Fótbolti

Ungverjar syngja og tralla en Íslendingar sváfu út í Marseille

KOlbeinn Tumi Daðason skrifar
Það er skýjað í Marseille í morgunsárið en þar er allt að verða krökkt af stuðningsmönnum þegar sex tímar eru í leik.
Það er skýjað í Marseille í morgunsárið en þar er allt að verða krökkt af stuðningsmönnum þegar sex tímar eru í leik. Vísir/Vilhelm
Eitthvað virðast stuðningsmenn karlalandsliðsins hér í Marseille hafa verið á fótum fram eftir í gær, á þjóðhátíðardaginn, því fréttamenn hafa svo til aðeins orðið varir við Ungverja við gömlu höfnina í Marseille í dag.

Ungverjarnir syngja „Ria Ria Hungaria“ og fer mun meira fyrir rauða litnum, þeim græna og hvíta, en þeim fagurbláa íslenska, í það minnsta framan af degi.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, myndaði ungverska stuðningsmenn í morgun en þeir virðast bjartsýnir fyrir leikinn í kvöld, líkt og stuðningsmenn Íslands.

Fjölmargir lögreglumenn eru mættir við höfnina og ætla að sjá til þess að allt fari vel fram. Íbúar í Marseille eru brenndir eftir hegðun nokkurra fávita úr stuðningshópum Englands og Rússa í 1. umferð riðlakeppninnar.

Íslendingar munu væntanlega fjölmenna á stuðningsmannasvæðið við ströndina í dag en þaðan er tiltölulega stutt á leikvanginn þar sem leikurinn hefst klukkan 18 að staðartíma, klukkan 16 að íslenskum tíma. 

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365).

 

Þessir tóku daginn snemma og voru byrjaðir að syngja klukkan ellefu að staðartíma.Vísir/Vilhelm
Ungverjar eru bjartsýnir fyrir leikinn enda fullir sjálfstrausts eftir 2-0 sigur á Austurríki í fyrstu umferðinni.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×