Hlutabréfaútboð – hvert skal stefna? Baldur Thorlacius skrifar 18. maí 2016 00:00 Endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar hefur að flestu leyti gengið mjög vel, en frá og með árinu 2009 hafa 12 félög verið skráð í Kauphöllina og alls hafa um 90 milljarðar króna safnast í hlutafjárútboðum í aðdraganda skráninga. Þrátt fyrir að útboðin hafi verið árangursrík á flesta mælikvarða hefur nokkur gagnrýni fylgt framkvæmd þeirra, m.a. á grundvelli þess að seljandi í flestum útboðunum, eða tengdur aðili, hefur haft umsjón með gerð lýsingar sem og framkvæmd útboðsins. Í þeirri stöðu felast hagsmunaárekstrar. Greint hefur verið frá slíkum hagsmunum í lýsingu, en hugsanlega hefði mátt ganga lengra. Þegar útboð eru framkvæmd við hagsmunaárekstra mun seint ríkja fullkomið traust til þeirra, óháð því hversu vel er að þeim staðið. Slík tortryggni hlýtur að einhverju leyti að skila sér í lakari niðurstöðu og getur grafið undan trausti á fjármálamarkaði. Hérlendis hafa kjölfestu- og fagfjárfestar að jafnaði keypt í lokuðum útboðum í aðdraganda almenns útboðs, gjarnan með afslætti. Málefnalegar ástæður geta verið fyrir slíku fyrirkomulagi, en afslættir til valinna aðila hafa þó ekki verið til þess fallnir að efla trúverðugleika markaðarins. Í nýlegri kynningu sem Kauphöllin sótti stærði einn stærsti fjárfestingarbanki Norðurlanda sig af því að hafa að jafnaði selt fagfjárfestum í aðdraganda almenns útboðs á verði sem var nærri eða í efri mörkum þess verðbils sem almennum fjárfestum stóð síðar til boða. Engin þörf virtist hafa verið á því að veita slíkum aðilum afslætti, eins og tíðkast hefur hér á landi. Kom fram að þetta þætti jákvætt þar sem aukið gagnsæi í verðmyndun í aðdraganda útboðs, þar sem söluverð endurspeglaði raunverulegt mat á virði hlutabréfanna, skapaði traust meðal annarra fjárfesta – sem skilaði sér að lokum í betri niðurstöðu. Bendir þetta til þess að jafnræði meðal fagfjárfesta og almennra fjárfesta sé ákveðið keppikefli norrænna fjárfestingarbanka. Í sömu kynningu var talsverð áhersla lögð á að girða fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra, meðal annars með því að fá nokkra mismunandi aðila að hverju verkefni. Þannig sjái a.m.k. tveir fjárfestingarbankar í sameiningu um sölu hlutabréfanna og tengd verkefni, en aðrir aðilar leiði gerð lýsingar. Slíkt fyrirkomulag er mjög algengt á Norðurlöndunum. Umgjörðin er öll sniðin að því að engan höggstað megi á henni finna, þannig að hafið sé yfir vafa að öllum úrræðum hafi verið beitt til þess að ná sem hagfelldastri niðurstöðu, með gagnsæi og jafnræði að leiðarljósi. Traust er talin forsenda fyrir góðri þátttöku fjárfesta og farsælli skráningu á markað. Við losun fjármagnshafta er ekki víst að þátttaka innlendra aðila í hlutafjárútboðum hér á landi verði jafn auðsótt og hún hefur verið, þar sem fleiri erlendir fjárfestingarkostir verða í boði. Á móti skapast umtalsverð sóknartækifæri í aukinni þátttöku erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til þess að fullnýta þau tækifæri og efla traust almennings á markaðnum gætu íslenskir aðilar þurft að tileinka sér nýja starfshætti, en vísbendingar eru um að erlendir fjárfestar geri ríkari kröfur um framkvæmd útboða heldur en þeir íslensku hafa gert til þessa. Gömlu aðferðirnar hafa að mörgu leyti skilað ágætis niðurstöðu, en það kann að vera kominn tími til þess að markaðurinn taki næsta skrefið í þroskaferli sínu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar hefur að flestu leyti gengið mjög vel, en frá og með árinu 2009 hafa 12 félög verið skráð í Kauphöllina og alls hafa um 90 milljarðar króna safnast í hlutafjárútboðum í aðdraganda skráninga. Þrátt fyrir að útboðin hafi verið árangursrík á flesta mælikvarða hefur nokkur gagnrýni fylgt framkvæmd þeirra, m.a. á grundvelli þess að seljandi í flestum útboðunum, eða tengdur aðili, hefur haft umsjón með gerð lýsingar sem og framkvæmd útboðsins. Í þeirri stöðu felast hagsmunaárekstrar. Greint hefur verið frá slíkum hagsmunum í lýsingu, en hugsanlega hefði mátt ganga lengra. Þegar útboð eru framkvæmd við hagsmunaárekstra mun seint ríkja fullkomið traust til þeirra, óháð því hversu vel er að þeim staðið. Slík tortryggni hlýtur að einhverju leyti að skila sér í lakari niðurstöðu og getur grafið undan trausti á fjármálamarkaði. Hérlendis hafa kjölfestu- og fagfjárfestar að jafnaði keypt í lokuðum útboðum í aðdraganda almenns útboðs, gjarnan með afslætti. Málefnalegar ástæður geta verið fyrir slíku fyrirkomulagi, en afslættir til valinna aðila hafa þó ekki verið til þess fallnir að efla trúverðugleika markaðarins. Í nýlegri kynningu sem Kauphöllin sótti stærði einn stærsti fjárfestingarbanki Norðurlanda sig af því að hafa að jafnaði selt fagfjárfestum í aðdraganda almenns útboðs á verði sem var nærri eða í efri mörkum þess verðbils sem almennum fjárfestum stóð síðar til boða. Engin þörf virtist hafa verið á því að veita slíkum aðilum afslætti, eins og tíðkast hefur hér á landi. Kom fram að þetta þætti jákvætt þar sem aukið gagnsæi í verðmyndun í aðdraganda útboðs, þar sem söluverð endurspeglaði raunverulegt mat á virði hlutabréfanna, skapaði traust meðal annarra fjárfesta – sem skilaði sér að lokum í betri niðurstöðu. Bendir þetta til þess að jafnræði meðal fagfjárfesta og almennra fjárfesta sé ákveðið keppikefli norrænna fjárfestingarbanka. Í sömu kynningu var talsverð áhersla lögð á að girða fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra, meðal annars með því að fá nokkra mismunandi aðila að hverju verkefni. Þannig sjái a.m.k. tveir fjárfestingarbankar í sameiningu um sölu hlutabréfanna og tengd verkefni, en aðrir aðilar leiði gerð lýsingar. Slíkt fyrirkomulag er mjög algengt á Norðurlöndunum. Umgjörðin er öll sniðin að því að engan höggstað megi á henni finna, þannig að hafið sé yfir vafa að öllum úrræðum hafi verið beitt til þess að ná sem hagfelldastri niðurstöðu, með gagnsæi og jafnræði að leiðarljósi. Traust er talin forsenda fyrir góðri þátttöku fjárfesta og farsælli skráningu á markað. Við losun fjármagnshafta er ekki víst að þátttaka innlendra aðila í hlutafjárútboðum hér á landi verði jafn auðsótt og hún hefur verið, þar sem fleiri erlendir fjárfestingarkostir verða í boði. Á móti skapast umtalsverð sóknartækifæri í aukinni þátttöku erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til þess að fullnýta þau tækifæri og efla traust almennings á markaðnum gætu íslenskir aðilar þurft að tileinka sér nýja starfshætti, en vísbendingar eru um að erlendir fjárfestar geri ríkari kröfur um framkvæmd útboða heldur en þeir íslensku hafa gert til þessa. Gömlu aðferðirnar hafa að mörgu leyti skilað ágætis niðurstöðu, en það kann að vera kominn tími til þess að markaðurinn taki næsta skrefið í þroskaferli sínu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun