Mótsögnin í meirihlutastjórnum Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 11. maí 2016 07:00 Þegar þetta er skrifað eru tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, í ríkisstjórn. Um 60% Alþingis samanstendur af sömu flokkum. Þetta fyrirkomulag viðgengst jafnan á Íslandi og virðast flestir telja þetta hið sjálfsagða ástand og hið eina raunsæja: Meirihlutastjórn, þ.e. ríkisstjórn flokka sem saman mynda meirihluta á Alþingi. Í því ríki sem er sennilega stjórnskipunarlega líkast Íslandi, gömlu góðu Danmörku, er hins vegar mun meiri hefð fyrir minnihlutastjórnum og ástæðan fyrir því er mjög góð: Undir þingræði er þinginu ætlað að veita ríkisstjórninni aðhald. Ef framkvæmdarvaldið og meirihluti þingsins samanstanda af sömu flokkunum er til staðar hagsmunaárekstur sem gerir þinginu ókleift að rækja með góðri trú það aðhaldshlutverk sem því er ætlað undir þingræði. Afleiðingin af fyrirkomulagi meirihlutastjórnar er sú að þingið veikist mjög, bæði að starfsgetu og sjálfstæði. Lítum aðeins betur á hefðina hérlendis. Tveir flokkar geta myndað saman meirihluta og annar þeirra fær umboð til að mynda ríkisstjórn. Fólkið sem er ofar í goggunarröðinni í hverjum flokki fyrir sig fær sæti í ríkisstjórn, en fólkið sem er neðar fær einungis sæti á Alþingi. Því ofar á lista sem þingmaður er, því meira tilkall hefur hann til setu í ríkisstjórn. Berum þetta síðan saman við goggunarröð þingræðisins. Hugmyndin með þingræðinu er nefnilega sú að þingið sé æðra framkvæmdarvaldinu, að ríkisstjórn starfi einungis í umboði þingsins og að þingið veiti ríkisstjórninni nauðsynlegt aðhald sem nokkurs konar yfirstofnun framkvæmdarvalds og ríkisstjórnar. í þessu felst ákveðin mótsögn sem líklega væri í lagi ef um væri að ræða minnihlutastjórn, þar sem ríkisstjórn minnihluta þarf að afla sér trausts annarra flokka en sinna eigin. En undir meirihlutastjórn, þar sem forystumenn flokkanna eru í ríkisstjórn og aðrir á þingi, getur óbreyttur stjórnarþingmaður ekki sinnt aðhaldshlutverki sínu án þess að ganga til höfuðs forystu síns eigin flokks. Slíkt kemur honum sjálfum ávallt illa, ekki einungis af því að hann þarf í einhverjum skilningi að berjast gegn eigin flokki, heldur einnig vekur hann óhjákvæmilega upp úlfúð samherja sinna – samherja sinna að ofan í þokkabót. Í þessu felst hagsmunaárekstur milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds sem brýtur í bága við hugmyndina um þingræðið og dregur verulega úr bæði aðhaldshlutverki Alþingis og sjálfstæði þess gagnvart framkvæmdarvaldinu.Minnihlutastjórn ætti að vera reglan Einstaka sinnum hafa hérlendis verið minnihlutastjórnir, en þá hafa þær jafnan verið settar undir mjög sérstökum og jafnvel einstökum kringumstæðum, svo sem í nokkra mánuði eftir efnahagshrunið 2008. En minnihlutastjórn ætti ekki bara að vera einhver hugsanlegur, fræðilegur möguleiki undir einstökum kringumstæðum, heldur ætti minnihlutastjórn að vera reglan, undantekningalítil ef ekki undantekningalaus. Mörgum þykir hins vegar eins og að meirihlutastjórnir séu einhvers konar stjórnskipunarleg nauðsyn, eða að minnihlutastjórnir séu á einhvern hátt ekki raunhæfar, en það er þess virði að ígrunda hversu meinlegt viðhorf það er til þingræðisins. Hvort sem það er menningunni, stjórnarskránni eða stjórnarandstöðunni hverju sinni að kenna, þá er það ekki í lagi að ríkisstjórnum sé ókleift að starfa á Íslandi án þess að flokkspólitísk goggunarröð trompi helsta aðhalds- og eftirlitsaðilann. Það er hvergi nálægt því að vera í lagi. Ef fólk telur þetta fyrirkomulag óheppilegt en nauðsynlegt, þá undirstrikar sú afstaða einungis alvarleika vandans. Hvernig sem á málið er litið ber ekki að líta á meirihlutastjórnir sem stjórnskipunarlegt lögmál, heldur stjórnskipunarlegt vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Helgi Hrafn Gunnarsson Kosningar 2016 Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað eru tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, í ríkisstjórn. Um 60% Alþingis samanstendur af sömu flokkum. Þetta fyrirkomulag viðgengst jafnan á Íslandi og virðast flestir telja þetta hið sjálfsagða ástand og hið eina raunsæja: Meirihlutastjórn, þ.e. ríkisstjórn flokka sem saman mynda meirihluta á Alþingi. Í því ríki sem er sennilega stjórnskipunarlega líkast Íslandi, gömlu góðu Danmörku, er hins vegar mun meiri hefð fyrir minnihlutastjórnum og ástæðan fyrir því er mjög góð: Undir þingræði er þinginu ætlað að veita ríkisstjórninni aðhald. Ef framkvæmdarvaldið og meirihluti þingsins samanstanda af sömu flokkunum er til staðar hagsmunaárekstur sem gerir þinginu ókleift að rækja með góðri trú það aðhaldshlutverk sem því er ætlað undir þingræði. Afleiðingin af fyrirkomulagi meirihlutastjórnar er sú að þingið veikist mjög, bæði að starfsgetu og sjálfstæði. Lítum aðeins betur á hefðina hérlendis. Tveir flokkar geta myndað saman meirihluta og annar þeirra fær umboð til að mynda ríkisstjórn. Fólkið sem er ofar í goggunarröðinni í hverjum flokki fyrir sig fær sæti í ríkisstjórn, en fólkið sem er neðar fær einungis sæti á Alþingi. Því ofar á lista sem þingmaður er, því meira tilkall hefur hann til setu í ríkisstjórn. Berum þetta síðan saman við goggunarröð þingræðisins. Hugmyndin með þingræðinu er nefnilega sú að þingið sé æðra framkvæmdarvaldinu, að ríkisstjórn starfi einungis í umboði þingsins og að þingið veiti ríkisstjórninni nauðsynlegt aðhald sem nokkurs konar yfirstofnun framkvæmdarvalds og ríkisstjórnar. í þessu felst ákveðin mótsögn sem líklega væri í lagi ef um væri að ræða minnihlutastjórn, þar sem ríkisstjórn minnihluta þarf að afla sér trausts annarra flokka en sinna eigin. En undir meirihlutastjórn, þar sem forystumenn flokkanna eru í ríkisstjórn og aðrir á þingi, getur óbreyttur stjórnarþingmaður ekki sinnt aðhaldshlutverki sínu án þess að ganga til höfuðs forystu síns eigin flokks. Slíkt kemur honum sjálfum ávallt illa, ekki einungis af því að hann þarf í einhverjum skilningi að berjast gegn eigin flokki, heldur einnig vekur hann óhjákvæmilega upp úlfúð samherja sinna – samherja sinna að ofan í þokkabót. Í þessu felst hagsmunaárekstur milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds sem brýtur í bága við hugmyndina um þingræðið og dregur verulega úr bæði aðhaldshlutverki Alþingis og sjálfstæði þess gagnvart framkvæmdarvaldinu.Minnihlutastjórn ætti að vera reglan Einstaka sinnum hafa hérlendis verið minnihlutastjórnir, en þá hafa þær jafnan verið settar undir mjög sérstökum og jafnvel einstökum kringumstæðum, svo sem í nokkra mánuði eftir efnahagshrunið 2008. En minnihlutastjórn ætti ekki bara að vera einhver hugsanlegur, fræðilegur möguleiki undir einstökum kringumstæðum, heldur ætti minnihlutastjórn að vera reglan, undantekningalítil ef ekki undantekningalaus. Mörgum þykir hins vegar eins og að meirihlutastjórnir séu einhvers konar stjórnskipunarleg nauðsyn, eða að minnihlutastjórnir séu á einhvern hátt ekki raunhæfar, en það er þess virði að ígrunda hversu meinlegt viðhorf það er til þingræðisins. Hvort sem það er menningunni, stjórnarskránni eða stjórnarandstöðunni hverju sinni að kenna, þá er það ekki í lagi að ríkisstjórnum sé ókleift að starfa á Íslandi án þess að flokkspólitísk goggunarröð trompi helsta aðhalds- og eftirlitsaðilann. Það er hvergi nálægt því að vera í lagi. Ef fólk telur þetta fyrirkomulag óheppilegt en nauðsynlegt, þá undirstrikar sú afstaða einungis alvarleika vandans. Hvernig sem á málið er litið ber ekki að líta á meirihlutastjórnir sem stjórnskipunarlegt lögmál, heldur stjórnskipunarlegt vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun