Fótbolti

Roberto Martínez: Aldrei séð mark breyta frammistöðu eins liðs jafn mikið og hjá Íslandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roberto Martínez, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton, segir að það hafi verið ótrúlegt afrek hjá íslenska landsliðinu að gera jafntefli við það portúgalska á EM í Frakklandi í gær.

„Þessu verður lengi fagnað því þetta er afrek sem alla hefur dreymt um í langan tíma,“ sagði Martínez á heimasíðu ESPN í gær en hann fór yfir leikinn ásamt Mike Tirico og Steve McManaman.

Innslagið í heild sinni má sjá með því að smella hér.

„[Eiður Smári] Guðjohnsen hefur verið frábær sendiherra fyrir íslenska fótbolta um langt árabil. En það er mikið afrek að eiga loksins lið á EM, og lið sem getur staðið uppi í hárinu á liði eins og Portúgal,“ bætti Spánverjinn við.

Sjá einnig: Sagan skrifuð í Saint-Étienne

Íslenska liðið lenti undir á 31. mínútu þegar Nani skoraði af stuttu færi eftir laglega sókn Portúgal. Staðan var 1-0 í hálfleik en íslenska liðið mætti ákveðið til leiks í seinni hálfleik og Birkir Bjarnason jafnaði metin á 50. mínútu eftir fyrirgjöf Jóhanns Berg Guðmundssonar.

„Íslendingar fóru erfiðu leiðina,“ sagði McManaman sem spilaði fyrir enska landsliðið á EM 1996 og 2000.

 

„Þeir voru undir í hálfleik og áttu í vandræðum. En þeir komu út í seinni hálfleikinn og sneru bökum saman. Lars Lagerbäck hefur örugglega flutt góða hálfleiksræðu. Þeir jöfnuðu með fínu marki, sem Portúgalir eru eflaust brjálaðir yfir, og héldu svo út. Þeir áttu þetta virkilega skilið.“

Martínez hrósaði Lagerbäck fyrir að halda sama skipulagi og gafst svo vel í undankeppninni.

„Þrátt fyrir að Ísland væri yfirspilað hélt hann sig við þá leikáætlun sem virkaði í undankeppninni og það var ótrúleg trú í liðinu,“ sagði Martínez.

„Mörk breyta leikjum og ég hef aldrei séð mark breyta frammistöðu eins liðs eins mikið og hjá því íslenska.“

Ísland mætir Ungverjalandi í Marseille í öðrum leik sínum á EM á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Kári: Vissum alltaf hvar Ronaldo var

Kári Árnason, miðvörður Íslands, var ánægður með stig gegn Portúgal í leik liðanna á EM i Frakklandi. Kári hrósaði sérstaklega Hannesi Þór Halldórssyni, markverði, en hann átti afbragðs leik.

Einkunnir gegn Portúgal: Hannes bestur

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi, en leikið var í Saint-Étienne. Söguleg stund og sögulegur leikur.

Heimir: Sumir sprengdu skalann

Heimir Hallgrímsson var yfirvegaður en glaðbeittur á blaðamannafundi eftir jafnteflið við gegn Portúgal á EM í kvöld.

Ari Freyr: Erum ekki eins lélegir og allir halda

Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, segir að Ísland sé ekki eins lélegt og allir halda. Þetta sagði Ari eftir 1-1 jafntefli gegn Portúgal á EM í Frakklandi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×