Alþingi, ekki ríkisstjórnir, ráði þinglokum Ögmundur Jónasson skrifar 3. júní 2016 07:00 Auðvitað má spyrja sig hvort það geti nokkru sinni skaðað að boða til kosninga og hvort kosningar fyrr fremur en síðar hljóti ekki jafnan að vera til góðs. Nokkuð er gefandi fyrir þessa nálgun og rímar hún prýðilega við minn þankagang. En þessi lýðræðislega afstaða getur hæglega snúist upp í andhverfu sína, þannig að kosningar verði skipulagðar í samræmi við annarlega valdapólitíska hagsmuni. Stjórnmálafélag ályktaði í vikunni sem leið þess efnis að „óþolandi“ væri að ríkisstjórnin væri ekki búin að „setja niður dagsetningu fyrir kosningar í haust“ og var þess krafist að hún tilkynnti þegar í stað „ákvörðun sína“. Á þingi sagði síðan þingmaður úr stjórnarandstöðu að með því að vefengja að kosið verði í haust, væri grafið undan oddvitum ríkisstjórnarinnar sem verið hafi með yfirlýsingar í þessa veru.Hver á að ráða? Þetta tal vekur upp spurningar. Í sumum ríkjum er lengd kjörtímabils föst og óumbreytanleg. Dæmi þar um er Noregur. Þar er kjörtímabilið fjögur ár. Ef ekki eru forsendur fyrir meirihlutastjórn, verða menn að sætta sig við minnihlutastjórn, sem vissulega getur verið ágætur kostur. En lengd kjörtímabils ber að virða þar í landi. Í öðrum ríkjum er það í valdi ríkjandi stjórnvalda hvenær þing er rofið og efnt til kosninga, innan tímamarka kjörtímabilsins. Dæmi þar um er Bretland og Danmörk. Þar er forsætisráðherra í sjálfsvald sett hvenær hann rýfur þing – innan fjögurra ára í Danmörku, fimm ára í Bretlandi – og boðar til kosninga. Það gerir hann þegar honum þykir það best henta pólitískum hagsmunum sínum. Ísland er þarna á milli. Heimildin til að rjúfa þing er til staðar en hefðin er að þingið sitji þann tíma sem það var kosið til.Jákvætt lífsmark Aðstæður geta hins vegar skapast þar sem þessi hefð er rofin. Fram getur komið tillaga um vantraust og að efnt verði til kosninga hið bráðasta. Slík tillaga var borin upp í vor á Alþingi vegna Panama-skjalanna. Tillagan var felld en svo fór að forsætisráðherrann sagði af sér og brást þannig við mótmælum í þjóðfélaginu. Best hefði verið að ríkisstjórnin hefði öll farið. Þá hefðu kosningar verið sjálfgefnar. En hvað sem því líður, þá er það staðreynd að mótmæli utan og innan þings höfðu áhrif og er það í sjálfu sér ákveðinn pólitískur heilbrigðisvottur.Ríkisstjórn vill kaupa velvilja Nú fór hins vegar af stað atburðarás framan við og aftan við tjöldin. Ríkisstjórnin vildi kaupa sér meintan velvilja með því að flýta kosningum um tæpt ár og segist nú bundin af slíku loforði. En gagnvart hverjum? Og hvað veitir stjórnmálamönnum, hvort sem er í stjórnarmeirihluta eða stjórnarandstöðu á þingi, heimild til að makka með slíkt fyrir hönd þingmanna almennt? Hér gegnir allt öðru máli en eðlileg tillaga um vantraust og þingrof. Hér er líka allt annað uppi á teningnum en var í ársbyrjun 2009, þegar þáverandi ríkisstjórn var orðin óstarfhæf og meirihluti var myndaður um nýtt stjórnarmynstur við mjög óvenjulegar aðstæður.Skjálfandi á beinum En nú er haldið inn á nýja slóð; að pólitískir stundarhagsmunir séu látnir ráða lengd kjörtímabils. Þetta er breska og danska aðferðin nema hvað hér er þessi gata gengin ómarkvisst og með skjálfandi hnjám. Mörg þeirra sem ákafast krefjast þess að kjörtímabilið verði stytt, tala jafnframt fyrir nauðsyn prinsipfestu í stjórnmálalífinu. Fer þetta tvennt saman? Þurfum við ekki að hugsa þetta og sakar nokkuð að ræða þetta?Ráðherrar ákveði ekki hvenær kosið er Ef til vill ætti að kjósa til skemmri tíma en nú er gert, það gæti meira að segja verið ágætt ráð. En þá yrði líka lengd kjörtímabilsins í samræmi við það en réðist ekki af hagsmunatengdum pólitískum duttlungum þeirra sem fara með valdið. Með þessum línum vil ég hvetja til umræðu um þessi mál. Ég get ekki tekið undir með fyrrnefndu stjórnmálafélagi, sem krafðist þess að ráðherrar í ríkisstjórn ákveði þetta fyrir okkur! Lágmark er að koma fram með tillögu á þingi sem fái þar almenna og opna umræðu og síðan verði gengið til atkvæða þar sem flokkslínur yrðu látnar lönd og leið. Þar með myndum við forða okkur frá dönskum og breskum valdstjórnarósið og þá vonandi einnig nýjum íslenskum sið sem við fyrstu sýn orkar tvímælis og verðskuldar í það minnsta málefnalega umræðu. Mín meginniðurstaða er sú að Alþingi eigi að ráða, ekki ríkisstjórn!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Ögmundur Jónasson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Auðvitað má spyrja sig hvort það geti nokkru sinni skaðað að boða til kosninga og hvort kosningar fyrr fremur en síðar hljóti ekki jafnan að vera til góðs. Nokkuð er gefandi fyrir þessa nálgun og rímar hún prýðilega við minn þankagang. En þessi lýðræðislega afstaða getur hæglega snúist upp í andhverfu sína, þannig að kosningar verði skipulagðar í samræmi við annarlega valdapólitíska hagsmuni. Stjórnmálafélag ályktaði í vikunni sem leið þess efnis að „óþolandi“ væri að ríkisstjórnin væri ekki búin að „setja niður dagsetningu fyrir kosningar í haust“ og var þess krafist að hún tilkynnti þegar í stað „ákvörðun sína“. Á þingi sagði síðan þingmaður úr stjórnarandstöðu að með því að vefengja að kosið verði í haust, væri grafið undan oddvitum ríkisstjórnarinnar sem verið hafi með yfirlýsingar í þessa veru.Hver á að ráða? Þetta tal vekur upp spurningar. Í sumum ríkjum er lengd kjörtímabils föst og óumbreytanleg. Dæmi þar um er Noregur. Þar er kjörtímabilið fjögur ár. Ef ekki eru forsendur fyrir meirihlutastjórn, verða menn að sætta sig við minnihlutastjórn, sem vissulega getur verið ágætur kostur. En lengd kjörtímabils ber að virða þar í landi. Í öðrum ríkjum er það í valdi ríkjandi stjórnvalda hvenær þing er rofið og efnt til kosninga, innan tímamarka kjörtímabilsins. Dæmi þar um er Bretland og Danmörk. Þar er forsætisráðherra í sjálfsvald sett hvenær hann rýfur þing – innan fjögurra ára í Danmörku, fimm ára í Bretlandi – og boðar til kosninga. Það gerir hann þegar honum þykir það best henta pólitískum hagsmunum sínum. Ísland er þarna á milli. Heimildin til að rjúfa þing er til staðar en hefðin er að þingið sitji þann tíma sem það var kosið til.Jákvætt lífsmark Aðstæður geta hins vegar skapast þar sem þessi hefð er rofin. Fram getur komið tillaga um vantraust og að efnt verði til kosninga hið bráðasta. Slík tillaga var borin upp í vor á Alþingi vegna Panama-skjalanna. Tillagan var felld en svo fór að forsætisráðherrann sagði af sér og brást þannig við mótmælum í þjóðfélaginu. Best hefði verið að ríkisstjórnin hefði öll farið. Þá hefðu kosningar verið sjálfgefnar. En hvað sem því líður, þá er það staðreynd að mótmæli utan og innan þings höfðu áhrif og er það í sjálfu sér ákveðinn pólitískur heilbrigðisvottur.Ríkisstjórn vill kaupa velvilja Nú fór hins vegar af stað atburðarás framan við og aftan við tjöldin. Ríkisstjórnin vildi kaupa sér meintan velvilja með því að flýta kosningum um tæpt ár og segist nú bundin af slíku loforði. En gagnvart hverjum? Og hvað veitir stjórnmálamönnum, hvort sem er í stjórnarmeirihluta eða stjórnarandstöðu á þingi, heimild til að makka með slíkt fyrir hönd þingmanna almennt? Hér gegnir allt öðru máli en eðlileg tillaga um vantraust og þingrof. Hér er líka allt annað uppi á teningnum en var í ársbyrjun 2009, þegar þáverandi ríkisstjórn var orðin óstarfhæf og meirihluti var myndaður um nýtt stjórnarmynstur við mjög óvenjulegar aðstæður.Skjálfandi á beinum En nú er haldið inn á nýja slóð; að pólitískir stundarhagsmunir séu látnir ráða lengd kjörtímabils. Þetta er breska og danska aðferðin nema hvað hér er þessi gata gengin ómarkvisst og með skjálfandi hnjám. Mörg þeirra sem ákafast krefjast þess að kjörtímabilið verði stytt, tala jafnframt fyrir nauðsyn prinsipfestu í stjórnmálalífinu. Fer þetta tvennt saman? Þurfum við ekki að hugsa þetta og sakar nokkuð að ræða þetta?Ráðherrar ákveði ekki hvenær kosið er Ef til vill ætti að kjósa til skemmri tíma en nú er gert, það gæti meira að segja verið ágætt ráð. En þá yrði líka lengd kjörtímabilsins í samræmi við það en réðist ekki af hagsmunatengdum pólitískum duttlungum þeirra sem fara með valdið. Með þessum línum vil ég hvetja til umræðu um þessi mál. Ég get ekki tekið undir með fyrrnefndu stjórnmálafélagi, sem krafðist þess að ráðherrar í ríkisstjórn ákveði þetta fyrir okkur! Lágmark er að koma fram með tillögu á þingi sem fái þar almenna og opna umræðu og síðan verði gengið til atkvæða þar sem flokkslínur yrðu látnar lönd og leið. Þar með myndum við forða okkur frá dönskum og breskum valdstjórnarósið og þá vonandi einnig nýjum íslenskum sið sem við fyrstu sýn orkar tvímælis og verðskuldar í það minnsta málefnalega umræðu. Mín meginniðurstaða er sú að Alþingi eigi að ráða, ekki ríkisstjórn!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun