á 80. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en var óheppinn að skora ekki er frábært skot hans var varið.Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 89. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne. Frammistaða íslenska liðsins og barátta var til mikillar fyrirmyndar, en hér að neðan má sjá einkunnir Vísis úr leiknum. Hannes Þór Halldórsson var valinn maður leiksins með átta í einkunn, en fjórir aðrir leikmenn voru með átta í einkunn.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 - maður leiksins Einkar öruggur í öllum sínum aðgerðum. Gat lítið gert í markinu og hélt íslenska liðinu á floti með frábærri frammistöðu þegar það lá mest á liðinu í fyrri hálfleik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Mistækur í upphafi leiks en var ekki refsað fyrir þau og gerði margt vel í seinni hálfleikKári Árnason, miðvörður 7 Var illa staðsettur í marki Portúgals en lét það ekki slá sig af laginu. Stóð vaktina frábærlega í síðari hálfleik eins og allt íslenska liðið.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Var frábær, eins og svo oft áður. Ber enga virðingu fyrir andstæðinginum og lætur hann ekki komast upp með neitt.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Lenti í vandræðum í fyrri háflleik en vann á. Þegar skipulagið heldur hjá íslenska liðinu nýtur Ari sín frábærlega.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Lagði upp markið og það gerði mikið fyrir hann eftir að Jóhann hafði átt fremur rólegan dag. Vinnuþjarkur, eins og alltaf og allir í íslenska liðinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Stundum tæpur í fyrri hálfleiknum með sendingar sínar en akkerið í miðjunni. Öskraði sína menn áfram og kom oft til bjargar í hættulegum sóknum Portúgala.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 6 Lét finna fyrir sér en náði ekki að stýra sóknarleiknum eins og hann þarf að gera til að við náum okkur á strik og fáum ró í sóknarleikinn. Eigum hann inni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 8 Birkir var ákveðinn á vinstri kantinum, fékk eitt færi og nýtti það sem er langt í frá sjálfsagt á stóra sviðinu. Allir hugsuðu „íslenskir víkingar“ þegar hann fagnaði marki sínuJón Daði Böðvarsson, framherji 8 Stimplaði sig inn strax í byrjun þegar hann skapaði dauðafæri fyrir Gylfa eftir stórkostlega takta. Rosalega duglegur, tók hárréttar ákvarðanir og steig varla feilspor í leiknum.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Kolbeinn lét miðverði Portúgals líta illa út og tapaði varla skallaeinvígi í leiknum. Því miður vannst seinni bolti ekki nógu oft. Sívinnandi og truflandi varnarmennina.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Kolbein á 80. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en var óheppinn að skora ekki er frábært skot hans var varið.Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 89. mínútu) Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30