Fótbolti

Kári: Engin aukapressa í leiknum á laugardag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, segir að það verði ekki sett nein aukapressa á liðið til að vinna leikinn gegn Ungverjalandi á EM á laugardag.

Ef Ísland tapar er fram undan gríðarlega mikilvægur leikur gegn Austurríki í París þar sem gera má ráð fyrir að allt verði undir.

Ísland hefur hins vegar komið sér í mjög þægilega stöðu með því að vinna Ungverjaland á laugardaginn. En Kári segir að það sé eins með þennan leik og aðra. Þeir ætli sér að vinna hann en líta ekki á að það sé að duga eða drepast fyrir íslenska liðið.

„Það breytist ekki og það verður ekki aukapressa á okkur. Við förum inn í leikinn eins og alla aðra. Við ætlum að vinna leikinn og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera það,“ sagði Kári.


Tengdar fréttir

Jói Berg fann ekki fjölskylduna sína

"Ef þið sjáið sex manns klædda í appelsínugult í Marseille, þá er það fjölskyldan hans Jóa,“ sagði Heimir Hallgrímsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×