Mótsögnin í meirihlutastjórnum Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 11. maí 2016 07:00 Þegar þetta er skrifað eru tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, í ríkisstjórn. Um 60% Alþingis samanstendur af sömu flokkum. Þetta fyrirkomulag viðgengst jafnan á Íslandi og virðast flestir telja þetta hið sjálfsagða ástand og hið eina raunsæja: Meirihlutastjórn, þ.e. ríkisstjórn flokka sem saman mynda meirihluta á Alþingi. Í því ríki sem er sennilega stjórnskipunarlega líkast Íslandi, gömlu góðu Danmörku, er hins vegar mun meiri hefð fyrir minnihlutastjórnum og ástæðan fyrir því er mjög góð: Undir þingræði er þinginu ætlað að veita ríkisstjórninni aðhald. Ef framkvæmdarvaldið og meirihluti þingsins samanstanda af sömu flokkunum er til staðar hagsmunaárekstur sem gerir þinginu ókleift að rækja með góðri trú það aðhaldshlutverk sem því er ætlað undir þingræði. Afleiðingin af fyrirkomulagi meirihlutastjórnar er sú að þingið veikist mjög, bæði að starfsgetu og sjálfstæði. Lítum aðeins betur á hefðina hérlendis. Tveir flokkar geta myndað saman meirihluta og annar þeirra fær umboð til að mynda ríkisstjórn. Fólkið sem er ofar í goggunarröðinni í hverjum flokki fyrir sig fær sæti í ríkisstjórn, en fólkið sem er neðar fær einungis sæti á Alþingi. Því ofar á lista sem þingmaður er, því meira tilkall hefur hann til setu í ríkisstjórn. Berum þetta síðan saman við goggunarröð þingræðisins. Hugmyndin með þingræðinu er nefnilega sú að þingið sé æðra framkvæmdarvaldinu, að ríkisstjórn starfi einungis í umboði þingsins og að þingið veiti ríkisstjórninni nauðsynlegt aðhald sem nokkurs konar yfirstofnun framkvæmdarvalds og ríkisstjórnar. í þessu felst ákveðin mótsögn sem líklega væri í lagi ef um væri að ræða minnihlutastjórn, þar sem ríkisstjórn minnihluta þarf að afla sér trausts annarra flokka en sinna eigin. En undir meirihlutastjórn, þar sem forystumenn flokkanna eru í ríkisstjórn og aðrir á þingi, getur óbreyttur stjórnarþingmaður ekki sinnt aðhaldshlutverki sínu án þess að ganga til höfuðs forystu síns eigin flokks. Slíkt kemur honum sjálfum ávallt illa, ekki einungis af því að hann þarf í einhverjum skilningi að berjast gegn eigin flokki, heldur einnig vekur hann óhjákvæmilega upp úlfúð samherja sinna – samherja sinna að ofan í þokkabót. Í þessu felst hagsmunaárekstur milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds sem brýtur í bága við hugmyndina um þingræðið og dregur verulega úr bæði aðhaldshlutverki Alþingis og sjálfstæði þess gagnvart framkvæmdarvaldinu.Minnihlutastjórn ætti að vera reglan Einstaka sinnum hafa hérlendis verið minnihlutastjórnir, en þá hafa þær jafnan verið settar undir mjög sérstökum og jafnvel einstökum kringumstæðum, svo sem í nokkra mánuði eftir efnahagshrunið 2008. En minnihlutastjórn ætti ekki bara að vera einhver hugsanlegur, fræðilegur möguleiki undir einstökum kringumstæðum, heldur ætti minnihlutastjórn að vera reglan, undantekningalítil ef ekki undantekningalaus. Mörgum þykir hins vegar eins og að meirihlutastjórnir séu einhvers konar stjórnskipunarleg nauðsyn, eða að minnihlutastjórnir séu á einhvern hátt ekki raunhæfar, en það er þess virði að ígrunda hversu meinlegt viðhorf það er til þingræðisins. Hvort sem það er menningunni, stjórnarskránni eða stjórnarandstöðunni hverju sinni að kenna, þá er það ekki í lagi að ríkisstjórnum sé ókleift að starfa á Íslandi án þess að flokkspólitísk goggunarröð trompi helsta aðhalds- og eftirlitsaðilann. Það er hvergi nálægt því að vera í lagi. Ef fólk telur þetta fyrirkomulag óheppilegt en nauðsynlegt, þá undirstrikar sú afstaða einungis alvarleika vandans. Hvernig sem á málið er litið ber ekki að líta á meirihlutastjórnir sem stjórnskipunarlegt lögmál, heldur stjórnskipunarlegt vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Helgi Hrafn Gunnarsson Kosningar 2016 Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað eru tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, í ríkisstjórn. Um 60% Alþingis samanstendur af sömu flokkum. Þetta fyrirkomulag viðgengst jafnan á Íslandi og virðast flestir telja þetta hið sjálfsagða ástand og hið eina raunsæja: Meirihlutastjórn, þ.e. ríkisstjórn flokka sem saman mynda meirihluta á Alþingi. Í því ríki sem er sennilega stjórnskipunarlega líkast Íslandi, gömlu góðu Danmörku, er hins vegar mun meiri hefð fyrir minnihlutastjórnum og ástæðan fyrir því er mjög góð: Undir þingræði er þinginu ætlað að veita ríkisstjórninni aðhald. Ef framkvæmdarvaldið og meirihluti þingsins samanstanda af sömu flokkunum er til staðar hagsmunaárekstur sem gerir þinginu ókleift að rækja með góðri trú það aðhaldshlutverk sem því er ætlað undir þingræði. Afleiðingin af fyrirkomulagi meirihlutastjórnar er sú að þingið veikist mjög, bæði að starfsgetu og sjálfstæði. Lítum aðeins betur á hefðina hérlendis. Tveir flokkar geta myndað saman meirihluta og annar þeirra fær umboð til að mynda ríkisstjórn. Fólkið sem er ofar í goggunarröðinni í hverjum flokki fyrir sig fær sæti í ríkisstjórn, en fólkið sem er neðar fær einungis sæti á Alþingi. Því ofar á lista sem þingmaður er, því meira tilkall hefur hann til setu í ríkisstjórn. Berum þetta síðan saman við goggunarröð þingræðisins. Hugmyndin með þingræðinu er nefnilega sú að þingið sé æðra framkvæmdarvaldinu, að ríkisstjórn starfi einungis í umboði þingsins og að þingið veiti ríkisstjórninni nauðsynlegt aðhald sem nokkurs konar yfirstofnun framkvæmdarvalds og ríkisstjórnar. í þessu felst ákveðin mótsögn sem líklega væri í lagi ef um væri að ræða minnihlutastjórn, þar sem ríkisstjórn minnihluta þarf að afla sér trausts annarra flokka en sinna eigin. En undir meirihlutastjórn, þar sem forystumenn flokkanna eru í ríkisstjórn og aðrir á þingi, getur óbreyttur stjórnarþingmaður ekki sinnt aðhaldshlutverki sínu án þess að ganga til höfuðs forystu síns eigin flokks. Slíkt kemur honum sjálfum ávallt illa, ekki einungis af því að hann þarf í einhverjum skilningi að berjast gegn eigin flokki, heldur einnig vekur hann óhjákvæmilega upp úlfúð samherja sinna – samherja sinna að ofan í þokkabót. Í þessu felst hagsmunaárekstur milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds sem brýtur í bága við hugmyndina um þingræðið og dregur verulega úr bæði aðhaldshlutverki Alþingis og sjálfstæði þess gagnvart framkvæmdarvaldinu.Minnihlutastjórn ætti að vera reglan Einstaka sinnum hafa hérlendis verið minnihlutastjórnir, en þá hafa þær jafnan verið settar undir mjög sérstökum og jafnvel einstökum kringumstæðum, svo sem í nokkra mánuði eftir efnahagshrunið 2008. En minnihlutastjórn ætti ekki bara að vera einhver hugsanlegur, fræðilegur möguleiki undir einstökum kringumstæðum, heldur ætti minnihlutastjórn að vera reglan, undantekningalítil ef ekki undantekningalaus. Mörgum þykir hins vegar eins og að meirihlutastjórnir séu einhvers konar stjórnskipunarleg nauðsyn, eða að minnihlutastjórnir séu á einhvern hátt ekki raunhæfar, en það er þess virði að ígrunda hversu meinlegt viðhorf það er til þingræðisins. Hvort sem það er menningunni, stjórnarskránni eða stjórnarandstöðunni hverju sinni að kenna, þá er það ekki í lagi að ríkisstjórnum sé ókleift að starfa á Íslandi án þess að flokkspólitísk goggunarröð trompi helsta aðhalds- og eftirlitsaðilann. Það er hvergi nálægt því að vera í lagi. Ef fólk telur þetta fyrirkomulag óheppilegt en nauðsynlegt, þá undirstrikar sú afstaða einungis alvarleika vandans. Hvernig sem á málið er litið ber ekki að líta á meirihlutastjórnir sem stjórnskipunarlegt lögmál, heldur stjórnskipunarlegt vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun