Fótbolti

Stjarna Ungverja: Kantmaður af gamla skólanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Balázs Dzsudzák hefur skorað 18 mörk í 78 landsleikjum.
Balázs Dzsudzák hefur skorað 18 mörk í 78 landsleikjum. vísir/getty
Balázs Dzsudzák er kantmaður af gamla skólanum; harðduglegur, nokkuð röskur og með fínar fyrirgjafir.

Eftir góð ár hjá PSV fór hann til Dinamo Mosvku í Rússlandi en gekk í raðir Bursaspor í Tyrklandi fyrir síðustu leiktíð. Þar gekk honum ekkert sérstaklega vel.

Dzsudzák átti í vandræðum með að innheimta launin sín og var meiddur aftan í læri undir lok tímabilsins. Hann spilaði 23 leiki og var ekki sáttur við fyrsta árið sitt í Tyrklandi. Hann er fyrirliði Ungverjalands og langmikilvægasti leikmaður liðsins.

Þó að hann sé þeirra sterkasta vopn og leiðtogi inni á vellinum er hann jafnvel enn mikilvægari utan vallar miðað við það sem ungverskir blaðamenn sögðu við Fréttablaðið. Dzsudzsák er Aron Einar Gunnarsson þeirra Ungverja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×