Fótbolti

Strákarnir verða bláir í dag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Það verður mikið um blátt á Stade Vélodrome í dag.
Það verður mikið um blátt á Stade Vélodrome í dag. vísir/eyþór
Íslenska landsliðið í fótbolta var í hvítu útivallartreyjunni í fyrsta leik liðsins í sögunni á stórmóti þegar það gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í Saint-Étienne á þriðjudaginn. Í dag verða strákarnir okkar bláir.

Ísland er skráð sem heimaliðið í dag og þá eru Ungverjar búnir að gefa það út að þeir verða hvítir í leiknum. Okkar menn spila því í fyrsta sinn á stórmóti í bláu aðaltreyjunum og verða í stíl við íslensku stuðningsmennina.

Sjá einnig:EM í dag: Slor, buxurnar hans Gábor og augnablikið hans Hödda Magg

Ungverjarnir 21.000 í stúkunni verða meira og minna rauðir en rauði og blái liturinn er út um í miðbæ Marseille og hefur verið síðustu tvo daga. Níu þúsund Íslendingar verða í stúkunni í dag samkvæmt síðustu fréttum.

Leikurinn hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með honum í beinni lýsingu á Vísi.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Rúnar Már er afmælisbarn dagsins

„Hann á afmæli í dag,“ munu strákarnir okkar vafalítið syngja fyrir liðsfélaga sinn Rúnar Már S. Sigurjónsson sem er 26 ára í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×