Ný stjórnarskrá Íslands skiptir miklu máli fyrir Evrópu (og heimsbyggð alla) Arne Hintz skrifar 17. maí 2016 00:00 Frá sjónarhóli Evrópubúa er Ísland tákn lýðræðis og framfara, nú þegar heimsálfan er nánast öll þjökuð af efnahagslegri óvissu, einræðistilburðum og ótta. Ný stjórnarskrá Íslands, stjórnarskrá þjóðarinnar, vísar heimsbyggðinni leið út úr kreppunni og til nýrrar uppbyggingar. Brýnt er að hún verði samþykkt – ekki bara vegna Íslendinga, heldur líka fyrir Evrópubúa og aðra. Senn líður að því að Bretar greiði atkvæði um áframhaldandi veru sína í Evrópusambandinu, og það hefur sjaldan verið svona erfitt að vera meðmæltur því að halda aðild áfram. Heimsálfan situr föst í varanlegri efnahagskreppu, hægri öfgaöflum vex fiskur um hrygg í mörgum aðildarríkjanna, og landamærin sem heyrðu fortíðinni til hafa verið dregin upp að nýju. Samstaða og valdajafnvægi Evrópusambandsins hefur verið vefengt, ekki síst vegna þess hvernig gríska stjórnin var þvinguð til þess að taka upp aðhaldsstefnu þvert á vilja þjóðarinnar, og sjálfur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagt að slík stefna væri ekki tæk. Á Twitter má slá upp #thisisacoup, þræði sem spratt fram eftir að deila Grikkja og ESB hafði verið leyst til bráðabirgða í júní í fyrra. Þar má sjá dæmi um það hvað lýðræðið er orðið brothætt í Evrópu. Þó eru rökin í þágu „Brexit“ (brotthvarf Breta úr ESB) ekki mjög sannfærandi heldur. Lífskjör breskrar alþýðu versna með hverri hrinu aðhaldsaðgerða, og aðgerðir hins opinbera til þess að sporna fæti við „öfgastefnum“ hafa haft hrollvekjandi áhrif á fjölbreytta, lýðræðislega umræðu. Seinna á árinu verða líklega samþykkt lög um rétt til rannsókna, og þar með verður almennt eftirlit, sem Snowden gagnrýndi með uppljóstrunum sínum, útfært og lögfest. Skilyrðin til þess að styrkja og efla lýðræðið eru ef til vill ekki sem best á tímum efnahagskreppu og ótta við hryðjuverk. Á slíkum tímum er þó einmitt hvað brýnust þörfin á opinni umræðu og almennum skoðanaskiptum, og þá er líka þörf á nýbreytni, róttækum lausnum og raunverulegum breytingum. Þess vegna hefur mörgum verið það hvatning að líta til Íslands. Þar leiddi efnahagskreppan til verulegra breytinga á vettvangi stjórnmála og efnahags. Tillögur að stefnubreytingum á borð við þær, sem kynntar eru hjá Alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- & tjáningarfrelsi (IMMI) gerðu ráð fyrir nýjum, heildrænum leiðum til framfara fyrir landið, og ný stjórnarskrá var samin í opnu og heildrænu grasrótarferli, stjórnarskrá þjóðarinnar, fyrir þjóðina. Nefnd íslenskra ríkisborgara, stjórnlagaráð, samdi textann, almenningur lagði til þúsundir athugasemda, og árangurinn var samþykktur með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig hefur íslenska þjóðin valið sér sérstaklega lýðræðislega leið út úr kreppunni og á vit framtíðarinnar. Hún hefur sýnt að andlaus kyrrstaðan, sem nú einkennir stjórnmál í Evrópu, ásamt einræðis- og útilokunartilburðum, er ekki sjálfgefið viðbragð við öryggisógnum og erfiðum efnahag. Þvert á móti hefur hún sýnt fram á að lýðræðið er lifandi, þrátt fyrir allt og á þessum tímum, og að við, borgararnir, getum skapað okkur nýjan grundvöll fyrir því ríki sem við viljum, og því lífi sem við kjósum okkur. Nú ríkir mikil óvissa í allri Evrópu að því er varðar þessi mál. Íslenska þjóðin sýndi mikið hugrekki þegar hún réðst í það verkefni að semja sér nýja stjórnarskrá, og hefur það haft áhrif langt út fyrir eylandið. Þetta er vísbending um þá leið sem kann að vera fær til þess að takast á við vandann sem við er að etja, og um allan heim fylgjast menn grannt með framhaldinu. Það, hvernig nýja stjórnarskráin var samin og samþykkt með þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur orðið mörgum hvatning út fyrir landsteinana, og nú vona þeir að Alþingi hætti að tefja framgang þessa sögulega verkefnis. Það yrði ekki aðeins til vitnis um það, hvað lýðræðið stendur traustum fótum á Íslandi, heldur yrði það líka mikilvægt dæmi til eftirbreytni, um lýðræðislega leið út úr kreppu og óvissu.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Brexit Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Frá sjónarhóli Evrópubúa er Ísland tákn lýðræðis og framfara, nú þegar heimsálfan er nánast öll þjökuð af efnahagslegri óvissu, einræðistilburðum og ótta. Ný stjórnarskrá Íslands, stjórnarskrá þjóðarinnar, vísar heimsbyggðinni leið út úr kreppunni og til nýrrar uppbyggingar. Brýnt er að hún verði samþykkt – ekki bara vegna Íslendinga, heldur líka fyrir Evrópubúa og aðra. Senn líður að því að Bretar greiði atkvæði um áframhaldandi veru sína í Evrópusambandinu, og það hefur sjaldan verið svona erfitt að vera meðmæltur því að halda aðild áfram. Heimsálfan situr föst í varanlegri efnahagskreppu, hægri öfgaöflum vex fiskur um hrygg í mörgum aðildarríkjanna, og landamærin sem heyrðu fortíðinni til hafa verið dregin upp að nýju. Samstaða og valdajafnvægi Evrópusambandsins hefur verið vefengt, ekki síst vegna þess hvernig gríska stjórnin var þvinguð til þess að taka upp aðhaldsstefnu þvert á vilja þjóðarinnar, og sjálfur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagt að slík stefna væri ekki tæk. Á Twitter má slá upp #thisisacoup, þræði sem spratt fram eftir að deila Grikkja og ESB hafði verið leyst til bráðabirgða í júní í fyrra. Þar má sjá dæmi um það hvað lýðræðið er orðið brothætt í Evrópu. Þó eru rökin í þágu „Brexit“ (brotthvarf Breta úr ESB) ekki mjög sannfærandi heldur. Lífskjör breskrar alþýðu versna með hverri hrinu aðhaldsaðgerða, og aðgerðir hins opinbera til þess að sporna fæti við „öfgastefnum“ hafa haft hrollvekjandi áhrif á fjölbreytta, lýðræðislega umræðu. Seinna á árinu verða líklega samþykkt lög um rétt til rannsókna, og þar með verður almennt eftirlit, sem Snowden gagnrýndi með uppljóstrunum sínum, útfært og lögfest. Skilyrðin til þess að styrkja og efla lýðræðið eru ef til vill ekki sem best á tímum efnahagskreppu og ótta við hryðjuverk. Á slíkum tímum er þó einmitt hvað brýnust þörfin á opinni umræðu og almennum skoðanaskiptum, og þá er líka þörf á nýbreytni, róttækum lausnum og raunverulegum breytingum. Þess vegna hefur mörgum verið það hvatning að líta til Íslands. Þar leiddi efnahagskreppan til verulegra breytinga á vettvangi stjórnmála og efnahags. Tillögur að stefnubreytingum á borð við þær, sem kynntar eru hjá Alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- & tjáningarfrelsi (IMMI) gerðu ráð fyrir nýjum, heildrænum leiðum til framfara fyrir landið, og ný stjórnarskrá var samin í opnu og heildrænu grasrótarferli, stjórnarskrá þjóðarinnar, fyrir þjóðina. Nefnd íslenskra ríkisborgara, stjórnlagaráð, samdi textann, almenningur lagði til þúsundir athugasemda, og árangurinn var samþykktur með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig hefur íslenska þjóðin valið sér sérstaklega lýðræðislega leið út úr kreppunni og á vit framtíðarinnar. Hún hefur sýnt að andlaus kyrrstaðan, sem nú einkennir stjórnmál í Evrópu, ásamt einræðis- og útilokunartilburðum, er ekki sjálfgefið viðbragð við öryggisógnum og erfiðum efnahag. Þvert á móti hefur hún sýnt fram á að lýðræðið er lifandi, þrátt fyrir allt og á þessum tímum, og að við, borgararnir, getum skapað okkur nýjan grundvöll fyrir því ríki sem við viljum, og því lífi sem við kjósum okkur. Nú ríkir mikil óvissa í allri Evrópu að því er varðar þessi mál. Íslenska þjóðin sýndi mikið hugrekki þegar hún réðst í það verkefni að semja sér nýja stjórnarskrá, og hefur það haft áhrif langt út fyrir eylandið. Þetta er vísbending um þá leið sem kann að vera fær til þess að takast á við vandann sem við er að etja, og um allan heim fylgjast menn grannt með framhaldinu. Það, hvernig nýja stjórnarskráin var samin og samþykkt með þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur orðið mörgum hvatning út fyrir landsteinana, og nú vona þeir að Alþingi hætti að tefja framgang þessa sögulega verkefnis. Það yrði ekki aðeins til vitnis um það, hvað lýðræðið stendur traustum fótum á Íslandi, heldur yrði það líka mikilvægt dæmi til eftirbreytni, um lýðræðislega leið út úr kreppu og óvissu.Ólöf Pétursdóttir þýddi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun