Guðni í höfn? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 28. maí 2016 10:15 Fyrstu kappræður forsetaframbjóðendanna fóru fram á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Kannanir hafa sýnt yfirburðastöðu Guðna Th. Jóhannessonar, sem nýtur fylgis allt að 2/3 kjósenda. Markmið hinna frambjóðendanna í sjónvarpssal hlýtur því að hafa verið að reka Guðna á gat og snúa taflinu sér í hag. Keppinautarnir eru varla ánægðir með niðurstöðuna. Guðni sigldi lygnan sjó, tók litla áhættu og komst vel frá sínu, þótt honum hafi vafist tunga um tönn þegar talið barst að Evrópusambandinu. Davíð Oddsson, skæðasti keppinauturinn hingað til, reyndi að klóra í Guðna. Meðölin voru gamalkunn úr smiðju Davíðs. Hann bendlaði Guðna við Samfylkinguna, nokkuð sem Davíð telur ekki líklegt til pólitískra vinsælda miðað við stöðu þess ágæta flokks. Guðni hristi ávirðingar Davíðs léttilega af sér. Davíð virtist kominn í annan ham en áður í kosningabaráttunni. Landsföðurlegi og auðmjúki grínistinn var á bak og burt. Í hans stað var kominn gamli pólitíski vígamaðurinn sem stærði sig af eigin afrekum og snupraði fréttamann sem honum þótti andsnúinn sér. Sjáum hvernig hamskiptin ganga í kjósendur. Andri Snær Magnason fjallaði af eldmóði um sínar hugsjónir. Andri var með sviðsskrekk. Hann sveiflaði höndunum ótt og títt til að leggja áherslu á mál sitt, en tókst samt ágætlega upp. Andri Snær er sá frambjóðendanna sem er með skýrasta sýn. Hann hefur í mörg ár barist fyrir náttúruvernd. Í þættinum bætti hann launajafnrétti kynjanna og læsi skólabarna á listann. Halla Tómasdóttir var mögulega sá frambjóðenda sem best komst frá sínu. Hún virtist full sjálfstrausts, var ákveðin og talaði af röggsemi. Kannski á hún mest inni. Spennandi verður að sjá hvort hún tekur kipp í könnunum. Áherslur frambjóðendanna eru kannski ekki svo ólíkar. Enginn þeirra virtist fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið, þótt Andri Snær kæmist þar næst. Allir nema Davíð lýstu þó þeirri skoðun að eðlilegast væri að þjóðin kysi um málið. Ekki var mikill áherslumunur þegar talið barst að stjórnarmyndun. Öll virtust á því að forseta bæri við eðlilegar aðstæður að halda sig að mestu til hlés en stuðla að því að í landinu sæti traust stjórn. Um málskotsrétt forseta voru tvö sjónarmið. Guðni og Davíð telja að undirskriftir einar eigi ekki að duga til að knýja fram þjóðaratkvæði. Sannfæring forseta eigi að spila stóra rullu. Halla og Andri aðhyllast frekar hugmyndir um beint lýðræði. Þau myndu vilja setja sér vinnureglur um slíkt þótt ekki kæmi til stjórnarskrárbreytinga. Andri skipar sér með skýrum hætti í sveit þeirra, er vilja staðfesta stjórnarskrárdrögin, sem vefst fyrir Alþingi, en þjóðin hefur þegar samþykkt í kosningum. Hvað sem þessum vangaveltum líður getur niðurstaðan varla verið önnur en sú að Guðni hafi komið standandi frá sínu fyrsta stóra prófi. Nú reynir á hina frambjóðendurna að saxa á forskotið sem eins og sakir standa virðist allt að því óyfirstíganlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Forsetakosningar 2016 Skoðun Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrstu kappræður forsetaframbjóðendanna fóru fram á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Kannanir hafa sýnt yfirburðastöðu Guðna Th. Jóhannessonar, sem nýtur fylgis allt að 2/3 kjósenda. Markmið hinna frambjóðendanna í sjónvarpssal hlýtur því að hafa verið að reka Guðna á gat og snúa taflinu sér í hag. Keppinautarnir eru varla ánægðir með niðurstöðuna. Guðni sigldi lygnan sjó, tók litla áhættu og komst vel frá sínu, þótt honum hafi vafist tunga um tönn þegar talið barst að Evrópusambandinu. Davíð Oddsson, skæðasti keppinauturinn hingað til, reyndi að klóra í Guðna. Meðölin voru gamalkunn úr smiðju Davíðs. Hann bendlaði Guðna við Samfylkinguna, nokkuð sem Davíð telur ekki líklegt til pólitískra vinsælda miðað við stöðu þess ágæta flokks. Guðni hristi ávirðingar Davíðs léttilega af sér. Davíð virtist kominn í annan ham en áður í kosningabaráttunni. Landsföðurlegi og auðmjúki grínistinn var á bak og burt. Í hans stað var kominn gamli pólitíski vígamaðurinn sem stærði sig af eigin afrekum og snupraði fréttamann sem honum þótti andsnúinn sér. Sjáum hvernig hamskiptin ganga í kjósendur. Andri Snær Magnason fjallaði af eldmóði um sínar hugsjónir. Andri var með sviðsskrekk. Hann sveiflaði höndunum ótt og títt til að leggja áherslu á mál sitt, en tókst samt ágætlega upp. Andri Snær er sá frambjóðendanna sem er með skýrasta sýn. Hann hefur í mörg ár barist fyrir náttúruvernd. Í þættinum bætti hann launajafnrétti kynjanna og læsi skólabarna á listann. Halla Tómasdóttir var mögulega sá frambjóðenda sem best komst frá sínu. Hún virtist full sjálfstrausts, var ákveðin og talaði af röggsemi. Kannski á hún mest inni. Spennandi verður að sjá hvort hún tekur kipp í könnunum. Áherslur frambjóðendanna eru kannski ekki svo ólíkar. Enginn þeirra virtist fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið, þótt Andri Snær kæmist þar næst. Allir nema Davíð lýstu þó þeirri skoðun að eðlilegast væri að þjóðin kysi um málið. Ekki var mikill áherslumunur þegar talið barst að stjórnarmyndun. Öll virtust á því að forseta bæri við eðlilegar aðstæður að halda sig að mestu til hlés en stuðla að því að í landinu sæti traust stjórn. Um málskotsrétt forseta voru tvö sjónarmið. Guðni og Davíð telja að undirskriftir einar eigi ekki að duga til að knýja fram þjóðaratkvæði. Sannfæring forseta eigi að spila stóra rullu. Halla og Andri aðhyllast frekar hugmyndir um beint lýðræði. Þau myndu vilja setja sér vinnureglur um slíkt þótt ekki kæmi til stjórnarskrárbreytinga. Andri skipar sér með skýrum hætti í sveit þeirra, er vilja staðfesta stjórnarskrárdrögin, sem vefst fyrir Alþingi, en þjóðin hefur þegar samþykkt í kosningum. Hvað sem þessum vangaveltum líður getur niðurstaðan varla verið önnur en sú að Guðni hafi komið standandi frá sínu fyrsta stóra prófi. Nú reynir á hina frambjóðendurna að saxa á forskotið sem eins og sakir standa virðist allt að því óyfirstíganlegt.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun