Guðni í höfn? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 28. maí 2016 10:15 Fyrstu kappræður forsetaframbjóðendanna fóru fram á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Kannanir hafa sýnt yfirburðastöðu Guðna Th. Jóhannessonar, sem nýtur fylgis allt að 2/3 kjósenda. Markmið hinna frambjóðendanna í sjónvarpssal hlýtur því að hafa verið að reka Guðna á gat og snúa taflinu sér í hag. Keppinautarnir eru varla ánægðir með niðurstöðuna. Guðni sigldi lygnan sjó, tók litla áhættu og komst vel frá sínu, þótt honum hafi vafist tunga um tönn þegar talið barst að Evrópusambandinu. Davíð Oddsson, skæðasti keppinauturinn hingað til, reyndi að klóra í Guðna. Meðölin voru gamalkunn úr smiðju Davíðs. Hann bendlaði Guðna við Samfylkinguna, nokkuð sem Davíð telur ekki líklegt til pólitískra vinsælda miðað við stöðu þess ágæta flokks. Guðni hristi ávirðingar Davíðs léttilega af sér. Davíð virtist kominn í annan ham en áður í kosningabaráttunni. Landsföðurlegi og auðmjúki grínistinn var á bak og burt. Í hans stað var kominn gamli pólitíski vígamaðurinn sem stærði sig af eigin afrekum og snupraði fréttamann sem honum þótti andsnúinn sér. Sjáum hvernig hamskiptin ganga í kjósendur. Andri Snær Magnason fjallaði af eldmóði um sínar hugsjónir. Andri var með sviðsskrekk. Hann sveiflaði höndunum ótt og títt til að leggja áherslu á mál sitt, en tókst samt ágætlega upp. Andri Snær er sá frambjóðendanna sem er með skýrasta sýn. Hann hefur í mörg ár barist fyrir náttúruvernd. Í þættinum bætti hann launajafnrétti kynjanna og læsi skólabarna á listann. Halla Tómasdóttir var mögulega sá frambjóðenda sem best komst frá sínu. Hún virtist full sjálfstrausts, var ákveðin og talaði af röggsemi. Kannski á hún mest inni. Spennandi verður að sjá hvort hún tekur kipp í könnunum. Áherslur frambjóðendanna eru kannski ekki svo ólíkar. Enginn þeirra virtist fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið, þótt Andri Snær kæmist þar næst. Allir nema Davíð lýstu þó þeirri skoðun að eðlilegast væri að þjóðin kysi um málið. Ekki var mikill áherslumunur þegar talið barst að stjórnarmyndun. Öll virtust á því að forseta bæri við eðlilegar aðstæður að halda sig að mestu til hlés en stuðla að því að í landinu sæti traust stjórn. Um málskotsrétt forseta voru tvö sjónarmið. Guðni og Davíð telja að undirskriftir einar eigi ekki að duga til að knýja fram þjóðaratkvæði. Sannfæring forseta eigi að spila stóra rullu. Halla og Andri aðhyllast frekar hugmyndir um beint lýðræði. Þau myndu vilja setja sér vinnureglur um slíkt þótt ekki kæmi til stjórnarskrárbreytinga. Andri skipar sér með skýrum hætti í sveit þeirra, er vilja staðfesta stjórnarskrárdrögin, sem vefst fyrir Alþingi, en þjóðin hefur þegar samþykkt í kosningum. Hvað sem þessum vangaveltum líður getur niðurstaðan varla verið önnur en sú að Guðni hafi komið standandi frá sínu fyrsta stóra prófi. Nú reynir á hina frambjóðendurna að saxa á forskotið sem eins og sakir standa virðist allt að því óyfirstíganlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Forsetakosningar 2016 Skoðun Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Fyrstu kappræður forsetaframbjóðendanna fóru fram á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Kannanir hafa sýnt yfirburðastöðu Guðna Th. Jóhannessonar, sem nýtur fylgis allt að 2/3 kjósenda. Markmið hinna frambjóðendanna í sjónvarpssal hlýtur því að hafa verið að reka Guðna á gat og snúa taflinu sér í hag. Keppinautarnir eru varla ánægðir með niðurstöðuna. Guðni sigldi lygnan sjó, tók litla áhættu og komst vel frá sínu, þótt honum hafi vafist tunga um tönn þegar talið barst að Evrópusambandinu. Davíð Oddsson, skæðasti keppinauturinn hingað til, reyndi að klóra í Guðna. Meðölin voru gamalkunn úr smiðju Davíðs. Hann bendlaði Guðna við Samfylkinguna, nokkuð sem Davíð telur ekki líklegt til pólitískra vinsælda miðað við stöðu þess ágæta flokks. Guðni hristi ávirðingar Davíðs léttilega af sér. Davíð virtist kominn í annan ham en áður í kosningabaráttunni. Landsföðurlegi og auðmjúki grínistinn var á bak og burt. Í hans stað var kominn gamli pólitíski vígamaðurinn sem stærði sig af eigin afrekum og snupraði fréttamann sem honum þótti andsnúinn sér. Sjáum hvernig hamskiptin ganga í kjósendur. Andri Snær Magnason fjallaði af eldmóði um sínar hugsjónir. Andri var með sviðsskrekk. Hann sveiflaði höndunum ótt og títt til að leggja áherslu á mál sitt, en tókst samt ágætlega upp. Andri Snær er sá frambjóðendanna sem er með skýrasta sýn. Hann hefur í mörg ár barist fyrir náttúruvernd. Í þættinum bætti hann launajafnrétti kynjanna og læsi skólabarna á listann. Halla Tómasdóttir var mögulega sá frambjóðenda sem best komst frá sínu. Hún virtist full sjálfstrausts, var ákveðin og talaði af röggsemi. Kannski á hún mest inni. Spennandi verður að sjá hvort hún tekur kipp í könnunum. Áherslur frambjóðendanna eru kannski ekki svo ólíkar. Enginn þeirra virtist fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið, þótt Andri Snær kæmist þar næst. Allir nema Davíð lýstu þó þeirri skoðun að eðlilegast væri að þjóðin kysi um málið. Ekki var mikill áherslumunur þegar talið barst að stjórnarmyndun. Öll virtust á því að forseta bæri við eðlilegar aðstæður að halda sig að mestu til hlés en stuðla að því að í landinu sæti traust stjórn. Um málskotsrétt forseta voru tvö sjónarmið. Guðni og Davíð telja að undirskriftir einar eigi ekki að duga til að knýja fram þjóðaratkvæði. Sannfæring forseta eigi að spila stóra rullu. Halla og Andri aðhyllast frekar hugmyndir um beint lýðræði. Þau myndu vilja setja sér vinnureglur um slíkt þótt ekki kæmi til stjórnarskrárbreytinga. Andri skipar sér með skýrum hætti í sveit þeirra, er vilja staðfesta stjórnarskrárdrögin, sem vefst fyrir Alþingi, en þjóðin hefur þegar samþykkt í kosningum. Hvað sem þessum vangaveltum líður getur niðurstaðan varla verið önnur en sú að Guðni hafi komið standandi frá sínu fyrsta stóra prófi. Nú reynir á hina frambjóðendurna að saxa á forskotið sem eins og sakir standa virðist allt að því óyfirstíganlegt.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar