Enski boltinn

Ungverjar og Íslendingar syngja saman um miðja nótt í Marseille | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Íslenskir og ungverskir stuðningsmenn hafa sett skemmtilegan svip á miðbæ Marseille en samtals eru um 30.000 stuðningsmenn liðanna í borginni og ætla að sjá leik þjóðanna í F-riðli EM 2016 klukkan 16.00.

Sjá einnig:EM-drottningin fundin í Marseille | Myndir

Mikið fjör var við gömlu höfnina í Marseille í gær þar sem Íslendingar og Ungverjar máluðu bæinn bláan og rauðan. Íbúar Marseille þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu ofbeldi eða svoleiðis bulli eins og hjá Englendingum og Rússum því íslenskir og ungverskir stuðningsmenn virðast ná vel saman.

Gott dæmi um það er myndbandið hér að ofan sem blaðamaður Vísis tók af íslenskum og ungverskum stuðningsmönnum syngja saman fyrir utan einn veitingastað við höfnina laust eftir miðnætti í nótt.

Eins og sjá má er stemningin frábær og vinskapurinn á milli stuðningsmannanna mikill. Ungverjarnir byrjuðu meira að segja að hrópa Ísland undir lokin, svo sáttir voru þeir við vini sína frá Íslandi.

Myndbandið má sjá hér að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×