Fótbolti

Aftur tryggja Frakkar sér öll stigin í blálokin | Sjáðu mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frakkar urðu í kvöld fyrsta liðið sem tryggir sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi.

Gestgjafarnir unnu þá 2-0 sigur á Albönum en líkt og í sigrinum í fyrsta leiknum á móti Rúmenum þá skoraði franska liðið úrslitamörkin í lokin.

Frakkar hafa sex stig eftir tvo leiki og eru öryggir með annað af tveimur efstu sætum riðilsins. Þeir mæta Svisslendingum í lokaleiknum sem verður úrslitaleikur um efsta sætið.

Frakkarnir í stúkunni voru farnir að örvænta þegar ekkert gekk að skora ein franska liðið skilaði mörkunum í blálokin.

Að þessu sinni var það varamaðurinn Antoine Griezmann sem var hetjan en hann skoraði fyrra mark franska liðsins á 90. mínútu eftir fyrirgjöf frá Adil Raml. Það var síðan Dimitri Payet sem skoraði seinna markið og er það hans annað mark á mótinu.

Albanir eru að keppa á sínu fyrsta stórmóti eins og við Íslendingar og það var farið að líta út fyrir að þeir væru að ná í sitt fyrsta stig.

Franska liðið var í stórsókn nær allan seinni hálfleikinn og það hlaut bara eitthvað að láta undan.  

Didier Deschamps, þjálfari Frakka, henti þeim Paul Pogba og Antoine Griezmann út úr byrjunarliðinu frá því í sigurleiknum á móti Rúmenum. Það hafði þó ekki nóg góð áhrif og þeir voru komnir inná í seinni hálfleik.

Annar þeirra, Antoine Griezmann, átti síðan eftir að verða hetja franska liðsins í leiknum.Hann skoraði langþráð mark og við það misstu Albanir dampinn eftir að hafa gefið allt sitt í leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×