Alþingi enn undir hæl Danakonungs? Ragnar Aðalsteinsson skrifar 2. júní 2016 07:00 Óumdeilt er að frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur frumuppspretta ríkisvaldsins verið hjá þjóðinni. Þjóðin hefur rétt til að setja setja sér stjórnarskrá. Valdhafarnir sækja vald sitt til þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hefur þjóðinni ekki tekist að setja sér sína eigin stjórnarskrá, enda þótt valdið til þess hafi verið hjá henni í meira en 70 ár. Hér verður leitast við að svara því hvað því veldur. Lýðveldisstjórnarskráin frá 1944 er að meginstefnu til stjórnarskráin sem konungur afhenti þjóðinni árið 1874 eftir að hafa synjað staðfestingar á stjórnarskrártillögum Alþingis. Þetta er athyglivert í ljósi þess að meðallíftími stjórnarskráa á heimsvísu er aðeins 19 ár. Alþingi samþykkti árið 1942 að ekki skyldu gerðar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, „sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins“. Forseti kom í stað konungs, þó þannig að synjunarvald hans var takmarkaðra en konungs. Í stjórnarskránni 1874 er ákvæði um aðferð við breytingu á stjórnarskránni og felst hún í samþykki Alþingis, almennum þingkosningum og staðfestingu hins nýkjörna þings auk staðfestingar konungs. Ákvæðið er efnislega óbreytt í gildandi stjórnarskrá að því undanskildu að staðfestingar konungs er ekki krafist. Þjóðin býr því enn við þá einhliða ákvörðun konungs frá 1874, að afskipti þjóðarinnar af endurskoðun stjórnarskrárinnar skuli takmarkast við þátttöku í almennum þingkosningum, sem snúast ekki um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Árin 1994-1995 var mannréttindakafli stjórnarskrárinnar endurskoðaður. Þá var því haldið leyndu hver eða hverjir hefðu samið tillögurnar en þær voru bornar fram af þeim stjórnmálaflokkum sem þá áttu fulltrúa á þingi. Hin fullvalda þjóð, sem Alþingi sækir vald sitt til og á rétt á að setja sér stjórnarskrá, fékk þrjár vikur til að koma að athugasemdum sínum við frumvarpið. Tilefni þess að þetta er rifjað upp hér er að minna á þá ríku tilhneigingu stjórnmálaflokkanna á þingi að líta svo á að þeir og þeir einir séu vörslumenn stjórnarskrárinnar og hún komi vart öðrum við. Vegna þess að frumkvæðið að breytingum á stjórnarskránni er í höndum Alþingis er örðugt að sjá fyrir sér hvernig þjóðin geti náð til sín löghelguðu valdi sínu sem hinn óskoraði stjórnarskrárgjafi. Hlutverk stjórnarskrár er m.a. að kveða á um meðferð ríkisvalds og dreifingu þess og temprun. Hún setur valdhöfunum margvíslegar skorður við meðferð valdsins. Þeir sem fara með ríkisvald munu eðli málsins samkvæmt í lengstu lög leggjast gegn breytingum á stjórnarskránni, sem takmarka vald þeirra. Þetta viðhorf skýrir að verulegu leyti hin þinglegu afdrif tillagna stjórnlagaráðsins frá 2011. Þær tillögur horfðu mjög til aukinnar þátttöku og aukinna áhrifa almennings á þjóðmálin, þ.e. til aukins lýðræðis. Aukin afskipti almennings af þjóðmálum meðal annars með kröfum um þjóðaratkvæði hafa óhjákvæmilega í för með sér að hinir kjörnu fulltrúar verða að taka tillit til skoðana almennings, ekki aðeins í aðdraganda kosninga, heldur einnig samfellt á milli kosninga. Gangi meiri hluti þingsins gegn almannaviljanum á hann það á hættu að fram komi krafa um þjóðaratkvæði, sem kann að leiða til falls þeirrar ríkisstjórnar, sem þingmeirihlutinn styður. Eina færa leiðin til að ná þeim rétti til þjóðarinnar að setja sér sjálf stjórnarskrá er að meirihluti þingsins fallist á að gera breytingar á fyrirmælum Danakonungs frá 1874 um það hvernig breyta megi stjórnarskránni, þannig að framvegis verði valdið til þess hjá þjóðinni, sem ákveður aðferðina við að semja stjórnarskrá og fullgilda hana að undangengnu lýðræðislegu ferli með þátttöku almennings ekki ósvipuðu því sem stjórnlagráð tíðkaði við samningu tillagnanna frá 2011. Hafa verður í huga að Alþingi setur almenn lög, en í stjórnarskrá er að finna þau lög sem þjóðin setur og binda þingið, sem er vanhæft til að ákveða valdmörk sín og leikreglur. Fari svo að Alþingi beiti sér ekki fyrir þeirri breytingu á fyrirmælunum frá Danakonungi frá 1874 þá má segja að áhrifavald konungsins vari enn á Alþingi þrátt fyrir lýðveldisstofnunina og þingið sæki vald sitt til konungsins til að svipta fullvalda þjóðina valdi sínu til að setja sér stjórnarskrá. Þingið er þá enn undir hæl konungsins. Þjóðin þarf að finna leið til að losa þingið undan hæl hans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Óumdeilt er að frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur frumuppspretta ríkisvaldsins verið hjá þjóðinni. Þjóðin hefur rétt til að setja setja sér stjórnarskrá. Valdhafarnir sækja vald sitt til þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hefur þjóðinni ekki tekist að setja sér sína eigin stjórnarskrá, enda þótt valdið til þess hafi verið hjá henni í meira en 70 ár. Hér verður leitast við að svara því hvað því veldur. Lýðveldisstjórnarskráin frá 1944 er að meginstefnu til stjórnarskráin sem konungur afhenti þjóðinni árið 1874 eftir að hafa synjað staðfestingar á stjórnarskrártillögum Alþingis. Þetta er athyglivert í ljósi þess að meðallíftími stjórnarskráa á heimsvísu er aðeins 19 ár. Alþingi samþykkti árið 1942 að ekki skyldu gerðar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, „sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins“. Forseti kom í stað konungs, þó þannig að synjunarvald hans var takmarkaðra en konungs. Í stjórnarskránni 1874 er ákvæði um aðferð við breytingu á stjórnarskránni og felst hún í samþykki Alþingis, almennum þingkosningum og staðfestingu hins nýkjörna þings auk staðfestingar konungs. Ákvæðið er efnislega óbreytt í gildandi stjórnarskrá að því undanskildu að staðfestingar konungs er ekki krafist. Þjóðin býr því enn við þá einhliða ákvörðun konungs frá 1874, að afskipti þjóðarinnar af endurskoðun stjórnarskrárinnar skuli takmarkast við þátttöku í almennum þingkosningum, sem snúast ekki um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Árin 1994-1995 var mannréttindakafli stjórnarskrárinnar endurskoðaður. Þá var því haldið leyndu hver eða hverjir hefðu samið tillögurnar en þær voru bornar fram af þeim stjórnmálaflokkum sem þá áttu fulltrúa á þingi. Hin fullvalda þjóð, sem Alþingi sækir vald sitt til og á rétt á að setja sér stjórnarskrá, fékk þrjár vikur til að koma að athugasemdum sínum við frumvarpið. Tilefni þess að þetta er rifjað upp hér er að minna á þá ríku tilhneigingu stjórnmálaflokkanna á þingi að líta svo á að þeir og þeir einir séu vörslumenn stjórnarskrárinnar og hún komi vart öðrum við. Vegna þess að frumkvæðið að breytingum á stjórnarskránni er í höndum Alþingis er örðugt að sjá fyrir sér hvernig þjóðin geti náð til sín löghelguðu valdi sínu sem hinn óskoraði stjórnarskrárgjafi. Hlutverk stjórnarskrár er m.a. að kveða á um meðferð ríkisvalds og dreifingu þess og temprun. Hún setur valdhöfunum margvíslegar skorður við meðferð valdsins. Þeir sem fara með ríkisvald munu eðli málsins samkvæmt í lengstu lög leggjast gegn breytingum á stjórnarskránni, sem takmarka vald þeirra. Þetta viðhorf skýrir að verulegu leyti hin þinglegu afdrif tillagna stjórnlagaráðsins frá 2011. Þær tillögur horfðu mjög til aukinnar þátttöku og aukinna áhrifa almennings á þjóðmálin, þ.e. til aukins lýðræðis. Aukin afskipti almennings af þjóðmálum meðal annars með kröfum um þjóðaratkvæði hafa óhjákvæmilega í för með sér að hinir kjörnu fulltrúar verða að taka tillit til skoðana almennings, ekki aðeins í aðdraganda kosninga, heldur einnig samfellt á milli kosninga. Gangi meiri hluti þingsins gegn almannaviljanum á hann það á hættu að fram komi krafa um þjóðaratkvæði, sem kann að leiða til falls þeirrar ríkisstjórnar, sem þingmeirihlutinn styður. Eina færa leiðin til að ná þeim rétti til þjóðarinnar að setja sér sjálf stjórnarskrá er að meirihluti þingsins fallist á að gera breytingar á fyrirmælum Danakonungs frá 1874 um það hvernig breyta megi stjórnarskránni, þannig að framvegis verði valdið til þess hjá þjóðinni, sem ákveður aðferðina við að semja stjórnarskrá og fullgilda hana að undangengnu lýðræðislegu ferli með þátttöku almennings ekki ósvipuðu því sem stjórnlagráð tíðkaði við samningu tillagnanna frá 2011. Hafa verður í huga að Alþingi setur almenn lög, en í stjórnarskrá er að finna þau lög sem þjóðin setur og binda þingið, sem er vanhæft til að ákveða valdmörk sín og leikreglur. Fari svo að Alþingi beiti sér ekki fyrir þeirri breytingu á fyrirmælunum frá Danakonungi frá 1874 þá má segja að áhrifavald konungsins vari enn á Alþingi þrátt fyrir lýðveldisstofnunina og þingið sæki vald sitt til konungsins til að svipta fullvalda þjóðina valdi sínu til að setja sér stjórnarskrá. Þingið er þá enn undir hæl konungsins. Þjóðin þarf að finna leið til að losa þingið undan hæl hans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar