Fótbolti

Jói Berg fann ekki fjölskylduna sína

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jói Berg á blaðamannafundinum ásamt Ómari Smárasyni, fjölmiðlafulltrúa KSÍ.
Jói Berg á blaðamannafundinum ásamt Ómari Smárasyni, fjölmiðlafulltrúa KSÍ. Vísir/Vilhelm
Jóhann Berg Gudmundsson var spurður út í það hvernig tilfinning og upplifun það væri að vita af fjölskyldum sínum, vinum, kærustum og fleirum í Frakklandi að elta liðið og fylgjast með því. 

Kantmaðurinn, sem lagði upp mark Íslands gegn Portúgal, sagðist hafa leitað að fjölskyldu sinni á meðal átta þúsund Íslendinga í stúkunni en árangurslaust. Blái liturinn hefði verið úti um allt og ekkert gengið að finna þá.

„Það hjálpar okkur gríðarlega mikið,“ sagði Jóhann Berg og Heimir nýtti tækifærið og grínaðist:

„Ef þið sjáið sex manns klædda í appelsínugult í Marseille, þá er það fjölskyldan hans Jóa,“ sagði Eyjapeyinn.

Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×