Mývatn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 23. maí 2016 07:00 Náttúran hefur gildi í sjálfu sér, ekki bara nytjagildi fyrir menn. Þetta er grundvallaratriði sem furðu oft gleymist. Að sjálfsögðu lifa menn af landsins gæðum, sem eru þrotlaus, og haga þá málum svo að þau rýrni ekki eða spillist – en raunverulegt gildi náttúrunnar felst ekki í slíkum nytjum. Það felst ekki heldur í því að vera manninum augnayndi eða uppspretta unaðar. Það snýst ekki um manninn heldur hafa öll fyrirbæri náttúrunnar gildi í sjálfu sér og ber að sýna þeim virðingu samkvæmt því: hver hóll, hver jurt, fjöllin, mosinn, trén – og vatnið sem rennur. Ekkert af þessu hefur maðurinn búið til og ekkert getur hann betrumbætt, þetta var til fyrir hans daga og verður áfram þegar dagar mannsins eru taldir. Eina hlutverk mannsins í náttúrunni er að eyðileggja hana ekki.Vötn geta dáið Náttúruna á að umgangast eins og helgidóm. Þegar talað er um að það eigi að „láta náttúruna njóta vafans“ er átt við að maðurinn spyrji alltaf fyrst í öllum sínum umsvifum: hvaða áhrif hefur þetta á lífríkið hér – heildina? – en ekki: hvað er upp úr þessu að hafa? Það er vissulega ágæt spurning líka, og gleymist furðu oft líka – en hún á alltaf að koma á eftir hinni. Umhverfismat er ekki formsatriði heldur grundvallaratriði. Of lengi hefur það tíðkast hér á landi að láta náttúruna gjalda vafans. Vötn geta dáið vegna sambýlis við menn. Það gerist þegar umsvif manna verða til þess að of mikið af tilteknum efnum berst út í vötnin. Þetta er skólp eða tilbúinn áburður og hefur í för með sér þörungamergð, súrefnisskort og fiskadauða. Þetta hefur verið að gerast um allan heim vegna þeirra vanþróuðu atvinnuhátta, að geta ekki komið við sómasamlegum hreinsunarbúnaði kringum starfsemi sína. Mývatn er að deyja. Fyrir því eru ýmsar ástæður, segja þeir sem gerst vita. Frá náttúrunnar hendi er vatnið næringarríkt og bakteríublómar – sem grugga vatnið – hafa verið þar frá alda öðli, löngu fyrir daga Kísiliðju og annarra mannlegra umsvifa. Á milli hafa komið tær sumur svo að birtan hefur náð niður til botns og botngróðurinn náð að vaxa – hinn margfrægi kúluskítur. Þessum tærleikasumrum hefur fækkað við Mývatn jafnt og þétt undanfarna áratugi – bakteríublómar koma þá á hverju ári og birtan nær aldrei til botns yfir hásumarið, með þeim afleiðingum að botngróðurinn hverfur og vítahringurinn dýpktar og versnar. Nú er talað um að botn Mývatns sé eins og eyðimörk, kúluskíturinn horfinn.Lágmarksaðgerðir Fyrir þessu kunna að vera margvíslegar ástæður og ekki á valdi manna eingöngu að rjúfa þetta ófremdarástand. Sumir vísindamenn nefna hlýnandi loftslag, aðrir benda á að Kísiliðjan sáluga dældi óhemju miklu af næringarefnum í Mývatn. Loks er talað um landbúnaðinn og túrismann og annað mannanna brölt sem áhrifavalda. Leit að sökudólgum hefur ekki mikið gildi á þessu stigi málsins, nema þá til að læra af því. En þó að björgun Mývatns sé kannski ekki bara undir mannlegum aðgerðum komin er ekki þar með sagt að bara eigi að yppa öxlum og halda áfram að dæla í vatnið næringarefnum – skipa kannski nefnd til að velta enn einu sinni fyrir sér hugsanlegum ástæðum ástandsins. Menn hljóta að gera allt sem í þeirra valdi stendur og þurfa að byrja á því undireins. Það þarf að skrúfa fyrir flæði næringarefna í vatnið undireins – bæði frá byggð og atvinnurekstri. Það er lágmark og þegar búið er að gera það má fara að velta fyrir sér ástæðunum. Við þurfum að hugsa öðruvísi um náttúruna, sem samfélag og þjóð. Við þurfum að ganga um landið okkar sem helgidóm. Náttúran við Mývatn er ekki einkamál þeirra sem þar búa, fremur en flugvöllurinn í Reykjavík kemur íbúum þar einum við. Og við þurfum öll að ræða og hafa skoðanir á iðnaðaráformum í kjölfar fyrirhugaðrar Bjarnarflagsvirkjunar – þetta getur aldrei verið einskær spurning um atvinnusköpun í héraði, með fullri virðingu fyrir slíkri viðleitni. Fregnir berast af sífellt þéttari byggð kringum vatnið, gistihús og veitingastaðir rísa við vatnsbakkann; borað hefur verið á ská undir Námafjall og hverirnir austan undir fjallinu settir í hættu. Nýlega þótti við hæfi að taka þarna upp amerískan bílahasar og vonað það besta um lífríki vatnsins, líka þegar sukku í það vinnuvélar. Yfir Dimmuborgum trónir veitingahús og stór hótel rísa á bestu útsýnisstöðunum. Þjóðvegur eitt liggur um vatnsbakkann – sem í sjálfu sér er brjálæðisleg áhættuhegðun og virðingarleysi við náttúrugersemi á heimsvísu: risastórir flutningabílar – olíubílar. Einn slíkur út af brúnni yfir Laxá og …Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúran hefur gildi í sjálfu sér, ekki bara nytjagildi fyrir menn. Þetta er grundvallaratriði sem furðu oft gleymist. Að sjálfsögðu lifa menn af landsins gæðum, sem eru þrotlaus, og haga þá málum svo að þau rýrni ekki eða spillist – en raunverulegt gildi náttúrunnar felst ekki í slíkum nytjum. Það felst ekki heldur í því að vera manninum augnayndi eða uppspretta unaðar. Það snýst ekki um manninn heldur hafa öll fyrirbæri náttúrunnar gildi í sjálfu sér og ber að sýna þeim virðingu samkvæmt því: hver hóll, hver jurt, fjöllin, mosinn, trén – og vatnið sem rennur. Ekkert af þessu hefur maðurinn búið til og ekkert getur hann betrumbætt, þetta var til fyrir hans daga og verður áfram þegar dagar mannsins eru taldir. Eina hlutverk mannsins í náttúrunni er að eyðileggja hana ekki.Vötn geta dáið Náttúruna á að umgangast eins og helgidóm. Þegar talað er um að það eigi að „láta náttúruna njóta vafans“ er átt við að maðurinn spyrji alltaf fyrst í öllum sínum umsvifum: hvaða áhrif hefur þetta á lífríkið hér – heildina? – en ekki: hvað er upp úr þessu að hafa? Það er vissulega ágæt spurning líka, og gleymist furðu oft líka – en hún á alltaf að koma á eftir hinni. Umhverfismat er ekki formsatriði heldur grundvallaratriði. Of lengi hefur það tíðkast hér á landi að láta náttúruna gjalda vafans. Vötn geta dáið vegna sambýlis við menn. Það gerist þegar umsvif manna verða til þess að of mikið af tilteknum efnum berst út í vötnin. Þetta er skólp eða tilbúinn áburður og hefur í för með sér þörungamergð, súrefnisskort og fiskadauða. Þetta hefur verið að gerast um allan heim vegna þeirra vanþróuðu atvinnuhátta, að geta ekki komið við sómasamlegum hreinsunarbúnaði kringum starfsemi sína. Mývatn er að deyja. Fyrir því eru ýmsar ástæður, segja þeir sem gerst vita. Frá náttúrunnar hendi er vatnið næringarríkt og bakteríublómar – sem grugga vatnið – hafa verið þar frá alda öðli, löngu fyrir daga Kísiliðju og annarra mannlegra umsvifa. Á milli hafa komið tær sumur svo að birtan hefur náð niður til botns og botngróðurinn náð að vaxa – hinn margfrægi kúluskítur. Þessum tærleikasumrum hefur fækkað við Mývatn jafnt og þétt undanfarna áratugi – bakteríublómar koma þá á hverju ári og birtan nær aldrei til botns yfir hásumarið, með þeim afleiðingum að botngróðurinn hverfur og vítahringurinn dýpktar og versnar. Nú er talað um að botn Mývatns sé eins og eyðimörk, kúluskíturinn horfinn.Lágmarksaðgerðir Fyrir þessu kunna að vera margvíslegar ástæður og ekki á valdi manna eingöngu að rjúfa þetta ófremdarástand. Sumir vísindamenn nefna hlýnandi loftslag, aðrir benda á að Kísiliðjan sáluga dældi óhemju miklu af næringarefnum í Mývatn. Loks er talað um landbúnaðinn og túrismann og annað mannanna brölt sem áhrifavalda. Leit að sökudólgum hefur ekki mikið gildi á þessu stigi málsins, nema þá til að læra af því. En þó að björgun Mývatns sé kannski ekki bara undir mannlegum aðgerðum komin er ekki þar með sagt að bara eigi að yppa öxlum og halda áfram að dæla í vatnið næringarefnum – skipa kannski nefnd til að velta enn einu sinni fyrir sér hugsanlegum ástæðum ástandsins. Menn hljóta að gera allt sem í þeirra valdi stendur og þurfa að byrja á því undireins. Það þarf að skrúfa fyrir flæði næringarefna í vatnið undireins – bæði frá byggð og atvinnurekstri. Það er lágmark og þegar búið er að gera það má fara að velta fyrir sér ástæðunum. Við þurfum að hugsa öðruvísi um náttúruna, sem samfélag og þjóð. Við þurfum að ganga um landið okkar sem helgidóm. Náttúran við Mývatn er ekki einkamál þeirra sem þar búa, fremur en flugvöllurinn í Reykjavík kemur íbúum þar einum við. Og við þurfum öll að ræða og hafa skoðanir á iðnaðaráformum í kjölfar fyrirhugaðrar Bjarnarflagsvirkjunar – þetta getur aldrei verið einskær spurning um atvinnusköpun í héraði, með fullri virðingu fyrir slíkri viðleitni. Fregnir berast af sífellt þéttari byggð kringum vatnið, gistihús og veitingastaðir rísa við vatnsbakkann; borað hefur verið á ská undir Námafjall og hverirnir austan undir fjallinu settir í hættu. Nýlega þótti við hæfi að taka þarna upp amerískan bílahasar og vonað það besta um lífríki vatnsins, líka þegar sukku í það vinnuvélar. Yfir Dimmuborgum trónir veitingahús og stór hótel rísa á bestu útsýnisstöðunum. Þjóðvegur eitt liggur um vatnsbakkann – sem í sjálfu sér er brjálæðisleg áhættuhegðun og virðingarleysi við náttúrugersemi á heimsvísu: risastórir flutningabílar – olíubílar. Einn slíkur út af brúnni yfir Laxá og …Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun