Hnattræn peningamarkaðsskilyrði harðna enn lars christensen skrifar 25. maí 2016 09:30 Þeir sem fylgjast með umræðum í fjármálafjölmiðlum heimsins um peningamálastefnu fá það á tilfinninguna að seðlabankar prenti peninga sem aldrei fyrr, en þrátt fyrir það aukist hagvöxtur ekki og það sé engin verðbólga og niðurstaðan sé sú að seðlabankarnir séu „skotfæralausir“. Sannleikurinn er hins vegar allt annar, að minnsta kosti ef maður lítur á það hve mikla peninga seðlabankarnir prenta í raun. Ef við lítum þannig á svokallað grunnfé þá sjáum við að peningamálastefnan er langt frá því að vera eftirgefanleg í sögulegu samhengi – reyndar hafa peningamarkaðsskilyrði herst verulega á síðustu tveimur árum. Ef við lítum á heildargrunnfé í 20 stærstu hagkerfum heims (G20) þá hefur árlegur vöxtur grunnfjár í G20 löndum fallið úr um það bil 14% á fyrri hluta árs 2014 niður í nánast engan vöxt grunnfjár núna. Þetta er veruleg herðing á peningamarkaðsskilyrðum, sem endurspeglar fyrst og fremst að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lokið við áætlun sína um magnbundna íhlutun og er nú byrjaður að hækka stýrivexti. Hert peningamálastefna Seðlabanka Bandaríkjanna hefur verið „flutt út“ til landa sem hafa að mestu leyti fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar – landa eins og Hong Kong og Sádi-Arabíu, og landa sem láta gengi sitt að mestu fylgja dollarnum – til dæmis Kína. Ef við lítum á grunnféð um heim allan og herta peningamálastefnu sem við höfum í raun séð síðustu tvö ár, þá er mun auðveldara að skilja af hverju við höfum séð aukinn fjármálaóróa á síðustu 1-2 árum, séð hratt lækkandi hrávöruverð, og hvers vegna það er næstum því verðhjöðnun víða um heim. Peningamálastefnan í heiminum er ekki slök heldur aðhaldssöm – of aðhaldssöm. Það er mögulegt að Bandaríkin þurfi smám saman að herða peningamálastefnu sína en það er ekki hægt að segja um meirihluta annarra landa í heiminum. Þess vegna er eðlilegt að það, sem við gætum kallað „dollarablokkina“, sé byrjað að hrynja. Þannig fjarlægjast æ fleiri ríki stranga fastgengisstefnu gagnvart dollarnum og síðasta árið höfum við séð nokkur ríki sem byggja á hrávöruútflutningi, eins og Kasakstan og Aserbaídsjan, hætta við fastgengi gagnvart dollarnum og lækka gengi gjaldmiðla sinna verulega. Sú stefnubreyting sem mestu máli skiptir hefur augljóslega verið í Kína, sem hefur nú opinberlega horfið frá fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar og Seðlabanki Kína hefur tilkynnt að hann muni smám saman taka upp frjálsara flotgengi. Ef við eigum að skilja þróun heimsbúskaparins er mjög mikilvægt að skilja þróun peningamála, en það gengur ekki að við látum blindast af lágum stýrivöxtum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Þeir sem fylgjast með umræðum í fjármálafjölmiðlum heimsins um peningamálastefnu fá það á tilfinninguna að seðlabankar prenti peninga sem aldrei fyrr, en þrátt fyrir það aukist hagvöxtur ekki og það sé engin verðbólga og niðurstaðan sé sú að seðlabankarnir séu „skotfæralausir“. Sannleikurinn er hins vegar allt annar, að minnsta kosti ef maður lítur á það hve mikla peninga seðlabankarnir prenta í raun. Ef við lítum þannig á svokallað grunnfé þá sjáum við að peningamálastefnan er langt frá því að vera eftirgefanleg í sögulegu samhengi – reyndar hafa peningamarkaðsskilyrði herst verulega á síðustu tveimur árum. Ef við lítum á heildargrunnfé í 20 stærstu hagkerfum heims (G20) þá hefur árlegur vöxtur grunnfjár í G20 löndum fallið úr um það bil 14% á fyrri hluta árs 2014 niður í nánast engan vöxt grunnfjár núna. Þetta er veruleg herðing á peningamarkaðsskilyrðum, sem endurspeglar fyrst og fremst að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lokið við áætlun sína um magnbundna íhlutun og er nú byrjaður að hækka stýrivexti. Hert peningamálastefna Seðlabanka Bandaríkjanna hefur verið „flutt út“ til landa sem hafa að mestu leyti fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar – landa eins og Hong Kong og Sádi-Arabíu, og landa sem láta gengi sitt að mestu fylgja dollarnum – til dæmis Kína. Ef við lítum á grunnféð um heim allan og herta peningamálastefnu sem við höfum í raun séð síðustu tvö ár, þá er mun auðveldara að skilja af hverju við höfum séð aukinn fjármálaóróa á síðustu 1-2 árum, séð hratt lækkandi hrávöruverð, og hvers vegna það er næstum því verðhjöðnun víða um heim. Peningamálastefnan í heiminum er ekki slök heldur aðhaldssöm – of aðhaldssöm. Það er mögulegt að Bandaríkin þurfi smám saman að herða peningamálastefnu sína en það er ekki hægt að segja um meirihluta annarra landa í heiminum. Þess vegna er eðlilegt að það, sem við gætum kallað „dollarablokkina“, sé byrjað að hrynja. Þannig fjarlægjast æ fleiri ríki stranga fastgengisstefnu gagnvart dollarnum og síðasta árið höfum við séð nokkur ríki sem byggja á hrávöruútflutningi, eins og Kasakstan og Aserbaídsjan, hætta við fastgengi gagnvart dollarnum og lækka gengi gjaldmiðla sinna verulega. Sú stefnubreyting sem mestu máli skiptir hefur augljóslega verið í Kína, sem hefur nú opinberlega horfið frá fastgengi gagnvart Bandaríkjadollar og Seðlabanki Kína hefur tilkynnt að hann muni smám saman taka upp frjálsara flotgengi. Ef við eigum að skilja þróun heimsbúskaparins er mjög mikilvægt að skilja þróun peningamála, en það gengur ekki að við látum blindast af lágum stýrivöxtum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun