Dýr í neyð Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2016 06:00 Kettir eru vinsæl selskapsdýr og sem samfélag viljum við að vel sé búið að köttum, jafnt sem öðrum dýrum. Um allt land er hins vegar vandamál sem tengist velferð og vellíðan katta sem verður að takast á við af ábyrgð, en margir kettir hér á landi veslast upp úr hungri og vosbúð, allt frá kettlingum upp í fullorðna ketti. Þetta eru hinir svokölluðu villikettir sem allir eiga rætur að rekja til heimiliskatta sem hafa týnst eða hrakist frá heimilum sínum. Mikið er einnig um vergangsketti sem hafa týnst frá heimilum sínum og rata ekki heim. Villi- og vergangskettir eiga oft ömurlega ævi þar sem þeir lifa við hörð skilyrði, bæði í borg og sveit. Að gefa þessum köttum fóður er þeim verðmæt aðstoð en þeir halda yfirleitt til á ákveðnum stöðum þar sem þeir hafa fundið skjól. Í raun ætti að vera jafn sjálfsagt að gefa villiköttum og að gefa fuglum, ekki síst á veturna. Félög eins og Villikettir, Óskasjóður Púkarófu, Villikattahjálp Hafnarfjarðar og Kisukot á Akureyri hafa verið að halda úti starfsemi þar sem þessum dýrum er gefið og skjól útbúið fyrir þau þar sem þau halda til til að létta þeim tilveruna. Dýrin eru einnig fönguð og þau gelt til dæmis á vegum Villikatta og Kisukots, enda léttir það þeim lífsbaráttuna að þurfa ekki að hlýða hvöt um að fjölga sér, en margar villilæður hafa þjáðst af slæmum legbólgum vegna síendurtekinna gota. Fullorðnum dýrum er yfirleitt sleppt aftur en kettlingum er fundið heimili, enda erfitt að aðlaga fullorðinn kött. Veikum dýrum er komið undir læknishendur. Með þessum hætti er hlúð að dýrunum, þeim gefið fóður og komið í veg fyrir að þeim fjölgi þar sem þau halda til. Styrkur í þágu dýraVerði maður var við veikan, illa haldinn eða slasaðan kött ber að koma honum til hjálpar samkvæmt lögum um velferð dýra. Hægt er að leita til Kattavinafélags Íslands sem heldur úti sjúkrasjóðnum Nótt sem ætlaður er til að kosta læknisaðgerðir og hjúkrun á ómerktum slösuðum kisum sem enginn vill kannast við. Vil ég hvetja sem flesta til að styrkja sjóðinn í þágu þessara dýra. Sveitarfélög bera lögum samkvæmt ábyrgð á hálfvilltum dýrum eins og ómerktum köttum, en óvissara er um að leitað sé læknishjálpar eða nýs heimilis fyrir þá á vegum hins opinbera, sem ber einungis skylda til að halda þeim á lífi í tvo daga og ekki skylda til að auglýsa þá ef þeir eru ómerktir. Öflugt félagsstarf er þessum köttum því til mikillar gæfu. Veturinn er villi- og vergangsköttum afar erfiður. Vil ég hvetja sem flesta að gefa þessum köttum gaum og taka þátt í eða styðja við þá starfsemi sem liðsinnir þessum dýrum í neyð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Kettir eru vinsæl selskapsdýr og sem samfélag viljum við að vel sé búið að köttum, jafnt sem öðrum dýrum. Um allt land er hins vegar vandamál sem tengist velferð og vellíðan katta sem verður að takast á við af ábyrgð, en margir kettir hér á landi veslast upp úr hungri og vosbúð, allt frá kettlingum upp í fullorðna ketti. Þetta eru hinir svokölluðu villikettir sem allir eiga rætur að rekja til heimiliskatta sem hafa týnst eða hrakist frá heimilum sínum. Mikið er einnig um vergangsketti sem hafa týnst frá heimilum sínum og rata ekki heim. Villi- og vergangskettir eiga oft ömurlega ævi þar sem þeir lifa við hörð skilyrði, bæði í borg og sveit. Að gefa þessum köttum fóður er þeim verðmæt aðstoð en þeir halda yfirleitt til á ákveðnum stöðum þar sem þeir hafa fundið skjól. Í raun ætti að vera jafn sjálfsagt að gefa villiköttum og að gefa fuglum, ekki síst á veturna. Félög eins og Villikettir, Óskasjóður Púkarófu, Villikattahjálp Hafnarfjarðar og Kisukot á Akureyri hafa verið að halda úti starfsemi þar sem þessum dýrum er gefið og skjól útbúið fyrir þau þar sem þau halda til til að létta þeim tilveruna. Dýrin eru einnig fönguð og þau gelt til dæmis á vegum Villikatta og Kisukots, enda léttir það þeim lífsbaráttuna að þurfa ekki að hlýða hvöt um að fjölga sér, en margar villilæður hafa þjáðst af slæmum legbólgum vegna síendurtekinna gota. Fullorðnum dýrum er yfirleitt sleppt aftur en kettlingum er fundið heimili, enda erfitt að aðlaga fullorðinn kött. Veikum dýrum er komið undir læknishendur. Með þessum hætti er hlúð að dýrunum, þeim gefið fóður og komið í veg fyrir að þeim fjölgi þar sem þau halda til. Styrkur í þágu dýraVerði maður var við veikan, illa haldinn eða slasaðan kött ber að koma honum til hjálpar samkvæmt lögum um velferð dýra. Hægt er að leita til Kattavinafélags Íslands sem heldur úti sjúkrasjóðnum Nótt sem ætlaður er til að kosta læknisaðgerðir og hjúkrun á ómerktum slösuðum kisum sem enginn vill kannast við. Vil ég hvetja sem flesta til að styrkja sjóðinn í þágu þessara dýra. Sveitarfélög bera lögum samkvæmt ábyrgð á hálfvilltum dýrum eins og ómerktum köttum, en óvissara er um að leitað sé læknishjálpar eða nýs heimilis fyrir þá á vegum hins opinbera, sem ber einungis skylda til að halda þeim á lífi í tvo daga og ekki skylda til að auglýsa þá ef þeir eru ómerktir. Öflugt félagsstarf er þessum köttum því til mikillar gæfu. Veturinn er villi- og vergangsköttum afar erfiður. Vil ég hvetja sem flesta að gefa þessum köttum gaum og taka þátt í eða styðja við þá starfsemi sem liðsinnir þessum dýrum í neyð. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun